Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2015 16:04 Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. Þetta kom fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Umboð samninganefndarinnar víðtækt Bjarni sagði samninganefnd ríkisins hafa verið veitt víðtækt umboð í kjaradeilunni. Tilboð þeirra hafi verið tuttugu prósenta launahækkun á næstu þremur árum og styrking á stofnun. „Ofan á þær almennu launahækkanir sem hlaupa á þeim tölum sem ég er hér að nefna, verði bætt fyrir gliðnun upp á 14-25 prósent á næstu þremur árum. Þannig að ég er í raun og veru ekki að tala um að krafan standi upp á 30 prósent heldur kannski nær 40 til 50 prósent þegar þetta er tekið með í reikninginn,“ sagði Bjarni. Hann sagðist jafnframt geta fullyrt það að laun hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum væru ekki að fara að hækka um slíkar fjárhæðir. Langt sé í land með að jafna kjörin en það gerist ekki með einum samningi. „Við getum boðið verulegar kjarabætur og við getum boðið hér meiri stöðugleika en gilt hefur en það er ekki hægt að fallast á allar kröfur.“ „Við getum boðið verulegar kjarabætur og við getum boðið hér meiri stöðugleika en gilt hefur en það er ekki hægt að fallast á allar kröfur.“vísir/vilhelmStefnuleysi í kjaramálum Árni Páll sakaði ríkisstjórnina um í stefnuleysi í kjaramálum og sagði Bjarni Samfylkinguna leggjast á lágt plan í þessum umræðum. „Það virðist bara vera það að ganga að öllum kröfum eins og þeim er lýst. En það er ekki hægt að gera það, því miður. Það er ekki hægt,“ sagði hann og bætti við að hægt væri að ræða málið á þingi en þegar öllu sé á botninn hvolft verði samningarnir gerðir við samningaborðið. Verkfall 2016 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. Þetta kom fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Umboð samninganefndarinnar víðtækt Bjarni sagði samninganefnd ríkisins hafa verið veitt víðtækt umboð í kjaradeilunni. Tilboð þeirra hafi verið tuttugu prósenta launahækkun á næstu þremur árum og styrking á stofnun. „Ofan á þær almennu launahækkanir sem hlaupa á þeim tölum sem ég er hér að nefna, verði bætt fyrir gliðnun upp á 14-25 prósent á næstu þremur árum. Þannig að ég er í raun og veru ekki að tala um að krafan standi upp á 30 prósent heldur kannski nær 40 til 50 prósent þegar þetta er tekið með í reikninginn,“ sagði Bjarni. Hann sagðist jafnframt geta fullyrt það að laun hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum væru ekki að fara að hækka um slíkar fjárhæðir. Langt sé í land með að jafna kjörin en það gerist ekki með einum samningi. „Við getum boðið verulegar kjarabætur og við getum boðið hér meiri stöðugleika en gilt hefur en það er ekki hægt að fallast á allar kröfur.“ „Við getum boðið verulegar kjarabætur og við getum boðið hér meiri stöðugleika en gilt hefur en það er ekki hægt að fallast á allar kröfur.“vísir/vilhelmStefnuleysi í kjaramálum Árni Páll sakaði ríkisstjórnina um í stefnuleysi í kjaramálum og sagði Bjarni Samfylkinguna leggjast á lágt plan í þessum umræðum. „Það virðist bara vera það að ganga að öllum kröfum eins og þeim er lýst. En það er ekki hægt að gera það, því miður. Það er ekki hægt,“ sagði hann og bætti við að hægt væri að ræða málið á þingi en þegar öllu sé á botninn hvolft verði samningarnir gerðir við samningaborðið.
Verkfall 2016 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira