Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2015 22:30 Brandon Thatch er virkilega öflugur bardagakappi. vísir/getty UFC-bardagasambandið er búið að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar Nelson til að berjast við á UFC 189-kvöldinu sem fram fer í Las Vegas 11. júlí. Sá hinn sami heitir Brandon Thatch og er 29 ára gamall Bandaríkjamaður, en þetta staðfesti Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, við Vísi nú undir kvöld. Gunnar átti að berjast við annan Bandaríkjamann, John Hathaway, og hefur undirbúið sig fyrir bardaga gegn honum. Hathaway meiddist svo á æfingu og var tilkynnt fyrr í kvöld að hann væri hættur við. „Thatch er hærra skrifaður en John Hathaway. Þetta er bara enn meira spennandi fyrir vikið og óhætt að segja að Gunni sé að fá erfiðari andstæðing en hann átti upprunalega að berjast við,“ segir Haraldur . Thatch átti að berjast sama kvöld og Gunnar gegn öðrum mótherja og hefur því verið að æfa stíft. Thatch var einfaldlega færður upp í aðalhluta kvöldsins til að berjast gegn Gunnari. „Þessi strákur er virkilega öflugur bardagamaður og mun betri að klára sína bardaga heldur en Hathaway,“ segir Haraldur Nelson um andstæðing sonar síns. Brandon Thatch á að baki þrettán bardaga í MMA. Hann vann ellefu þeirra og tapaði tveimur, en árangur hans í UFC er 2-1. Hann tapaði síðasta bardaga sínum gegn hinum svakalega öfluga Benson Henderson, fyrrverandi UFC-meistara. Thatch hefur aldrei á sínum atvinnumannaferli klárað bardaga á dómaraúrskurði heldur afgreiðir hann andstæðinga sína með höggum, spörkum eða í gólfinu.UFC 189 þar sem Gunnar Nelson berst og tveir bardagar um heimsmeistaratitla fara fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD 11. júlí. MMA Tengdar fréttir Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson á fullu með UFC að finna nýjan andstæðing fyrir bardagakvöldið 11. júlí. 23. júní 2015 20:37 Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189 Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins. 22. júní 2015 12:30 Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
UFC-bardagasambandið er búið að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar Nelson til að berjast við á UFC 189-kvöldinu sem fram fer í Las Vegas 11. júlí. Sá hinn sami heitir Brandon Thatch og er 29 ára gamall Bandaríkjamaður, en þetta staðfesti Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, við Vísi nú undir kvöld. Gunnar átti að berjast við annan Bandaríkjamann, John Hathaway, og hefur undirbúið sig fyrir bardaga gegn honum. Hathaway meiddist svo á æfingu og var tilkynnt fyrr í kvöld að hann væri hættur við. „Thatch er hærra skrifaður en John Hathaway. Þetta er bara enn meira spennandi fyrir vikið og óhætt að segja að Gunni sé að fá erfiðari andstæðing en hann átti upprunalega að berjast við,“ segir Haraldur . Thatch átti að berjast sama kvöld og Gunnar gegn öðrum mótherja og hefur því verið að æfa stíft. Thatch var einfaldlega færður upp í aðalhluta kvöldsins til að berjast gegn Gunnari. „Þessi strákur er virkilega öflugur bardagamaður og mun betri að klára sína bardaga heldur en Hathaway,“ segir Haraldur Nelson um andstæðing sonar síns. Brandon Thatch á að baki þrettán bardaga í MMA. Hann vann ellefu þeirra og tapaði tveimur, en árangur hans í UFC er 2-1. Hann tapaði síðasta bardaga sínum gegn hinum svakalega öfluga Benson Henderson, fyrrverandi UFC-meistara. Thatch hefur aldrei á sínum atvinnumannaferli klárað bardaga á dómaraúrskurði heldur afgreiðir hann andstæðinga sína með höggum, spörkum eða í gólfinu.UFC 189 þar sem Gunnar Nelson berst og tveir bardagar um heimsmeistaratitla fara fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD 11. júlí.
MMA Tengdar fréttir Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson á fullu með UFC að finna nýjan andstæðing fyrir bardagakvöldið 11. júlí. 23. júní 2015 20:37 Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189 Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins. 22. júní 2015 12:30 Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson á fullu með UFC að finna nýjan andstæðing fyrir bardagakvöldið 11. júlí. 23. júní 2015 20:37
Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189 Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins. 22. júní 2015 12:30