Fram fær heimili | Alltaf verið gestir á okkar heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2015 13:30 Mynd/Samsett Fram mun á fimmtudaginn spila sinn fyrsta heimaleik á Íslandsmóti í meistaraflokki karla í Úlfarsárdal þegar liðið tekur á móti HK í 1. deild karla. Fram hefur árum saman spilað á Laugardalsvelli en undanfarin ár hefur staðið til að flytja félagið úr Safamýrinni upp í Úlfarsárdal. Hrunið setti hins vegar strik í reikninginn og framkvæmdir hafa tafist. „Okkur hefur vantað að vera á heimavelli og fá að gera fínt í kringum okkur. Ómar Stefánsson hjá Reykjavíkurborg hefur reynst okkur frábærlega og nú er þetta allt að gera sig,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi í dag. „Auðvitað er ýmislegt sem má setja út á í aðstöðunni svona í upphafi en þetta er mjög flott mál fyrir okkur. Það er frábært fyrir okkur að fá að komast loksins upp eftir og fá fólkið í hverfinu með okkur. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og vilja frá því.“ Til stendur að reisa stærri íþróttamannvirki á næstu árum og stúku við völlinn sem stenst allar kröfur fyrir árið 2019. Sverrir segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort þær áætlanir standist. „Það er allt seinni tíma mál og Reykjavíkurborg er með sína aðkomu að því öllu saman. Ég veit alla vega ekki betur en að við séum fluttir upp eftir til frambúðar og munum framvegis spila okkar leiki þar, þó svo að það sé aldrei hægt að fullyrða neitt um framtíðina.“ Ljóst er að Fram þyrfti undanþágu til að spila á vellinum komist félagið aftur upp í efstu deild áður en stúkan rís. En félög hafa áður fengið undanþágur frá leyfiskerfi séu áætlanir um að reisa fullnægjandi aðstöðu. Sverrir segir að þrátt fyrir seinagang síðastliðinna ára beri að hrósa Reykjavíkurborg fyrir það sem vel er gert. „Menn gera eins vel og þeir geta og þeir sem starfa fyrir borgina hafa alltaf reynst okkur frábærlega,“ sagði Sverrir sem vonast eftir því að stuðningsmannahópur félagsins breikki nú þegar félagið er með nýtt hverfi á bak við sig. „Það er gríðarlegur fjöldi að æfa þarna og við höfum orðið varir við gríðarlega mikla stemningu í hverfinu, bæði hjá iðkendum og foreldrum. Það er frábær tilfinning enda höfum við aldrei átt okkar eigin heimavöll - við höfum alltaf verið gestir þar sem við spilum. Við erum því mjög spenntir fyrir öllu saman.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Styttist í fyrsta deildarleik Fram í Úlfarsárdalnum Meistaraflokkur Fram leikur sinn fyrsta leik á Íslandsmóti á framtíðarsvæði félagsins í Úlfarsárdal á fimmtudaginn þegar HK kemur í heimsókn. 30. júní 2015 10:30 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Fram mun á fimmtudaginn spila sinn fyrsta heimaleik á Íslandsmóti í meistaraflokki karla í Úlfarsárdal þegar liðið tekur á móti HK í 1. deild karla. Fram hefur árum saman spilað á Laugardalsvelli en undanfarin ár hefur staðið til að flytja félagið úr Safamýrinni upp í Úlfarsárdal. Hrunið setti hins vegar strik í reikninginn og framkvæmdir hafa tafist. „Okkur hefur vantað að vera á heimavelli og fá að gera fínt í kringum okkur. Ómar Stefánsson hjá Reykjavíkurborg hefur reynst okkur frábærlega og nú er þetta allt að gera sig,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi í dag. „Auðvitað er ýmislegt sem má setja út á í aðstöðunni svona í upphafi en þetta er mjög flott mál fyrir okkur. Það er frábært fyrir okkur að fá að komast loksins upp eftir og fá fólkið í hverfinu með okkur. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og vilja frá því.“ Til stendur að reisa stærri íþróttamannvirki á næstu árum og stúku við völlinn sem stenst allar kröfur fyrir árið 2019. Sverrir segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort þær áætlanir standist. „Það er allt seinni tíma mál og Reykjavíkurborg er með sína aðkomu að því öllu saman. Ég veit alla vega ekki betur en að við séum fluttir upp eftir til frambúðar og munum framvegis spila okkar leiki þar, þó svo að það sé aldrei hægt að fullyrða neitt um framtíðina.“ Ljóst er að Fram þyrfti undanþágu til að spila á vellinum komist félagið aftur upp í efstu deild áður en stúkan rís. En félög hafa áður fengið undanþágur frá leyfiskerfi séu áætlanir um að reisa fullnægjandi aðstöðu. Sverrir segir að þrátt fyrir seinagang síðastliðinna ára beri að hrósa Reykjavíkurborg fyrir það sem vel er gert. „Menn gera eins vel og þeir geta og þeir sem starfa fyrir borgina hafa alltaf reynst okkur frábærlega,“ sagði Sverrir sem vonast eftir því að stuðningsmannahópur félagsins breikki nú þegar félagið er með nýtt hverfi á bak við sig. „Það er gríðarlegur fjöldi að æfa þarna og við höfum orðið varir við gríðarlega mikla stemningu í hverfinu, bæði hjá iðkendum og foreldrum. Það er frábær tilfinning enda höfum við aldrei átt okkar eigin heimavöll - við höfum alltaf verið gestir þar sem við spilum. Við erum því mjög spenntir fyrir öllu saman.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Styttist í fyrsta deildarleik Fram í Úlfarsárdalnum Meistaraflokkur Fram leikur sinn fyrsta leik á Íslandsmóti á framtíðarsvæði félagsins í Úlfarsárdal á fimmtudaginn þegar HK kemur í heimsókn. 30. júní 2015 10:30 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Styttist í fyrsta deildarleik Fram í Úlfarsárdalnum Meistaraflokkur Fram leikur sinn fyrsta leik á Íslandsmóti á framtíðarsvæði félagsins í Úlfarsárdal á fimmtudaginn þegar HK kemur í heimsókn. 30. júní 2015 10:30