Óvinsælasti Íslandsvinurinn var að grínast Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2015 17:51 Oliver Maria Schmitt segir viðbrögð margra móðgaðra Íslendinga hafa verið ofsafengin. Vísir/Daníel/britta frenz Fáir Þjóðverjar hafa valdið jafn miklum usla hér í seinni tíð eins og rithöfundurinn og stjórnmálamaðurinn Oliver Maria Schmitt sem fór ófögrum orðum um Ísland og Íslendinga í löngum og nokkuð kaldhæðnum pistil sem birtist í liðinni viku. Land okkar er sagt ein stórt og dautt og Austur-Þýskaland, landsmenn ruddar og fábjánar sem trúi á álfa og tröll. Um er að ræða kaflann „Hlautlaus athugun á eyju (Ísland) í bókinni „Ég er á Ertugrul. Draumaferðir um hel og tilbaka“ eftir fyrrnefndan Schmitt sem birtist í heild sinni á Welt og Vísir þýddi á fimmutdag. Óhætt er að segja að Schmitt sjái enga ljósa punkta á Íslandi. Deyfð sé lífsmark þessarar dauðaeyjar. Ferðamenn séu blekktir, útilokaðir og réttlausir.Sjá einnig: Lestu greinina umtöluðu á íslensku: Ísland land rudda, fábjána og monthana.Starfsmenn Iceland Magazine höfðu samband við Oliver Maria Schmitt til að fá úr því skorið hví hann bæri svo mikinn kala til landsins og hvað honum hefði þótt um þau miklu viðbrögð sem grein hans fékk. Á daginn kom að óþarfi er fyrir Íslendinga að óttast orðstírshnekki erlendis – Schmitt sé grínisti að atvinnu og mikill pönkari. Hann sé í raun ástfanginn af Íslandi og hefur verið allt frá því að hann sótti landið heim árið 2008.Þjóðverjar telja Ísland paradísHann segir í samtali við Iceland Magazine að hugmyndin að pistlinum hafi sprottið þegar Ísland var heiðursgestur á Bókamessunni í Frankfurt árið 2011 – stærstu sinnar tegundar í heiminum. „Það sem við í Þýskalandi vitum um Ísland: Það er eyja drekkhlaðin tröllum, álfum og fallegu fólki. Þar er ekki þverfótað fyrir hæfileikaríku tónlistarfólki, rithöfundum og þar eru flest útgáfufélag miðað við höfðatölu – með öðrum orðum; paradís,” segir Schmitt í samtali við blaðið. Allir í Þýskalandi elski Ísland, segir Schmitt, því það sé í raun „of svalt til að vera raunverulegt.” Því hafi hann ákveðið að draga upp kaldhæðna mynd af landinu í bland við heilan haug af rugli, staðalmyndum, ýkjum og lygum.Dýrslegar kenndir og frábær partýGreinina segist Schmitt byggja að miklu leiti á heimsókn sinni til landsins árið 2008 þegar hann var hér á vegum Allgemeine Zeitung til að skrifa um íslenska næturlífið. „Ég hafði engar væntingar og ýmislegt kom mér á óvart: Svalir krakkar, frábær partý, stórkostlegir næurklúbbar eins og hinn ógleymanlegi Nasa og ótrúleg náttúrufegurð.“ Næturlífið, menningin og jafnvel matargerðin heillaði inn tortryggna ferðalang og vöktu í honum dýrslega kenndir. „Ég smakkaði hrefnukjöt og sætti mig samstundis við að láta drepa allar hrefnurnar þar sem þetta var besta kjöt sem ég hef smakkað. Ég borðaði líka Skyr — löglega eiturlyfið sem allir Íslendingar nota.“ Hann var samt ekki ánægður með að fólk skuli borða lunda. „Eina sem ég hataði við Ísland var að það skuli vera boðið upp á lunda á veitingastöðum. Lundar eru fallegustu og elskulegustu fuglarnir á jörðinni. Þeir eru líka pínkulitlir. Aðeins frumstætt ómenni myndi njóta þess að drepa og borða svo fallega skepnu.“ Schmitt dregur upp svipaðar myndir af öðrum þjóðum í bók sinni en hann segir að engin þeirra hafi þó brugðist við með jafn ofsafengnum hætti og íslendingar. „Nokkrar sögur í bókinni hafa valdið smávægilegum óþægindum,” segir Schmitt og bætir við að það sé kannski eðlilegt “þegar þegar fólk leikur sér kaldhæðnislega með staðalmyndir.” Þau viðbrögð hafi þó ekkert verið í líkingu við viðbrögð sumra móðgaðra íslendinga. „Ég hef lært mína lexíu: Maður á aldrei að rugla í hinni glæsilegu íslensku þjóð,” segir Schmitt léttur í lund. