Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. júní 2015 19:34 Frá Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti 170 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingar segja fulla alvöru að baki uppsögnunum og að stór hluti muni ekki draga þær til baka þrátt fyrir að samningar náist. Þær muni hafa meiri áhrif á heilbrigðiskerfið en verkfallið hafði nokkurn tímann. Meðal þeirra sem hafa sagt starfi sínu lausu eru þær Rósa Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðalyflækningasviði Landspítalans, og Guðrún Ösp Theodórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Það gerði útslagið þegar það voru sett lög á okkur,“ segir Rósa. „Mér fannst það vera niðurlægjandi, það er ekki á okkur hlustað, það er gert lítið úr okkur og mér finnst okkur stillt upp við vegg.“Sjá einnig: „Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ „Ég er búin að vera að berjast í átta ár í þessu heilbrigðiskerfi og ég get ekki framfleytt börnunum mínum ein og ég ætla bara að finna mér vinnu þar sem ég get gert það,“ segir Guðrún. Rósa er með norskt hjúkrunarleyfi og reiknar með að fara til Noregs. Hún tekur þó fram að hún vilji starfa hér á landi og tekur Guðrún undir þetta. „Ég er búin að sækja um fjögur störf hér á landi og er að sækja um norsk hjúkrunarleyfi,“ segir Guðrún.Að minnsta kosti 170 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu á Landspítalanum.Vísir/VilhelmMun segja upp 1. júlíHelga María Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítalans, hefur ekki sagt starfi sínu lausu en kemur til með að gera það 1. júlí næstkomandi ef ekki verður búið að semja í deilunni. Hún er einnig búin að sækja um norskt hjúkrunarleyfi.Veistu um marga sem eru í þinni stöðu: Er misboðið með stöðuna og eru að íhuga uppsögn?„Já, ég veit um mjög marga. Mjög margir tilbúnir með bréfið í vasanum,“ segir Helga.Sjá einnig: Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Þær segja allar að það sé full alvara á bakvið uppsagnir hjúkrunarfræðinga. „Ef þessir hjúkrunarfræðingar segja upp, sem eru búnir að gera það, þá mun það hafa gríðarleg áhrif og mun meiri áhrif heldur en verkfallið hafði,“ segir Helga.Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til bakaÁttu von á því að stór hluti þessara hjúkrunarfræðinga muni draga uppsagnir sínar til baka ef samningar nást fyrir 1. júlí?„Einhverjir munu gera það, en það er nú þegar stór hluti hjúkrunarfræðinga sem ætlar ekki að gera það og það er bara alveg rosalegt,“ segir Rósa. „Við erum strax búin að missa stóran hluta af hjúkrunarfræðingum. Við erum kannski búin að missa einhverja tugi hjúkrunarfræðinga. Það er alveg sama hvað verður samið um, þeir eru bara farnir.“ Guðrún segir að léleg launakjör sé ekki eina ástæðan að baki uppsögnum hjúkrunarfræðinga. Vinnuaðstaðan og tækjabúnaður hafi einnig áhrif. „Við erum öll að vinna á við þrjá,“ segir Guðrún. „Í minni vinnu get ég ekki orðið lasin. Ég sendi börnin mín veik í skólann og bíð bara eftir að það sé hringt í mig frá kennaranum. Ég lenti inn á spítala um daginn og var beðinn um að taka vaktina daginn eftir.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Hjúkrunarfræðingar segja stjórnvöld senda þeim fingurinn með fyrirhugaðri lagasetningu á verkfall. Mikill fjöldi hyggst segja starfi sínu lausu. Börn og makar fylgja hjúkrunarfræðingum sem ætla að leita nýrra starfa í nágrannalöndunum. 13. júní 2015 07:00 Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. 19. júní 2015 10:26 Engin aðgerðaráætlun og enginn hvati til að semja Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, undrast að stjórnvöld hafi ekki gert neina aðgerðaráætlun vegna fjöldauppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann segir til lítils að treysta á að málin leysist við samningaborðið þegar deiluaðilar hittist ekki einu sinni til að ræða málin. 21. júní 2015 19:30 Launaseðlar hjúkrunarfræðinga: „Minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla“ Hjúkrunarfræðingar birta launaseðla sína opinberlega. 11. júní 2015 14:18 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Að minnsta kosti 170 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingar segja fulla alvöru að baki uppsögnunum og að stór hluti muni ekki draga þær til baka þrátt fyrir að samningar náist. Þær muni hafa meiri áhrif á heilbrigðiskerfið en verkfallið hafði nokkurn tímann. Meðal þeirra sem hafa sagt starfi sínu lausu eru þær Rósa Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðalyflækningasviði Landspítalans, og Guðrún Ösp Theodórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Það gerði útslagið þegar það voru sett lög á okkur,“ segir Rósa. „Mér fannst það vera niðurlægjandi, það er ekki á okkur hlustað, það er gert lítið úr okkur og mér finnst okkur stillt upp við vegg.