KR náði í stig á Selfossi og Berglind afgreiddi Aftureldingu | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2015 21:17 Eva Núra Abrahamsdóttir með boltann í Árbænum í kvöld. Elín Svavarsdóttir sækir að henni. Vísir/Ernir Þrír leikir fóru fram í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik og Fylkir unnu sína leiki og KR-konur náðu í stig á Selfossi.Selfoss klikkaði á víti og fullt af dauðafærum og varð að sætta sig við tvö töpuð stig í 1-1 jafntefli á heimavelli á móti nýliðum KR. KR vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð og nú sóttu KR-stelpur óvænt stig á Selfoss. KR-konur voru yfir í 57 mínútur í leiknum. Selfossliðið vann sex leiki í röð í deild og bikar en hefur aðeins náð í eitt stig út úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, klikkað á víti í upphafi leiks og Hulda Ósk Jónsdóttir kom KR síðan í 1-0 á 20. mínútu. Þannig var staðan fram á 77. mínútu þrátt fyrir stórsókn heimastúlkna. Magdalena Anna Reimus jafnaði þá metin eftir sendingu frá Donnu Kay Henry. Það urðu lokatölur leiksins.Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Fylki í 4-0 sigri á Aftureldingu en þetta var fyrsti sigur Fylkiskvenna síðan í fyrstu umferðinni í maí þegar liðið vann Selfoss. Berglind Björg skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en staðan var 1-0 í hálfleik.Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA á Kópavogsvellinum. Fanndís Friðriksdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði fyrra markið úr víti og lagði síðan upp það síðara fyrir félaga sinn Telmu Hjaltalín Þrastardóttur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik. Þetta er fimmti deildarsigur Blika í röð og þær eru nú með sjö stiga forskot á toppnum en Stjarnan og Selfoss geta minnkað það í leikjum sínum í þessari umferð.Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:Breiðablik - Þór/KA 2-0 1-0 Fanndís Friðriksdóttir, víti (19.), 2-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (40.)Fylkir - Afturelding 4-0 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (69.), 3-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (74.), 4-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (83.)Selfoss - KR 1-1 0-1 Hulda Ósk Jónsdóttir (20.), 1-1 Magdalena Anna Reimus (77.). Upplýsingar um markaskorara í leikjum kvöldsins eru fengnar frá fótbolti.net. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 2-0 | Fimmti sigur Blikastelpna í röð Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA á Kópavogsvellinum. 29. júní 2015 14:06 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik og Fylkir unnu sína leiki og KR-konur náðu í stig á Selfossi.Selfoss klikkaði á víti og fullt af dauðafærum og varð að sætta sig við tvö töpuð stig í 1-1 jafntefli á heimavelli á móti nýliðum KR. KR vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð og nú sóttu KR-stelpur óvænt stig á Selfoss. KR-konur voru yfir í 57 mínútur í leiknum. Selfossliðið vann sex leiki í röð í deild og bikar en hefur aðeins náð í eitt stig út úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, klikkað á víti í upphafi leiks og Hulda Ósk Jónsdóttir kom KR síðan í 1-0 á 20. mínútu. Þannig var staðan fram á 77. mínútu þrátt fyrir stórsókn heimastúlkna. Magdalena Anna Reimus jafnaði þá metin eftir sendingu frá Donnu Kay Henry. Það urðu lokatölur leiksins.Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Fylki í 4-0 sigri á Aftureldingu en þetta var fyrsti sigur Fylkiskvenna síðan í fyrstu umferðinni í maí þegar liðið vann Selfoss. Berglind Björg skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en staðan var 1-0 í hálfleik.Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA á Kópavogsvellinum. Fanndís Friðriksdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði fyrra markið úr víti og lagði síðan upp það síðara fyrir félaga sinn Telmu Hjaltalín Þrastardóttur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik. Þetta er fimmti deildarsigur Blika í röð og þær eru nú með sjö stiga forskot á toppnum en Stjarnan og Selfoss geta minnkað það í leikjum sínum í þessari umferð.Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:Breiðablik - Þór/KA 2-0 1-0 Fanndís Friðriksdóttir, víti (19.), 2-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (40.)Fylkir - Afturelding 4-0 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (69.), 3-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (74.), 4-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (83.)Selfoss - KR 1-1 0-1 Hulda Ósk Jónsdóttir (20.), 1-1 Magdalena Anna Reimus (77.). Upplýsingar um markaskorara í leikjum kvöldsins eru fengnar frá fótbolti.net.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 2-0 | Fimmti sigur Blikastelpna í röð Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA á Kópavogsvellinum. 29. júní 2015 14:06 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 2-0 | Fimmti sigur Blikastelpna í röð Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA á Kópavogsvellinum. 29. júní 2015 14:06