Handbolti

Leikmaður Alfreðs fluttur á sjúkrahús vegna ofþreytu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Domagoj Duvnjak í leik með Kiel.
Domagoj Duvnjak í leik með Kiel. Vísir/Getty
Domagoj Duvnjak, leikmaður Kiel og króatíska landsliðsins, var fluttur á sjúkrahús í heimalandinu eftir sigur Króata á Tyrkjum í undankeppni EM 2016 um helgina.

Vefsíðan handball-planet.com greinir frá þessu en þar er fullyrt að ofþreyta sé ástæðan fyrir innlögn Duvnjak.

Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel sem varð Þýskalandsmeistari í 20. sinn á dögunum. Liðið komst í undanúrslit Meistaradeilar Evrópu og var í eldlínunni á fleiri vígstöðum. Þá var Duvnjak í lykilhlutverki í landsliði Króatíu sem náði fimmta sætinu á HM í Katar.

Duvnjak mun dvelja á sjúkrahúsinu næstu dagana en hann ætti að geta notað sumarið til að ná sér og mæta tvíefldur til leiks á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×