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lestu greinina umtöluðu á íslensku: Ísland land rudda, fábjána og monthana "Á rándýrum klúbbum og diskótekum dansar dauðamerkt æskan sig til heljar,“ segir í grein þýska stjórnmálamannsins Oliver Maria Schmitt þar sem Íslendingar eru því sem næst teknir af lífi. 2. júlí 2015 10:45 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Fáir Þjóðverjar hafa valdið jafn miklum usla hér í seinni tíð eins og rithöfundurinn og stjórnmálamaðurinn Oliver Maria Schmitt sem fór ófögrum orðum um Ísland og Íslendinga í löngum og nokkuð kaldhæðnum pistil sem birtist í liðinni viku. Land okkar er sagt ein stórt og dautt og Austur-Þýskaland, landsmenn ruddar og fábjánar sem trúi á álfa og tröll. Um er að ræða kaflann „Hlautlaus athugun á eyju (Ísland) í bókinni „Ég er á Ertugrul. Draumaferðir um hel og tilbaka“ eftir fyrrnefndan Schmitt sem birtist í heild sinni á Welt og Vísir þýddi á fimmutdag. Óhætt er að segja að Schmitt sjái enga ljósa punkta á Íslandi. Deyfð sé lífsmark þessarar dauðaeyjar. Ferðamenn séu blekktir, útilokaðir og réttlausir.Sjá einnig: Lestu greinina umtöluðu á íslensku: Ísland land rudda, fábjána og monthana.Starfsmenn Iceland Magazine höfðu samband við Oliver Maria Schmitt til að fá úr því skorið hví hann bæri svo mikinn kala til landsins og hvað honum hefði þótt um þau miklu viðbrögð sem grein hans fékk. Á daginn kom að óþarfi er fyrir Íslendinga að óttast orðstírshnekki erlendis – Schmitt sé grínisti að atvinnu og mikill pönkari. Hann sé í raun ástfanginn af Íslandi og hefur verið allt frá því að hann sótti landið heim árið 2008.Þjóðverjar telja Ísland paradísHann segir í samtali við Iceland Magazine að hugmyndin að pistlinum hafi sprottið þegar Ísland var heiðursgestur á Bókamessunni í Frankfurt árið 2011 – stærstu sinnar tegundar í heiminum. „Það sem við í Þýskalandi vitum um Ísland: Það er eyja drekkhlaðin tröllum, álfum og fallegu fólki. Þar er ekki þverfótað fyrir hæfileikaríku tónlistarfólki, rithöfundum og þar eru flest útgáfufélag miðað við höfðatölu – með öðrum orðum; paradís,” segir Schmitt í samtali við blaðið. Allir í Þýskalandi elski Ísland, segir Schmitt, því það sé í raun „of svalt til að vera raunverulegt.” Því hafi hann ákveðið að draga upp kaldhæðna mynd af landinu í bland við heilan haug af rugli, staðalmyndum, ýkjum og lygum.Dýrslegar kenndir og frábær partýGreinina segist Schmitt byggja að miklu leiti á heimsókn sinni til landsins árið 2008 þegar hann var hér á vegum Allgemeine Zeitung til að skrifa um íslenska næturlífið. „Ég hafði engar væntingar og ýmislegt kom mér á óvart: Svalir krakkar, frábær partý, stórkostlegir næurklúbbar eins og hinn ógleymanlegi Nasa og ótrúleg náttúrufegurð.“ Næturlífið, menningin og jafnvel matargerðin heillaði inn tortryggna ferðalang og vöktu í honum dýrslega kenndir. „Ég smakkaði hrefnukjöt og sætti mig samstundis við að láta drepa allar hrefnurnar þar sem þetta var besta kjöt sem ég hef smakkað. Ég borðaði líka Skyr — löglega eiturlyfið sem allir Íslendingar nota.“ Hann var samt ekki ánægður með að fólk skuli borða lunda. „Eina sem ég hataði við Ísland var að það skuli vera boðið upp á lunda á veitingastöðum. Lundar eru fallegustu og elskulegustu fuglarnir á jörðinni. Þeir eru líka pínkulitlir. Aðeins frumstætt ómenni myndi njóta þess að drepa og borða svo fallega skepnu.“ Schmitt dregur upp svipaðar myndir af öðrum þjóðum í bók sinni en hann segir að engin þeirra hafi þó brugðist við með jafn ofsafengnum hætti og íslendingar. „Nokkrar sögur í bókinni hafa valdið smávægilegum óþægindum,” segir Schmitt og bætir við að það sé kannski eðlilegt “þegar þegar fólk leikur sér kaldhæðnislega með staðalmyndir.” Þau viðbrögð hafi þó ekkert verið í líkingu við viðbrögð sumra móðgaðra íslendinga. „Ég hef lært mína lexíu: Maður á aldrei að rugla í hinni glæsilegu íslensku þjóð,” segir Schmitt léttur í lund.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lestu greinina umtöluðu á íslensku: Ísland land rudda, fábjána og monthana "Á rándýrum klúbbum og diskótekum dansar dauðamerkt æskan sig til heljar,“ segir í grein þýska stjórnmálamannsins Oliver Maria Schmitt þar sem Íslendingar eru því sem næst teknir af lífi. 2. júlí 2015 10:45 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Lestu greinina umtöluðu á íslensku: Ísland land rudda, fábjána og monthana "Á rándýrum klúbbum og diskótekum dansar dauðamerkt æskan sig til heljar,“ segir í grein þýska stjórnmálamannsins Oliver Maria Schmitt þar sem Íslendingar eru því sem næst teknir af lífi. 2. júlí 2015 10:45