Helenu varð að ósk sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2015 07:45 Helena í leik á Smáþjóðaleikunum. vísir/stefán Á laugardaginn var dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta 2017 sem fer fram í Tékklandi. Íslenska liðið var í neðsta styrkleikaflokki og dróst í riðil með Slóvakíu, Ungverjalandi og Portúgal. Landsliðsfyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur varð því að ósk sinni en hún vonaðist eftir því að fá Slóvakíu og Ungverjaland: „Þetta var ekki leiðinlegt enda hef ég spilað í báðum þessum löndum,“ sagði Helena í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún þekkir vel til þessara landsliða. „Ég spilaði með nánast öllum í slóvakíska liðinu og báðir þjálfarar þess þjálfuðu mig þannig að ég þekki þær mjög vel. Og svo á ég tvær mjög góðar vinkonur í ungverska liðinu sem ég spilaði reyndar með í Slóvakíu,“ bætti Helena við en hún lék með Good Angels Kosice í Slóvakíu og Mickolc í Ungverjalandi. Helena segir íslenska liðið geta verið nokkuð sátt við dráttinn: „Þetta hefði klárlega getað verið verra og þetta er mjög fínn dráttur. Þessi lið eru ekki með risastórar stelpur, kannski eina og eina, svo þær ættu ekki að hafa algjöra yfirburði gegn okkur í teignum. En við vitum að þetta verður alltaf erfitt, sérstaklega þar sem við missum þrjá sterka leikmenn úr liðinu okkar.“ Þessir þrír leikmenn sem um ræðir eru Margrét Rósa Hálfdanardóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir sem leika allar í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Leikir Íslands í riðlinum eru allir á meðan keppnistímabilið vestanhafs stendur yfir og því er ólíklegt að leikmennirnir fáist lausir í landsleikina. Ísland leikur sex leiki í undankeppninni; tvisvar við hvert lið, heima og að heiman. Fyrstu tveir leikirnir fara fram 21. og 25. nóvember en þá mætir Ísland Ungverjalandi á útivelli og Slóvakíu á heimavelli. Efsta liðið úr hverjum riðli (sem eru níu talsins) í undankeppninni kemst í lokakeppnina í Tékklandi, auk þeirra sex liða sem eru með bestan árangur í öðru sæti riðlanna. Helena segir að íslenska liðið sé með raunhæfar væntingar fyrir undankeppnina: „Það er langt síðan við tókum þátt síðast og við verðum ekki alveg með okkar sterkasta lið þannig að þetta verður erfitt. Við ættum að eiga séns í Portúgal og svo verðum við bara að sjá hvað við getum gert á móti þessum stærri þjóðum.“ Íslenska liðið heldur út til Danmerkur á morgun þar sem það tekur þátt í æfingamóti. Ísland spilar þrjá leiki, tvo gegn Danmörku og einn gegn Finnlandi. Helena segir gott að fá þessa æfingaleiki svona skömmu eftir Smáþjóðaleikana þar sem íslensku stelpurnar fengu silfurverðlaun eftir tap fyrir Lúxemborg í úrslitaleik. „Það verður gott að fá svona stóra leiki á móti góðum þjóðum, það er partur af undirbúningnum fyrir undankeppni EM,“ sagði Helena að endingu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Á laugardaginn var dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta 2017 sem fer fram í Tékklandi. Íslenska liðið var í neðsta styrkleikaflokki og dróst í riðil með Slóvakíu, Ungverjalandi og Portúgal. Landsliðsfyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur varð því að ósk sinni en hún vonaðist eftir því að fá Slóvakíu og Ungverjaland: „Þetta var ekki leiðinlegt enda hef ég spilað í báðum þessum löndum,“ sagði Helena í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún þekkir vel til þessara landsliða. „Ég spilaði með nánast öllum í slóvakíska liðinu og báðir þjálfarar þess þjálfuðu mig þannig að ég þekki þær mjög vel. Og svo á ég tvær mjög góðar vinkonur í ungverska liðinu sem ég spilaði reyndar með í Slóvakíu,“ bætti Helena við en hún lék með Good Angels Kosice í Slóvakíu og Mickolc í Ungverjalandi. Helena segir íslenska liðið geta verið nokkuð sátt við dráttinn: „Þetta hefði klárlega getað verið verra og þetta er mjög fínn dráttur. Þessi lið eru ekki með risastórar stelpur, kannski eina og eina, svo þær ættu ekki að hafa algjöra yfirburði gegn okkur í teignum. En við vitum að þetta verður alltaf erfitt, sérstaklega þar sem við missum þrjá sterka leikmenn úr liðinu okkar.“ Þessir þrír leikmenn sem um ræðir eru Margrét Rósa Hálfdanardóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir sem leika allar í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Leikir Íslands í riðlinum eru allir á meðan keppnistímabilið vestanhafs stendur yfir og því er ólíklegt að leikmennirnir fáist lausir í landsleikina. Ísland leikur sex leiki í undankeppninni; tvisvar við hvert lið, heima og að heiman. Fyrstu tveir leikirnir fara fram 21. og 25. nóvember en þá mætir Ísland Ungverjalandi á útivelli og Slóvakíu á heimavelli. Efsta liðið úr hverjum riðli (sem eru níu talsins) í undankeppninni kemst í lokakeppnina í Tékklandi, auk þeirra sex liða sem eru með bestan árangur í öðru sæti riðlanna. Helena segir að íslenska liðið sé með raunhæfar væntingar fyrir undankeppnina: „Það er langt síðan við tókum þátt síðast og við verðum ekki alveg með okkar sterkasta lið þannig að þetta verður erfitt. Við ættum að eiga séns í Portúgal og svo verðum við bara að sjá hvað við getum gert á móti þessum stærri þjóðum.“ Íslenska liðið heldur út til Danmerkur á morgun þar sem það tekur þátt í æfingamóti. Ísland spilar þrjá leiki, tvo gegn Danmörku og einn gegn Finnlandi. Helena segir gott að fá þessa æfingaleiki svona skömmu eftir Smáþjóðaleikana þar sem íslensku stelpurnar fengu silfurverðlaun eftir tap fyrir Lúxemborg í úrslitaleik. „Það verður gott að fá svona stóra leiki á móti góðum þjóðum, það er partur af undirbúningnum fyrir undankeppni EM,“ sagði Helena að endingu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira