Facebook færði konuna úr skugga karlsins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júlí 2015 10:45 Hér má sjá táknið sem breytt var - nýja táknið, til hægri, sýnir konuna standa fyrir framan manninn, örlítið minni og með nýja hárgreiðslu. Tákn skipta máli. Sú einfalda staðreynd fékk Caitlin Winner, yfirhönnuð hjá Facebook til þess að breyta því hvernig tákn síðunnar endurspeglar konur. Nokkur atriði trufluðu Winner þegar kom að skuggamyndinni sem sjá má hér til hliðar sem notuð hefur verið víðsvegar um Facebook.Gamla Facebook-táknið fyrir konu var ósamhverft og hárið sem hjálmur Svarthöfða að mati Catilin Winner.Í fyrsta lagi voru axlir konunnar ekki samhverfar og hún var með skarð í öxlinni. Caitlin Winner skrifar ítarlega um breytingarnar í grein á síðunni Medium og þar notar hún orðatiltækið „to have a chip on one's shoulder“ eða „að vera með skarð í öxl“. Á ensku merkir orðatiltækið að vera reiður yfir að vera beittur óréttlæti eða að líða eins og maður sé á einhvern hátt ekki jafnmikils virði og aðrir.Winner þótti hár konunnar á Facebook minna mest á hjálm Svarthöfða.„Ég gerði ekki ráð fyrir að þetta hefði verið gert viljandi heldur vandamálið bara hugsunarleysi. En sem kona með tvær sterklegar axlir þá móðgaðist ég. Og auk þess sem konan er alltaf fyrir aftan karlinn í táknmyndum hópa. Og svo ekki sé minnst á að hár konunnar leit út eins og hjálmur Svarthöfða.“ Eftir að Winner hafði kvartað við samstarfsmann um táknið var hún minnt á kennisetningu Facebook: „Ekkert hjá Facebook er vandamál einhvers annars.“ Því hóf hún að finna lausn á vandanum sjálf, teiknaði nýtt tákn fyrir konu, lagaði axlirnar og teiknaði upp nokkrar mismunandi hárgreiðslur.Hér má sjá nokkrar mismunandi hárgreiðslur sem komu til greina á Facebook konuna.En hún hætti ekki þar heldur ákvað að nútímavæða tákn karlmannsins líka og þróa þriggja persónu táknmynd sem gæti verið notuð þegar Facebook reyndi að vera hlutlaus þegar kom að kyni.Caitlin Winner hannaði fyrsta kynhlutlausa tákn Facebook.Myndin sem nísti hvað mest var þó hóp- og vinaatáknið sem staðsetti karlmanninn alltaf fyrir framan konuna, karlinn stærri og konan mun minni fyrir aftan. „Sem kona, menntuð við kvennaskóla, þá var erfitt fyrir mig að lesa ekki neitt í táknið, konan stóð fremur bókstaflega í skugga mannsins.“ Eftir að hún reyndi að láta skuggamyndirnar standa hlið við hlið með þeim afleiðingum að táknmyndin virtist vera af goðsagnakenndu tvíhöfða skrímsli ákvað hún að færa konuna fyrir framan karlinn. Þessi tákn hafa nú orðið virk hjá mörgum notendum samfélagsmiðilsins. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tákn skipta máli. Sú einfalda staðreynd fékk Caitlin Winner, yfirhönnuð hjá Facebook til þess að breyta því hvernig tákn síðunnar endurspeglar konur. Nokkur atriði trufluðu Winner þegar kom að skuggamyndinni sem sjá má hér til hliðar sem notuð hefur verið víðsvegar um Facebook.Gamla Facebook-táknið fyrir konu var ósamhverft og hárið sem hjálmur Svarthöfða að mati Catilin Winner.Í fyrsta lagi voru axlir konunnar ekki samhverfar og hún var með skarð í öxlinni. Caitlin Winner skrifar ítarlega um breytingarnar í grein á síðunni Medium og þar notar hún orðatiltækið „to have a chip on one's shoulder“ eða „að vera með skarð í öxl“. Á ensku merkir orðatiltækið að vera reiður yfir að vera beittur óréttlæti eða að líða eins og maður sé á einhvern hátt ekki jafnmikils virði og aðrir.Winner þótti hár konunnar á Facebook minna mest á hjálm Svarthöfða.„Ég gerði ekki ráð fyrir að þetta hefði verið gert viljandi heldur vandamálið bara hugsunarleysi. En sem kona með tvær sterklegar axlir þá móðgaðist ég. Og auk þess sem konan er alltaf fyrir aftan karlinn í táknmyndum hópa. Og svo ekki sé minnst á að hár konunnar leit út eins og hjálmur Svarthöfða.“ Eftir að Winner hafði kvartað við samstarfsmann um táknið var hún minnt á kennisetningu Facebook: „Ekkert hjá Facebook er vandamál einhvers annars.“ Því hóf hún að finna lausn á vandanum sjálf, teiknaði nýtt tákn fyrir konu, lagaði axlirnar og teiknaði upp nokkrar mismunandi hárgreiðslur.Hér má sjá nokkrar mismunandi hárgreiðslur sem komu til greina á Facebook konuna.En hún hætti ekki þar heldur ákvað að nútímavæða tákn karlmannsins líka og þróa þriggja persónu táknmynd sem gæti verið notuð þegar Facebook reyndi að vera hlutlaus þegar kom að kyni.Caitlin Winner hannaði fyrsta kynhlutlausa tákn Facebook.Myndin sem nísti hvað mest var þó hóp- og vinaatáknið sem staðsetti karlmanninn alltaf fyrir framan konuna, karlinn stærri og konan mun minni fyrir aftan. „Sem kona, menntuð við kvennaskóla, þá var erfitt fyrir mig að lesa ekki neitt í táknið, konan stóð fremur bókstaflega í skugga mannsins.“ Eftir að hún reyndi að láta skuggamyndirnar standa hlið við hlið með þeim afleiðingum að táknmyndin virtist vera af goðsagnakenndu tvíhöfða skrímsli ákvað hún að færa konuna fyrir framan karlinn. Þessi tákn hafa nú orðið virk hjá mörgum notendum samfélagsmiðilsins.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira