Algjört frost í kjaraviðræðum BHM og ríkisins Kjartan Hreinn Njálsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. júní 2015 14:24 Allt stefnir í að gerðardómur ákveði laun rúmlega 11 þúsund félagsmanna BHM. Síðasti samningafundur í kjaradeilunni var árangurslaus og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir ólíklegt að sáttasemjari boði til fundar fyrir mánaðamót. „Það væri þá aðeins ef að samninganefnd ríkisins kæmi að borðinu með nýtt tilboð,“ segir Þórunn. Með lögum á verkfallsaðgerðir félagsmanna BHM verður kjaradeilunni vísað í gerðardóm þann 1. júlí næstkomandi. Þannig er útlit fyrir að Hæstiréttur skipi þrjá einstaklinga í gerðardóm og þeir munu ákveða kjör félagsmanna BHM. „Dómurinn ákveður laun félaga í BHM fyrir 15. ágúst en á það ber að líta að við höfum stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og ætlum að reyna að hnekkja henni.“ Málið fékk flýtimeðferð fyrir héraðsdómi og hefur þegar verið þingfest. Málflutningur fer fram í byrjun næstu viku. „Í rauninni er búið að setja gerðardómi fyrir við hvað eigi að miða og hvernig eigi að setja niður laun félaga í BHM þannig að það má svo sem segja að hljóðið í okkar fólki sé jafnslæmt og það var þá. Það er ljóst að annar samningsaðilinn setti þessi lög til þess að reyna að lögleiða sitt tilboð, við sjáum ekki betur.“ Hún segir BHM hafa reynt að leiða ríkinu það fyrir sjónir að það og félagsmenn BHM hafi sameiginlega hagsmuni af því að meta menntun til launa, greiða fólki mannsæmandi laun og halda háskólamenntuðum í starfi á Íslandi. „En svo virðist sem að ríkið meti það með öðrum hætti.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Stuttum og árangurslausum“ fundi BHM og ríkisins slitið Formaður BHM segir ekki útlit fyrir annað en að deilan fari fyrir Gerðardóm. 23. júní 2015 17:32 Formaður BHM veit ekki við hverju skal búast á samningafundi í dag „Það verður bara að koma í ljós. Ef ríkið kemur með eitthvað nýtt þá skoðum við það bara.“ 23. júní 2015 13:20 Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Allt stefnir í að gerðardómur ákveði laun rúmlega 11 þúsund félagsmanna BHM. Síðasti samningafundur í kjaradeilunni var árangurslaus og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir ólíklegt að sáttasemjari boði til fundar fyrir mánaðamót. „Það væri þá aðeins ef að samninganefnd ríkisins kæmi að borðinu með nýtt tilboð,“ segir Þórunn. Með lögum á verkfallsaðgerðir félagsmanna BHM verður kjaradeilunni vísað í gerðardóm þann 1. júlí næstkomandi. Þannig er útlit fyrir að Hæstiréttur skipi þrjá einstaklinga í gerðardóm og þeir munu ákveða kjör félagsmanna BHM. „Dómurinn ákveður laun félaga í BHM fyrir 15. ágúst en á það ber að líta að við höfum stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og ætlum að reyna að hnekkja henni.“ Málið fékk flýtimeðferð fyrir héraðsdómi og hefur þegar verið þingfest. Málflutningur fer fram í byrjun næstu viku. „Í rauninni er búið að setja gerðardómi fyrir við hvað eigi að miða og hvernig eigi að setja niður laun félaga í BHM þannig að það má svo sem segja að hljóðið í okkar fólki sé jafnslæmt og það var þá. Það er ljóst að annar samningsaðilinn setti þessi lög til þess að reyna að lögleiða sitt tilboð, við sjáum ekki betur.“ Hún segir BHM hafa reynt að leiða ríkinu það fyrir sjónir að það og félagsmenn BHM hafi sameiginlega hagsmuni af því að meta menntun til launa, greiða fólki mannsæmandi laun og halda háskólamenntuðum í starfi á Íslandi. „En svo virðist sem að ríkið meti það með öðrum hætti.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Stuttum og árangurslausum“ fundi BHM og ríkisins slitið Formaður BHM segir ekki útlit fyrir annað en að deilan fari fyrir Gerðardóm. 23. júní 2015 17:32 Formaður BHM veit ekki við hverju skal búast á samningafundi í dag „Það verður bara að koma í ljós. Ef ríkið kemur með eitthvað nýtt þá skoðum við það bara.“ 23. júní 2015 13:20 Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
„Stuttum og árangurslausum“ fundi BHM og ríkisins slitið Formaður BHM segir ekki útlit fyrir annað en að deilan fari fyrir Gerðardóm. 23. júní 2015 17:32
Formaður BHM veit ekki við hverju skal búast á samningafundi í dag „Það verður bara að koma í ljós. Ef ríkið kemur með eitthvað nýtt þá skoðum við það bara.“ 23. júní 2015 13:20
Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00