Hverfandi líkur á að samningar takist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. júní 2015 18:30 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Vísir/Stefán Hverfandi líkur eru á að samningar takist á milli ríkisins og Bandalags háskólamanna áður deilan fer fyrir gerðardóm, að mati formanns BHM. Ríkissáttasemjari segir ekki tilefni til að boða til nýs samningafundar.Samningnefndir ríkisins og BHM hittust síðast á fundi í Karphúsinu á þriðjudaginn eftir hálfs mánaðar hlé. Fundurinn reyndist árangurslaus og hann stóð aðeins í nokkrar mínútur. Enginn nýr samningafundur hefur verið boðaður. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari að ekkert tilefni sé til að boða til nýs samningafundar að svo stöddu.Ef nýjir kjarasamningar nást ekki á milli ríkisins og BHM fyrir 1. júlí þá fær gerðardómur það verkefni að skera úr um kjör háskólamanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM telur litlar líkur á að samningar takist áður en deilan fer fyrir gerðardóm.„Ætli að maður verði ekki að segja að líkurnar á því séu hverfandi. Það hefur ekkert breyst. Síðasti fundur var árangurslaus. Samninganefnd ríkisins hefur ekkert gert til að koma til móts við okkur og til þess voru lögin sett, til þess að skrifa inn þær forsendur sem að hentuðu öðrum samningsaðilanum. Þannig að það stefnir allt að einu,“ segir Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn segir að ljóst hafi verið frá því um miðjan mánuðinn í hvað stefndi. „Það hafa engar forsendur breyst hinu megin við borðið,“ segir Þórunn.BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laganna sem stöðvuðu verkfallsaðgerðir þeirra. Þórunn vonar að niðurstaða liggi fyrir júlí.„Það er búið að þingfesta og málið verður tekið fyrir bráðlega og málflutningur 6. júlí og við fengum flýtimeðferð þannig að við eigum von á því að það falli dómur í júlímánuði í Héraðsdómi,“ segir Þórunn. Verkfall 2016 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Hverfandi líkur eru á að samningar takist á milli ríkisins og Bandalags háskólamanna áður deilan fer fyrir gerðardóm, að mati formanns BHM. Ríkissáttasemjari segir ekki tilefni til að boða til nýs samningafundar.Samningnefndir ríkisins og BHM hittust síðast á fundi í Karphúsinu á þriðjudaginn eftir hálfs mánaðar hlé. Fundurinn reyndist árangurslaus og hann stóð aðeins í nokkrar mínútur. Enginn nýr samningafundur hefur verið boðaður. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari að ekkert tilefni sé til að boða til nýs samningafundar að svo stöddu.Ef nýjir kjarasamningar nást ekki á milli ríkisins og BHM fyrir 1. júlí þá fær gerðardómur það verkefni að skera úr um kjör háskólamanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM telur litlar líkur á að samningar takist áður en deilan fer fyrir gerðardóm.„Ætli að maður verði ekki að segja að líkurnar á því séu hverfandi. Það hefur ekkert breyst. Síðasti fundur var árangurslaus. Samninganefnd ríkisins hefur ekkert gert til að koma til móts við okkur og til þess voru lögin sett, til þess að skrifa inn þær forsendur sem að hentuðu öðrum samningsaðilanum. Þannig að það stefnir allt að einu,“ segir Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn segir að ljóst hafi verið frá því um miðjan mánuðinn í hvað stefndi. „Það hafa engar forsendur breyst hinu megin við borðið,“ segir Þórunn.BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laganna sem stöðvuðu verkfallsaðgerðir þeirra. Þórunn vonar að niðurstaða liggi fyrir júlí.„Það er búið að þingfesta og málið verður tekið fyrir bráðlega og málflutningur 6. júlí og við fengum flýtimeðferð þannig að við eigum von á því að það falli dómur í júlímánuði í Héraðsdómi,“ segir Þórunn.
Verkfall 2016 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira