Túlkar verkfallslögbannið sem stríðsyfirlýsingu frá feðraveldinu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júní 2015 15:51 María Lilja hefur boðað til samstöðumótmæla í vikunni. Vísir/Aðsend/Facebook Lögbann á verkföll hjúkrunarfræðinga og nokkurra aðildarfélaga BHM sem starfa í heilbrigðisþjónustu er stríðsyfirlýsing frá feðraveldinu og aðför að kvennastéttum. Þetta segir María Lilja Þrastardóttir en hún hefur boðað til viðburðar þar sem hún hvetur konur til róttækra stuðningsaðgerða. Hún stingur upp á að konur leggi niður störf frá fimmtán mínútum til klukkustundar á dag klukkan ellefu alla vikuna. Leggur hún þá til að konur birti myndir og hugleiðingar á internetinu á þessum tíma undir myllumerkinu #kvennafrí2015. „Konur, þetta er árið okkar. Árið þar sem byltingar á byltingar ofan eiga sér stað í nafni kvenfrelsis. Árið hvar við stigum niður fæti og sýndum, sameinaðar, að við látum ekki kúga okkur lengur, ekki á neinu sviði. Og síðast en ekki síst, stórafmælisár kvennabaráttunnar,“ stendur í lýsingu á viðburðinum sem kallast Kvennafrí – samstöðu mótmæli með kvennastéttum. „Mig langar því að hvetja allar konur til róttækra stuðningsaðgerða. Fyrirvarinn er kannski lítill en ég held við getum þetta alveg. Við getum allavega ekki staðið aðgerðalausar á meðan ríkisstjórnin sendir kvennastéttum fingurinn líkt og hér var gert fyrir helgi. Við getum haft áhrif og núna er tíminn,“ skrifar María Lilja. Mótmælunum eða gjörningnum lýkur svo á föstudaginn 19. júní. Viðburðinn má nálgast hér. „Aðför ríkisstjórnarinnar að kvennastéttum með nýsamþykktu lögbanni ber að túlka sem stríðsyfirlýsingu frá feðraveldinu. Og nú á tímum þar sem samtakamáttur og kraftur einkennir kvennabaráttuna sem aldrei fyrr getum við ekki látið þetta líðast.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Launaseðlar hjúkrunarfræðinga: „Minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla“ Hjúkrunarfræðingar birta launaseðla sína opinberlega. 11. júní 2015 14:18 Óvissa meðal sjúklinga út af verkfalli Mikið álag er á starfsfólki Landspítalans vegna verkfalls hjúkrunarfræðinga. Aðgerðum hefur verið frestað og sjúklingar óttast um öryggi sitt dragist verkfallið á langinn. "Þetta bitnar verst á þeim sem eru að bíða eftir aðgerð,“ segir deildar 28. maí 2015 07:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Lögbann á verkföll hjúkrunarfræðinga og nokkurra aðildarfélaga BHM sem starfa í heilbrigðisþjónustu er stríðsyfirlýsing frá feðraveldinu og aðför að kvennastéttum. Þetta segir María Lilja Þrastardóttir en hún hefur boðað til viðburðar þar sem hún hvetur konur til róttækra stuðningsaðgerða. Hún stingur upp á að konur leggi niður störf frá fimmtán mínútum til klukkustundar á dag klukkan ellefu alla vikuna. Leggur hún þá til að konur birti myndir og hugleiðingar á internetinu á þessum tíma undir myllumerkinu #kvennafrí2015. „Konur, þetta er árið okkar. Árið þar sem byltingar á byltingar ofan eiga sér stað í nafni kvenfrelsis. Árið hvar við stigum niður fæti og sýndum, sameinaðar, að við látum ekki kúga okkur lengur, ekki á neinu sviði. Og síðast en ekki síst, stórafmælisár kvennabaráttunnar,“ stendur í lýsingu á viðburðinum sem kallast Kvennafrí – samstöðu mótmæli með kvennastéttum. „Mig langar því að hvetja allar konur til róttækra stuðningsaðgerða. Fyrirvarinn er kannski lítill en ég held við getum þetta alveg. Við getum allavega ekki staðið aðgerðalausar á meðan ríkisstjórnin sendir kvennastéttum fingurinn líkt og hér var gert fyrir helgi. Við getum haft áhrif og núna er tíminn,“ skrifar María Lilja. Mótmælunum eða gjörningnum lýkur svo á föstudaginn 19. júní. Viðburðinn má nálgast hér. „Aðför ríkisstjórnarinnar að kvennastéttum með nýsamþykktu lögbanni ber að túlka sem stríðsyfirlýsingu frá feðraveldinu. Og nú á tímum þar sem samtakamáttur og kraftur einkennir kvennabaráttuna sem aldrei fyrr getum við ekki látið þetta líðast.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Launaseðlar hjúkrunarfræðinga: „Minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla“ Hjúkrunarfræðingar birta launaseðla sína opinberlega. 11. júní 2015 14:18 Óvissa meðal sjúklinga út af verkfalli Mikið álag er á starfsfólki Landspítalans vegna verkfalls hjúkrunarfræðinga. Aðgerðum hefur verið frestað og sjúklingar óttast um öryggi sitt dragist verkfallið á langinn. "Þetta bitnar verst á þeim sem eru að bíða eftir aðgerð,“ segir deildar 28. maí 2015 07:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Launaseðlar hjúkrunarfræðinga: „Minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla“ Hjúkrunarfræðingar birta launaseðla sína opinberlega. 11. júní 2015 14:18
Óvissa meðal sjúklinga út af verkfalli Mikið álag er á starfsfólki Landspítalans vegna verkfalls hjúkrunarfræðinga. Aðgerðum hefur verið frestað og sjúklingar óttast um öryggi sitt dragist verkfallið á langinn. "Þetta bitnar verst á þeim sem eru að bíða eftir aðgerð,“ segir deildar 28. maí 2015 07:30