Gríðarleg fjölgun ferðamanna á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2015 19:04 Gríðarleg fjölgun hefur orðið á ferðamönnum til landsins það sem af er árinu en rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins. Gæði, umhverfisvitund, fagmennska og langtímahugsun eru lykillinn að velgengni Íslendinga í framtíðinni að mati ferðamamálastjóra. Fjölgun erlendra ferðamanna hefur nánast verið ævintýraleg á undanförnum árum og hvert metið slegið á fætur öðru. Hótelin rísa upp eins og gorkúlur; eitt það nýjasta var opnað við Höfðatorg í síðasta mánuði og er með þeim stærstu, ef ekki stærsta hótel landsins. Það lítur út fyrir að einn eitt metið verði slegið í ár því 27 þúsund fleiri ferðamenn komu hingað til lands í síðasta mánuði en í júní í fyrra sem er fjölgun upp á rúm 24 prósent. Og á fyrstu mánuðum ársins komu 517 þúsund ferðamenn hingað sem er fjölgun upp á tæp 29 prósent. Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri segir að frá árinu 2010 hafi ferðamönnum fjölgað árlega um tveggja stafa tölu. „Og svona mikill vöxtur á skömmum tíma hefur auðvitað í för með sér vaxtaverki sem þarf að takast á við,“ segir Ólöf. Atvinnugreinin hafi orðið fullveðja á skömmum tíma og nú þurfi að takast á við stefnumótun og eftirfylgni sem og skipulag bæja og byggða. Það þurfi líka að skipuleggja hvernig Íslendingar vilji að vöxturinn verði til framtíðar. „Við þurfum að huga að langtímahugsun sem hefur kannski ekki verið einkenni Íslendinga í gegnum tíðina. Horfa til þess hvernig við viljum vera á næstu áratugum í raun og veru og hvaða áhrif við viljum að ferðaþjónustan hafi á samfélagið okkar,“ segir Ólöf.Fyrirhugað hótel Icelandair verður undir merkjum Canopy.Nýtt alþjóðahótel rís við HverfisgötuIcelandair Hotels stendur í stórræðum þessa dagana eins og margir aðrir í hótel og veitingarekstri og byggir nýtt hótel milli Hverfisgötu og Laugavegar sem verður opnað í mars á næsta ári. Hildur Ómarsdóttir forstöðumaður sölu og markaðssviðs hótelanna tekur undir að þessari miklu fjölgun ferðamanna fylgi vaxtaverkir. „Já henni fylgja vaxtaverkir annars vegar og tækifæri hins vegar. Við sjáum tækifæri í því að auka fjölbreytileikann og flóruna í þeirri þjónustu sem er í boði á Íslandi. Tækifæri í atvinnusköpun fyrir þá sem hér starfa,“ segir Hildur. Fjölgunin hér sé um 20 prósent á ári en yfirleitt um 4 prósent í öðrum löndum. Samt komi lítill hluti ferðamanna heimsins til Íslands. „Við vorum og erum enn eftir sem áður lítill áfangastaður og eigum langt í land með að koma okkur vel á kortið á alþjóðavísu. Þetta er stór kippur í ár og kannski undanfarin ár. En við þurfum að halda mjög vel á spöðunum og vanda til verka til að fara ekki framúr okkur og fara ekki illa með það sem við eigum og þykir vænt um,“ segir Hildur. Nýja hótelið verður það fyrsta í heiminum undir nýju vörumerki, Canopy, Hilton hótelkeðjunnar þar sem eldri hús á reitnum fá að halda sér í götumyndinni. En ferðamálastjóri segir ferðaþjónustufyrirtæki hafa aukið bæði gæða- og umhverfisvitund sína á undanförnum árum. „Vegna þess að mínu mati og margra fleirri eru gæðin, umhverfisvitundin, fagmennskan og langtímahugsunin lykillinn að áframhaldandi velgengni Íslendinga og Íslands sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir Ólöf Ýr Atladóttir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á ferðamönnum til landsins það sem af er árinu en rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins. Gæði, umhverfisvitund, fagmennska og langtímahugsun eru lykillinn að velgengni Íslendinga í framtíðinni að mati ferðamamálastjóra. Fjölgun erlendra ferðamanna hefur nánast verið ævintýraleg á undanförnum árum og hvert metið slegið á fætur öðru. Hótelin rísa upp eins og gorkúlur; eitt það nýjasta var opnað við Höfðatorg í síðasta mánuði og er með þeim stærstu, ef ekki stærsta hótel landsins. Það lítur út fyrir að einn eitt metið verði slegið í ár því 27 þúsund fleiri ferðamenn komu hingað til lands í síðasta mánuði en í júní í fyrra sem er fjölgun upp á rúm 24 prósent. Og á fyrstu mánuðum ársins komu 517 þúsund ferðamenn hingað sem er fjölgun upp á tæp 29 prósent. Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri segir að frá árinu 2010 hafi ferðamönnum fjölgað árlega um tveggja stafa tölu. „Og svona mikill vöxtur á skömmum tíma hefur auðvitað í för með sér vaxtaverki sem þarf að takast á við,“ segir Ólöf. Atvinnugreinin hafi orðið fullveðja á skömmum tíma og nú þurfi að takast á við stefnumótun og eftirfylgni sem og skipulag bæja og byggða. Það þurfi líka að skipuleggja hvernig Íslendingar vilji að vöxturinn verði til framtíðar. „Við þurfum að huga að langtímahugsun sem hefur kannski ekki verið einkenni Íslendinga í gegnum tíðina. Horfa til þess hvernig við viljum vera á næstu áratugum í raun og veru og hvaða áhrif við viljum að ferðaþjónustan hafi á samfélagið okkar,“ segir Ólöf.Fyrirhugað hótel Icelandair verður undir merkjum Canopy.Nýtt alþjóðahótel rís við HverfisgötuIcelandair Hotels stendur í stórræðum þessa dagana eins og margir aðrir í hótel og veitingarekstri og byggir nýtt hótel milli Hverfisgötu og Laugavegar sem verður opnað í mars á næsta ári. Hildur Ómarsdóttir forstöðumaður sölu og markaðssviðs hótelanna tekur undir að þessari miklu fjölgun ferðamanna fylgi vaxtaverkir. „Já henni fylgja vaxtaverkir annars vegar og tækifæri hins vegar. Við sjáum tækifæri í því að auka fjölbreytileikann og flóruna í þeirri þjónustu sem er í boði á Íslandi. Tækifæri í atvinnusköpun fyrir þá sem hér starfa,“ segir Hildur. Fjölgunin hér sé um 20 prósent á ári en yfirleitt um 4 prósent í öðrum löndum. Samt komi lítill hluti ferðamanna heimsins til Íslands. „Við vorum og erum enn eftir sem áður lítill áfangastaður og eigum langt í land með að koma okkur vel á kortið á alþjóðavísu. Þetta er stór kippur í ár og kannski undanfarin ár. En við þurfum að halda mjög vel á spöðunum og vanda til verka til að fara ekki framúr okkur og fara ekki illa með það sem við eigum og þykir vænt um,“ segir Hildur. Nýja hótelið verður það fyrsta í heiminum undir nýju vörumerki, Canopy, Hilton hótelkeðjunnar þar sem eldri hús á reitnum fá að halda sér í götumyndinni. En ferðamálastjóri segir ferðaþjónustufyrirtæki hafa aukið bæði gæða- og umhverfisvitund sína á undanförnum árum. „Vegna þess að mínu mati og margra fleirri eru gæðin, umhverfisvitundin, fagmennskan og langtímahugsunin lykillinn að áframhaldandi velgengni Íslendinga og Íslands sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir Ólöf Ýr Atladóttir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira