Saman í 45 daga í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2015 08:30 Ómar Ingi Magnússon átti frábært mót í Svíþjóð. vísir/vilhelm Landslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri náði á föstudaginn þeim frábæra árangri að vinna opna Evrópumeistaramótið í handbolta sem fór fram í Gautaborg. Íslensku strákarnir unnu tveggja marka sigur, 31-29, á Svíum í úrslitaleiknum fyrir framan 6.000 áhorfendur, þar af nokkur hundruð Íslendinga sem flestir voru staddir á Partille Cup en EM er haldið í kringum það mót. „Það heyrðist mjög vel í Íslendingunum og við fengum frábæran stuðning,“ sagði Einar Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið í gær en hann þjálfar liðið ásamt Sigursteini Arndal. Ísland vann alla sjö leiki sína á EM og Einar var ánægður með taktinn í íslenska liðinu á mótinu: „Það var mjög góður stígandi í okkar leik og við spiluðum betur með hverjum leiknum,“ sagði Einar en tveir leikmenn Íslands voru valdir í úrvalslið mótsins; hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson úr ÍBV og Frammarinn Arnar Freyr Arnarsson.Æfa eins og félagslið Íslenska liðið er skipað leikmönnum sem eru fæddir á árunum 1996-97 en þessi árgangur þykir mjög sterkur. Einar segir að íslenska liðið hafi æft mikið í sumar og nánast eins og félagslið. „Við höfum æft vel og erum saman í 45 daga í sumar,“ sagði Einar en íslenska liðið fór í æfingaferð til Katar fyrir EM og lék þar tvo leiki við heimamenn sem báðir unnust. Stóra prófið er samt eftir hjá íslensku strákunum en í næsta mánuði fara þeir til Rússlands á HM U-19 ára landsliða. Sextán lið taka þátt á HM en keppt er í fjórum sex liða riðlum. Ísland er í riðli með Spáni (sem íslensku strákarnir unnu á EM), Noregi, Þýskalandi, Egyptalandi og Venesúela. Fjögur lið fara áfram úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin. Einar segir fyrsta markmiðið að komast upp úr riðlinum. „Við vorum í fimmta styrkleikaflokki þegar það var dregið og við þurfum því að fara fram úr einhverjum. Þetta er rosalega jafnt og liðin eru mörg hver áþekk að getu. Það verða fjórir hörkuleikir í þessum riðli,“ sagði Einar sem gerir ráð fyrir að Venesúela sé með slakasta liðið í riðlinum. Einar hrósar dugnaðinum sem íslensku strákarnir hafa sýnt í sumar, bæði á æfingum og í leikjum: „Ég er fyrst og fremst ánægður með liðsheildina, agann og vinnusemina sem þessir drengir hafa sýnt. Þetta er einstakur hópur hvað það varðar.“Fjórir tveggja metra menn Íslenski hópurinn, skipaður leikmönnum fæddum 1996 og 1997, er líka einstakur að því leyti að hann er hávaxinn, en skortur á sentimetrum hefur oft háð íslenskum landsliðum: „Það er góð hæð í liðinu og við erum með fjóra tveggja metra stráka og einn sem er 1,95 m á hæð, þannig að við getum stillt upp mjög hávaxinni vörn,“ sagði Einar en íslenska liðið spilar bæði 5-1 og 6-0 vörn. „HSÍ hefur unnið markvisst í því að leita að hávöxnum strákum. Það þýðir ekkert annað. Öll liðin eru með nokkra menn upp á tvo metra,“ bætti Einar við. Leikmenn íslenska liðsins eru misþekktir en þrátt fyrir ungan aldur eru flestir þeirra byrjaðir að spila reglulega með meistaraflokki. „Núna eru þeir að komast á þann aldur að það skiptir miklu máli að þeir fái tækifæri og þeim sé treyst. Íslendingar hafa verið þekktir fyrir það að gefa mönnum tækifæri snemma og það verður að vera þannig,“ sagði Einar að lokum.ingvithor@365.is Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. 4. júlí 2015 13:00 Nítján ára landslið Íslands vann Evrópumótið Hafði betur gegn heimamönnum í Svíþjóð í háspennuleik. 3. júlí 2015 21:47 Arnar Freyr og Hákon Daði í liði mótsins á Evrópumótinu Arnar Freyr Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru valdir í lið mótsins á opna Evrópumótinu skipað leikmönnum nítján ára og yngri sem fram fór í Gautaborg í vikunni. 5. júlí 2015 14:30 Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Landslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri náði á föstudaginn þeim frábæra árangri að vinna opna Evrópumeistaramótið í handbolta sem fór fram í Gautaborg. Íslensku strákarnir unnu tveggja marka sigur, 31-29, á Svíum í úrslitaleiknum fyrir framan 6.000 áhorfendur, þar af nokkur hundruð Íslendinga sem flestir voru staddir á Partille Cup en EM er haldið í kringum það mót. „Það heyrðist mjög vel í Íslendingunum og við fengum frábæran stuðning,“ sagði Einar Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið í gær en hann þjálfar liðið ásamt Sigursteini Arndal. Ísland vann alla sjö leiki sína á EM og Einar var ánægður með taktinn í íslenska liðinu á mótinu: „Það var mjög góður stígandi í okkar leik og við spiluðum betur með hverjum leiknum,“ sagði Einar en tveir leikmenn Íslands voru valdir í úrvalslið mótsins; hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson úr ÍBV og Frammarinn Arnar Freyr Arnarsson.Æfa eins og félagslið Íslenska liðið er skipað leikmönnum sem eru fæddir á árunum 1996-97 en þessi árgangur þykir mjög sterkur. Einar segir að íslenska liðið hafi æft mikið í sumar og nánast eins og félagslið. „Við höfum æft vel og erum saman í 45 daga í sumar,“ sagði Einar en íslenska liðið fór í æfingaferð til Katar fyrir EM og lék þar tvo leiki við heimamenn sem báðir unnust. Stóra prófið er samt eftir hjá íslensku strákunum en í næsta mánuði fara þeir til Rússlands á HM U-19 ára landsliða. Sextán lið taka þátt á HM en keppt er í fjórum sex liða riðlum. Ísland er í riðli með Spáni (sem íslensku strákarnir unnu á EM), Noregi, Þýskalandi, Egyptalandi og Venesúela. Fjögur lið fara áfram úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin. Einar segir fyrsta markmiðið að komast upp úr riðlinum. „Við vorum í fimmta styrkleikaflokki þegar það var dregið og við þurfum því að fara fram úr einhverjum. Þetta er rosalega jafnt og liðin eru mörg hver áþekk að getu. Það verða fjórir hörkuleikir í þessum riðli,“ sagði Einar sem gerir ráð fyrir að Venesúela sé með slakasta liðið í riðlinum. Einar hrósar dugnaðinum sem íslensku strákarnir hafa sýnt í sumar, bæði á æfingum og í leikjum: „Ég er fyrst og fremst ánægður með liðsheildina, agann og vinnusemina sem þessir drengir hafa sýnt. Þetta er einstakur hópur hvað það varðar.“Fjórir tveggja metra menn Íslenski hópurinn, skipaður leikmönnum fæddum 1996 og 1997, er líka einstakur að því leyti að hann er hávaxinn, en skortur á sentimetrum hefur oft háð íslenskum landsliðum: „Það er góð hæð í liðinu og við erum með fjóra tveggja metra stráka og einn sem er 1,95 m á hæð, þannig að við getum stillt upp mjög hávaxinni vörn,“ sagði Einar en íslenska liðið spilar bæði 5-1 og 6-0 vörn. „HSÍ hefur unnið markvisst í því að leita að hávöxnum strákum. Það þýðir ekkert annað. Öll liðin eru með nokkra menn upp á tvo metra,“ bætti Einar við. Leikmenn íslenska liðsins eru misþekktir en þrátt fyrir ungan aldur eru flestir þeirra byrjaðir að spila reglulega með meistaraflokki. „Núna eru þeir að komast á þann aldur að það skiptir miklu máli að þeir fái tækifæri og þeim sé treyst. Íslendingar hafa verið þekktir fyrir það að gefa mönnum tækifæri snemma og það verður að vera þannig,“ sagði Einar að lokum.ingvithor@365.is
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. 4. júlí 2015 13:00 Nítján ára landslið Íslands vann Evrópumótið Hafði betur gegn heimamönnum í Svíþjóð í háspennuleik. 3. júlí 2015 21:47 Arnar Freyr og Hákon Daði í liði mótsins á Evrópumótinu Arnar Freyr Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru valdir í lið mótsins á opna Evrópumótinu skipað leikmönnum nítján ára og yngri sem fram fór í Gautaborg í vikunni. 5. júlí 2015 14:30 Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. 4. júlí 2015 13:00
Nítján ára landslið Íslands vann Evrópumótið Hafði betur gegn heimamönnum í Svíþjóð í háspennuleik. 3. júlí 2015 21:47
Arnar Freyr og Hákon Daði í liði mótsins á Evrópumótinu Arnar Freyr Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru valdir í lið mótsins á opna Evrópumótinu skipað leikmönnum nítján ára og yngri sem fram fór í Gautaborg í vikunni. 5. júlí 2015 14:30