“Sjá einnig: „Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ „Ég er búin að vera að berjast í átta ár í þessu heilbrigðiskerfi og ég get ekki framfleytt börnunum mínum ein og ég ætla bara að finna mér vinnu þar sem ég get gert það,“ segir Guðrún. Rósa er með norskt hjúkrunarleyfi og reiknar með að fara til Noregs. Hún tekur þó fram að hún vilji starfa hér á landi og tekur Guðrún undir þetta. „Ég er búin að sækja um fjögur störf hér á landi og er að sækja um norsk hjúkrunarleyfi,“ segir Guðrún.Að minnsta kosti 170 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu á Landspítalanum.Vísir/VilhelmMun segja upp 1. júlíHelga María Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítalans, hefur ekki sagt starfi sínu lausu en kemur til með að gera það 1. júlí næstkomandi ef ekki verður búið að semja í deilunni. Hún er einnig búin að sækja um norskt hjúkrunarleyfi.Veistu um marga sem eru í þinni stöðu: Er misboðið með stöðuna og eru að íhuga uppsögn?„Já, ég veit um mjög marga. Mjög margir tilbúnir með bréfið í vasanum,“ segir Helga.Sjá einnig: Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Þær segja allar að það sé full alvara á bakvið uppsagnir hjúkrunarfræðinga. „Ef þessir hjúkrunarfræðingar segja upp, sem eru búnir að gera það, þá mun það hafa gríðarleg áhrif og mun meiri áhrif heldur en verkfallið hafði,“ segir Helga.Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til bakaÁttu von á því að stór hluti þessara hjúkrunarfræðinga muni draga uppsagnir sínar til baka ef samningar nást fyrir 1. júlí?„Einhverjir munu gera það, en það er nú þegar stór hluti hjúkrunarfræðinga sem ætlar ekki að gera það og það er bara alveg rosalegt,“ segir Rósa. „Við erum strax búin að missa stóran hluta af hjúkrunarfræðingum. Við erum kannski búin að missa einhverja tugi hjúkrunarfræðinga. Það er alveg sama hvað verður samið um, þeir eru bara farnir.“ Guðrún segir að léleg launakjör sé ekki eina ástæðan að baki uppsögnum hjúkrunarfræðinga. Vinnuaðstaðan og tækjabúnaður hafi einnig áhrif. „Við erum öll að vinna á við þrjá,“ segir Guðrún. „Í minni vinnu get ég ekki orðið lasin. Ég sendi börnin mín veik í skólann og bíð bara eftir að það sé hringt í mig frá kennaranum. Ég lenti inn á spítala um daginn og var beðinn um að taka vaktina daginn eftir.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Hjúkrunarfræðingar segja stjórnvöld senda þeim fingurinn með fyrirhugaðri lagasetningu á verkfall. Mikill fjöldi hyggst segja starfi sínu lausu. Börn og makar fylgja hjúkrunarfræðingum sem ætla að leita nýrra starfa í nágrannalöndunum. 13. júní 2015 07:00 Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. 19. júní 2015 10:26 Engin aðgerðaráætlun og enginn hvati til að semja Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, undrast að stjórnvöld hafi ekki gert neina aðgerðaráætlun vegna fjöldauppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann segir til lítils að treysta á að málin leysist við samningaborðið þegar deiluaðilar hittist ekki einu sinni til að ræða málin. 21. júní 2015 19:30 Launaseðlar hjúkrunarfræðinga: „Minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla“ Hjúkrunarfræðingar birta launaseðla sína opinberlega. 11. júní 2015 14:18 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Hjúkrunarfræðingar segja stjórnvöld senda þeim fingurinn með fyrirhugaðri lagasetningu á verkfall. Mikill fjöldi hyggst segja starfi sínu lausu. Börn og makar fylgja hjúkrunarfræðingum sem ætla að leita nýrra starfa í nágrannalöndunum. 13. júní 2015 07:00
Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. 19. júní 2015 10:26
Engin aðgerðaráætlun og enginn hvati til að semja Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, undrast að stjórnvöld hafi ekki gert neina aðgerðaráætlun vegna fjöldauppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann segir til lítils að treysta á að málin leysist við samningaborðið þegar deiluaðilar hittist ekki einu sinni til að ræða málin. 21. júní 2015 19:30
Launaseðlar hjúkrunarfræðinga: „Minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla“ Hjúkrunarfræðingar birta launaseðla sína opinberlega. 11. júní 2015 14:18
42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22