Starfsfólki Landspítalans heitt í hamsi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. júní 2015 21:00 Það var þungt yfir starfsfólki á Landspítalanum í dag. Verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif á spítalanum og ógnað heilsu sjúklinga en líka valdið starfsfólki sem eygir ekki lausn á kjaradeilu við ríkið miklum áhyggjum. Mikið verk er framundan ef lög verða sett á verkfallið. Um 700 skurðaðgerðum hefur verið frestað frá upphafi verkfalls þar af 200 síðustu tíu daga og rúmlega hundrað hjartveikir Íslendingar bíða eftir hjartaþræðingum. Ástandið hefur orðið sífellt erfiðara með hverjum degi sem liðið hefur í deilunni. Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsmenn kvíða því sem framundan er. „Ástandið verður erfiðara með hverjum degi sem líður. Blóðsýni hrannast upp og beiðnir um myndgreiningarannsóknir. Allir okkar starfsmenn eru farnir að kvíða því að fara að vinna úr því mikla verkefni sem væntanlega kemur til.“ Á kaffistofum spítalans sátu starfsmenn og fylgdust vel með umræðum um lagasetningu á verkföll þeirra á Alþingi. Arna Antonsdóttir lífeindafræðingur var meðal þeirra og var ekki ánægð með að fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafi vikið af þingi í dag til að sækja fund í Valhöll. „Þetta er ekki gott að horfa upp á, við vorum á Austurvelli í morgun og biðum og biðum. Síðan var fundi frestað sem við héldum að væri góðs viti en þá fréttum við það að fjármálaráðherra hefði þurft á áríðandi fund í Valhöll í hádeginu. Okkur fannst það mjög merkilegt. Það var meira virði en að taka á því máli sem að okkur snýr. “ Fleiri atvik en í fyrra Mun fleiri atvik hafa komið upp hér á spítalanum á meðan verkfalli stóð en alla jafna. 328 atvik komu upp tengd umhverfi og aðstæðum á spítalanum á tímabilinu janúar til apríl í ár miðað við 298 í fyrra. 43 fleiri atvik komu upp á þessum tíma tengd meðferðum og rannsóknum, 174 atvik tengd lyfjameðferð, 142 tengd annars konar atvikum, 96 atvik tengd þjónustu. Þá urðu fjögur óvænt dauðsföll á tímabilinu. Ekki liggur fyrir hvort þau tengjast verkfallsaðgerðum og verið er að greina þau atvik sem hafa orðið vegna verkfallsins. Beðið um undanþágur vegna nautgripa Staða margra bænda hefur verið slæm í verkfallsaðgerðum dýralækna, veittar hafa verið undanþágur til heimaslátrunar varðandi svín og alifugla og síðustu daga bárust í auknum mæli undanþágur vegna slátrunar nautgripa. Þeim undanþágubeiðnum var öllum frestað . Vörur fastar í gámum Margar vörur hafa ekki fengið afgreiðslu vegna verkfalls 60 starfsmanna hjá Matvælastofnun og sumar þeirra liggja undir skemmdum. Plöntur, lífrænn áburður og kjötmeti eru á meðal varnings sem bíður í gámum við höfnina. 22.416 mál bíða hjá sýslumanni Verkföll hjá sýslumannsembættum hafa raskað lífi margra. Alls þarf að leysa úr 22.416 málum. 152 dánarbú þurfa nánari skoðun, 303 íslendingar bíða þess að skilja, giftast og fá úrskurðað forræði yfir börnum sínum og nærri því ellefuþúsund skjöl bíða þinglýsingar. Verkfall 2016 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Það var þungt yfir starfsfólki á Landspítalanum í dag. Verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif á spítalanum og ógnað heilsu sjúklinga en líka valdið starfsfólki sem eygir ekki lausn á kjaradeilu við ríkið miklum áhyggjum. Mikið verk er framundan ef lög verða sett á verkfallið. Um 700 skurðaðgerðum hefur verið frestað frá upphafi verkfalls þar af 200 síðustu tíu daga og rúmlega hundrað hjartveikir Íslendingar bíða eftir hjartaþræðingum. Ástandið hefur orðið sífellt erfiðara með hverjum degi sem liðið hefur í deilunni. Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsmenn kvíða því sem framundan er. „Ástandið verður erfiðara með hverjum degi sem líður. Blóðsýni hrannast upp og beiðnir um myndgreiningarannsóknir. Allir okkar starfsmenn eru farnir að kvíða því að fara að vinna úr því mikla verkefni sem væntanlega kemur til.“ Á kaffistofum spítalans sátu starfsmenn og fylgdust vel með umræðum um lagasetningu á verkföll þeirra á Alþingi. Arna Antonsdóttir lífeindafræðingur var meðal þeirra og var ekki ánægð með að fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafi vikið af þingi í dag til að sækja fund í Valhöll. „Þetta er ekki gott að horfa upp á, við vorum á Austurvelli í morgun og biðum og biðum. Síðan var fundi frestað sem við héldum að væri góðs viti en þá fréttum við það að fjármálaráðherra hefði þurft á áríðandi fund í Valhöll í hádeginu. Okkur fannst það mjög merkilegt. Það var meira virði en að taka á því máli sem að okkur snýr. “ Fleiri atvik en í fyrra Mun fleiri atvik hafa komið upp hér á spítalanum á meðan verkfalli stóð en alla jafna. 328 atvik komu upp tengd umhverfi og aðstæðum á spítalanum á tímabilinu janúar til apríl í ár miðað við 298 í fyrra. 43 fleiri atvik komu upp á þessum tíma tengd meðferðum og rannsóknum, 174 atvik tengd lyfjameðferð, 142 tengd annars konar atvikum, 96 atvik tengd þjónustu. Þá urðu fjögur óvænt dauðsföll á tímabilinu. Ekki liggur fyrir hvort þau tengjast verkfallsaðgerðum og verið er að greina þau atvik sem hafa orðið vegna verkfallsins. Beðið um undanþágur vegna nautgripa Staða margra bænda hefur verið slæm í verkfallsaðgerðum dýralækna, veittar hafa verið undanþágur til heimaslátrunar varðandi svín og alifugla og síðustu daga bárust í auknum mæli undanþágur vegna slátrunar nautgripa. Þeim undanþágubeiðnum var öllum frestað . Vörur fastar í gámum Margar vörur hafa ekki fengið afgreiðslu vegna verkfalls 60 starfsmanna hjá Matvælastofnun og sumar þeirra liggja undir skemmdum. Plöntur, lífrænn áburður og kjötmeti eru á meðal varnings sem bíður í gámum við höfnina. 22.416 mál bíða hjá sýslumanni Verkföll hjá sýslumannsembættum hafa raskað lífi margra. Alls þarf að leysa úr 22.416 málum. 152 dánarbú þurfa nánari skoðun, 303 íslendingar bíða þess að skilja, giftast og fá úrskurðað forræði yfir börnum sínum og nærri því ellefuþúsund skjöl bíða þinglýsingar.
Verkfall 2016 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira