Ricciardo útilokar ekki að fara til Ferrari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. júní 2015 23:00 Daniel Ricciardo nagar neglurnar yfir framhaldinu. Vísir/Getty Hver ekur fyrir Ferrari á næsta ári? Sú spurning brennur á allra vörum. Nú hefur Daniel Ricciardo viðurkennt áhuga á sæti Kimi Raikkonen. Samningur Kimi Raikkonen er endurnýjanlegur við lok tímabilsins, Raikkonen hefur hins vegar ekki staðið sig nógu vel til að vera alveg öruggur með að halda sæti sínu. Í kjölfarið hafa margir verið nefndir sem mögulegir arftakar hans hjá Ferrari. Valtteri Bottas, Esteban Gutierrez, Nico Hulkenberg og nú síðast Daniel Ricciardo. Aðspurður hvort Ricciardo myndi hafa áhuga ef Ferrari kæmi leitandi til hans sagði Ástralinn: „Það sem ég vil er að vinna, svo einfalt er það. Það hefur verið það sem angrar mig mest í ár að við erum ekki í stöðu til að vinna keppnir, sem ökumaður er það allt sem maður vill.“ Samningar Ricciardo og Red Bull gætu þó staðið í vegi fyrir för hans til Ferrari eins og ökumaðurinn nefndi. „Þegar kemur að samningum þá vandast málin, það er ekki svo einfalt að ég geti sagt já ég ætla að fara til Ferrari og þá sé það komið. Það er ýmislegt sem kemur í veg fyrir það og eins og ég skil hlutina er ekki líklegt að ég geti farið neitt.“ „Ég hef fulla trú á að Red Bull geti snúið við blaðinu fyrir næsta tímabil og komið bílnum aftur á toppinn. Það er ennþá mikið af góðu fólki innan liðsins og hráefnið er til staðar, við þurfum bara að taka næstu skref - sem verða a vera réttu skrefin og þá held ég að við komumst á toppinn,“ sagði Ricciardo. „Hvað varðar Ferrari þá er það auðvitað gaman að vita að akstur minn vekur athygli þar. Ég tek því sem hrósi og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Ricciardo að lokum. Færi Ricciardo til Ferrari yrði liðsfélagi hans að öllum líkindum Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari og fyrrum liðsfélagi Ricciardo frá síðasta ári. Mörgum er það í fersku minni hversu mikið betur Ricciardo ók hjá Red Bull í fyrra en Vettel. Sú keppni rði áhugaverð hjá nýju liði. Formúla Tengdar fréttir Sjáðu ógöngur Raikkonen og Alonso og allt það helsta í austurríska kappakstrinum Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í austurríska kappaksturinn, en liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar. 21. júní 2015 17:00 Nýr bíll Force India vekur tilhlökkun Force India ætlar að kynna nýjan bíl þessa helgi á Silverstone brautinni í Bretlandi. Liðið er fullt tilhlökkunar samkvæmt Vijay Mallya, liðsstjóra Force India. 29. júní 2015 22:45 Lowe: Bjuggum okkur undir harða keppni við Ferrari Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn annað árið í röð og minnkaði bilið í Lewis Hamilton niður í 10 stig í heimsmeistarakeppni ökumnanna. 21. júní 2015 14:30 Nico Rosberg vann í Austurríki Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 21. júní 2015 13:37 Bílskúrinn: Allt markvert frá Austurríki Nico Rosberg bítur frá sér, nælir í 25 stig og gerir það með glans. Kimi Raikkonen verður undir Fernando Alonso, Williams stelur verðlaunum af Ferrari. 22. júní 2015 23:30 Arrivabene: Bottas meðal margra sem hafa haft samband Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segir marga ökumenn hafa haft samband við sig með það fyrir augum að aka fyrir Ferrari í náinni framtíð. 28. júní 2015 22:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hver ekur fyrir Ferrari á næsta ári? Sú spurning brennur á allra vörum. Nú hefur Daniel Ricciardo viðurkennt áhuga á sæti Kimi Raikkonen. Samningur Kimi Raikkonen er endurnýjanlegur við lok tímabilsins, Raikkonen hefur hins vegar ekki staðið sig nógu vel til að vera alveg öruggur með að halda sæti sínu. Í kjölfarið hafa margir verið nefndir sem mögulegir arftakar hans hjá Ferrari. Valtteri Bottas, Esteban Gutierrez, Nico Hulkenberg og nú síðast Daniel Ricciardo. Aðspurður hvort Ricciardo myndi hafa áhuga ef Ferrari kæmi leitandi til hans sagði Ástralinn: „Það sem ég vil er að vinna, svo einfalt er það. Það hefur verið það sem angrar mig mest í ár að við erum ekki í stöðu til að vinna keppnir, sem ökumaður er það allt sem maður vill.“ Samningar Ricciardo og Red Bull gætu þó staðið í vegi fyrir för hans til Ferrari eins og ökumaðurinn nefndi. „Þegar kemur að samningum þá vandast málin, það er ekki svo einfalt að ég geti sagt já ég ætla að fara til Ferrari og þá sé það komið. Það er ýmislegt sem kemur í veg fyrir það og eins og ég skil hlutina er ekki líklegt að ég geti farið neitt.“ „Ég hef fulla trú á að Red Bull geti snúið við blaðinu fyrir næsta tímabil og komið bílnum aftur á toppinn. Það er ennþá mikið af góðu fólki innan liðsins og hráefnið er til staðar, við þurfum bara að taka næstu skref - sem verða a vera réttu skrefin og þá held ég að við komumst á toppinn,“ sagði Ricciardo. „Hvað varðar Ferrari þá er það auðvitað gaman að vita að akstur minn vekur athygli þar. Ég tek því sem hrósi og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Ricciardo að lokum. Færi Ricciardo til Ferrari yrði liðsfélagi hans að öllum líkindum Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari og fyrrum liðsfélagi Ricciardo frá síðasta ári. Mörgum er það í fersku minni hversu mikið betur Ricciardo ók hjá Red Bull í fyrra en Vettel. Sú keppni rði áhugaverð hjá nýju liði.
Formúla Tengdar fréttir Sjáðu ógöngur Raikkonen og Alonso og allt það helsta í austurríska kappakstrinum Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í austurríska kappaksturinn, en liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar. 21. júní 2015 17:00 Nýr bíll Force India vekur tilhlökkun Force India ætlar að kynna nýjan bíl þessa helgi á Silverstone brautinni í Bretlandi. Liðið er fullt tilhlökkunar samkvæmt Vijay Mallya, liðsstjóra Force India. 29. júní 2015 22:45 Lowe: Bjuggum okkur undir harða keppni við Ferrari Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn annað árið í röð og minnkaði bilið í Lewis Hamilton niður í 10 stig í heimsmeistarakeppni ökumnanna. 21. júní 2015 14:30 Nico Rosberg vann í Austurríki Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 21. júní 2015 13:37 Bílskúrinn: Allt markvert frá Austurríki Nico Rosberg bítur frá sér, nælir í 25 stig og gerir það með glans. Kimi Raikkonen verður undir Fernando Alonso, Williams stelur verðlaunum af Ferrari. 22. júní 2015 23:30 Arrivabene: Bottas meðal margra sem hafa haft samband Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segir marga ökumenn hafa haft samband við sig með það fyrir augum að aka fyrir Ferrari í náinni framtíð. 28. júní 2015 22:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sjáðu ógöngur Raikkonen og Alonso og allt það helsta í austurríska kappakstrinum Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í austurríska kappaksturinn, en liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar. 21. júní 2015 17:00
Nýr bíll Force India vekur tilhlökkun Force India ætlar að kynna nýjan bíl þessa helgi á Silverstone brautinni í Bretlandi. Liðið er fullt tilhlökkunar samkvæmt Vijay Mallya, liðsstjóra Force India. 29. júní 2015 22:45
Lowe: Bjuggum okkur undir harða keppni við Ferrari Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn annað árið í röð og minnkaði bilið í Lewis Hamilton niður í 10 stig í heimsmeistarakeppni ökumnanna. 21. júní 2015 14:30
Nico Rosberg vann í Austurríki Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 21. júní 2015 13:37
Bílskúrinn: Allt markvert frá Austurríki Nico Rosberg bítur frá sér, nælir í 25 stig og gerir það með glans. Kimi Raikkonen verður undir Fernando Alonso, Williams stelur verðlaunum af Ferrari. 22. júní 2015 23:30
Arrivabene: Bottas meðal margra sem hafa haft samband Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segir marga ökumenn hafa haft samband við sig með það fyrir augum að aka fyrir Ferrari í náinni framtíð. 28. júní 2015 22:30