„Stórfelld markaðsmisnotkun“ stunduð í deild eigin viðskipta Kaupþings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2015 16:16 Frá aðalmeðferð málsins í maí síðastliðnum. vísir/gva Það er mat fjölskipaðs héraðsdóms að í deild eigin viðskipta hjá Kaupþingi hafi verið stunduð „stórfelld markaðsmisnotkun,“ en sex fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur bankans voru í dag sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Topparnir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Inólfur Helgason voru allir sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun auk Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Þá voru undirmenn hans, verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, einnig sakfelldir.Ekki fallist á skýringar um að Kaupþing hafi verið með vakt í eigin bréfumÁ ákærutímabilinu keyptu Pétur og Birnir mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta bankans. Vildi ákæruvaldið meina að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða þar sem markmið kaupanna hafi verið að halda verði bréfanna uppi eða koma í veg fyrir að það félli. Þá hafi mikil kaup eigin viðskipta verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir bréfunum ranglega eða misvísandi til kynna. Dómurinn gefur lítið fyrir skýringar ákærðu á því að Kaupþing hafi verið með viðskiptavakt í sjálfum sér í fjölda ára og keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Ákærðu hafi þar af leiðandi talið að starfseminn væri innan ramma laganna auk þess sem öllum hafi verið kunnugt um vaktina, bæði markaðsaðilum sem og eftirlitsaðilum. „Á þetta er ekki hægt að fallast. Hér að framan var starfseminni lýst og komist að þeirri niðurstöðu að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða. Við mat á því skiptir engu máli hvað öðrum kann að hafa verið kunnugt um og heldur ekki hvort eftirlitsaðilar hafi séð ástæðu til afskipta af starfseminni eða ekki. Hið sama á við um æltað afskiptaleysi eftirlitsstofnana bankans sjálfs, regluvarðar og innri endurskoðunar.“„Ótrúverðugt“ að Hreiðar og Sigurður hafi ekki vitað hvernig deildin vannDómurinn telur sannað með vísun til framburðar Birnis og Péturs, sem styðst við framburð Ingólfs og Einars, að verðbréfasalarnir hafi stundað markaðsmisnotkun eins og henni var lýst í ákæru. Eiga þeir að hafa stundað viðskipti með bréf í Kaupþingi að undirlagi Einars Pálma, Ingólfs, Hreiðars og Sigurðar. Dómurinn telur sannað að svo hafi verið og segir þetta um aðkomu Hreiðars og Sigurðar: „[...] þegar höfð er í huga staða ákærðu, Hreiðars Más og Sigurðar, í bankanum er ekki óvarlegt að telja sannað, þrátt fyrir neitun þeirra, að markaðsmisnotkunin hafi einnig verið að undirlagi þeirra. Hér verður að hafa í huga að hún stóð allt ákærutímabilið og fram hefur komið í málinu að deild eigin viðskipta hafi unnið á sama hátt allt frá því að hlutabréf bankans voru sett á markað. Að mati dómsins er ótrúverðugt að æðstu stjórnendum bankans hafi ekki verið kunnugt um hvernig deildin vann.“ Dóminn má lesa í heild sinni hér. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á ríkið. 26. júní 2015 15:15 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Það er mat fjölskipaðs héraðsdóms að í deild eigin viðskipta hjá Kaupþingi hafi verið stunduð „stórfelld markaðsmisnotkun,“ en sex fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur bankans voru í dag sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Topparnir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Inólfur Helgason voru allir sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun auk Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Þá voru undirmenn hans, verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, einnig sakfelldir.Ekki fallist á skýringar um að Kaupþing hafi verið með vakt í eigin bréfumÁ ákærutímabilinu keyptu Pétur og Birnir mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta bankans. Vildi ákæruvaldið meina að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða þar sem markmið kaupanna hafi verið að halda verði bréfanna uppi eða koma í veg fyrir að það félli. Þá hafi mikil kaup eigin viðskipta verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir bréfunum ranglega eða misvísandi til kynna. Dómurinn gefur lítið fyrir skýringar ákærðu á því að Kaupþing hafi verið með viðskiptavakt í sjálfum sér í fjölda ára og keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Ákærðu hafi þar af leiðandi talið að starfseminn væri innan ramma laganna auk þess sem öllum hafi verið kunnugt um vaktina, bæði markaðsaðilum sem og eftirlitsaðilum. „Á þetta er ekki hægt að fallast. Hér að framan var starfseminni lýst og komist að þeirri niðurstöðu að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða. Við mat á því skiptir engu máli hvað öðrum kann að hafa verið kunnugt um og heldur ekki hvort eftirlitsaðilar hafi séð ástæðu til afskipta af starfseminni eða ekki. Hið sama á við um æltað afskiptaleysi eftirlitsstofnana bankans sjálfs, regluvarðar og innri endurskoðunar.“„Ótrúverðugt“ að Hreiðar og Sigurður hafi ekki vitað hvernig deildin vannDómurinn telur sannað með vísun til framburðar Birnis og Péturs, sem styðst við framburð Ingólfs og Einars, að verðbréfasalarnir hafi stundað markaðsmisnotkun eins og henni var lýst í ákæru. Eiga þeir að hafa stundað viðskipti með bréf í Kaupþingi að undirlagi Einars Pálma, Ingólfs, Hreiðars og Sigurðar. Dómurinn telur sannað að svo hafi verið og segir þetta um aðkomu Hreiðars og Sigurðar: „[...] þegar höfð er í huga staða ákærðu, Hreiðars Más og Sigurðar, í bankanum er ekki óvarlegt að telja sannað, þrátt fyrir neitun þeirra, að markaðsmisnotkunin hafi einnig verið að undirlagi þeirra. Hér verður að hafa í huga að hún stóð allt ákærutímabilið og fram hefur komið í málinu að deild eigin viðskipta hafi unnið á sama hátt allt frá því að hlutabréf bankans voru sett á markað. Að mati dómsins er ótrúverðugt að æðstu stjórnendum bankans hafi ekki verið kunnugt um hvernig deildin vann.“ Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á ríkið. 26. júní 2015 15:15 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15
Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á ríkið. 26. júní 2015 15:15