Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2015 10:53 Fólk er ósátt við að það stefni í lagasetningu á verkfall heilbrigðisstétta. Vísir/Valli Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og fleiri stétta í heilbrigðiskerfinu en félög þeirra eiga aðild að BHM. Mótmælin voru boðuð klukkan hálf ellefu en strax um tíuleytið var fólk tekið að streyma niður á Austurvöll. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, telur að nokkur hundruð manns hafi verið á staðnum þegar Vísir náði af honum tali rétt fyrir hálf ellefu í morgun. „Fólki hér er misboðið,“ segir hann afdráttarlaus. „Við lítum á það þannig að það sé verið að taka af okkur lýðræðislegan og sjálfsagðan samningarétt okkar. Alþingi sé að sýna okkur mikla vanvirðingu með því. Ég sé ekki að þeir séu búnir að ákveða, að með því að gefa okkur tveggja vikna fyrirvara, að Gerðardómur muni ákveða okkar laun, samþykki þeir frumvarpið það er að segja.“ Hann telur afar líklegt að lögin verði samþykkt en boðað var til lagasetningar í gærkvöldi.Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sést í fjarska ræða við mótmælendur.Vísir/ValliÓlafur segist þegar hafa heyrt af uppsögnum en mikil ósátt er innan stétta heilbrigðiskerfisins. Hann sagði í Fréttablaðinu að mikil vöntun væri á heilbrigðisstarfsmönnum í Evrópu og því væri lítið mál fyrir Íslendinga að fá vinnu erlendis. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Mótmælin standa yfir þar til Alþingi hefur tekið ákvörðun um lagasetningu á verkfallið.Forsvarsmenn BHM og félags hjúkrunarfræðinga ræða málin.Vísir/Valli Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og fleiri stétta í heilbrigðiskerfinu en félög þeirra eiga aðild að BHM. Mótmælin voru boðuð klukkan hálf ellefu en strax um tíuleytið var fólk tekið að streyma niður á Austurvöll. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, telur að nokkur hundruð manns hafi verið á staðnum þegar Vísir náði af honum tali rétt fyrir hálf ellefu í morgun. „Fólki hér er misboðið,“ segir hann afdráttarlaus. „Við lítum á það þannig að það sé verið að taka af okkur lýðræðislegan og sjálfsagðan samningarétt okkar. Alþingi sé að sýna okkur mikla vanvirðingu með því. Ég sé ekki að þeir séu búnir að ákveða, að með því að gefa okkur tveggja vikna fyrirvara, að Gerðardómur muni ákveða okkar laun, samþykki þeir frumvarpið það er að segja.“ Hann telur afar líklegt að lögin verði samþykkt en boðað var til lagasetningar í gærkvöldi.Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sést í fjarska ræða við mótmælendur.Vísir/ValliÓlafur segist þegar hafa heyrt af uppsögnum en mikil ósátt er innan stétta heilbrigðiskerfisins. Hann sagði í Fréttablaðinu að mikil vöntun væri á heilbrigðisstarfsmönnum í Evrópu og því væri lítið mál fyrir Íslendinga að fá vinnu erlendis. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Mótmælin standa yfir þar til Alþingi hefur tekið ákvörðun um lagasetningu á verkfallið.Forsvarsmenn BHM og félags hjúkrunarfræðinga ræða málin.Vísir/Valli
Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira