Margir ökumenn fóru út fyrir brautarmörk sem í Copse beygjunni sem fyrirfram var búið að vara við. Tímar þeirra þann hringinn giltu því ekki. Pastor Maldonado átti sérstaklega erfitt með að halda Lotus bílnum inn á brautinni í Copse.
Kimi Raikkonen endaði fyrstu lotuna á toppnum. Hann var á meðal mjúkum dekkjum en Mercedes var eina liðið sem ekki þurfti að setja mýkri dekkin undir. Rosberg og Hamilton fóru í gegnum fyrstu lotuna á hörðum dekkjum.
Í annarri lotu lenti Kimi Raikkonen í vandræðum með brautarmörk þegar þrjár mínútur voru eftir. Hann kom í mark áttundi en endaði níundi og slapp inn í þriðju lotu með naumindum.
Max Verstappen var ekki kátur „ég veit ekki hvað gerðist síðan á æfingunni en það er engin beygja eins á brautinni núna,“ sagði hinn ungi ökumaður sem datt út í annarri lotu. Verstappen var fimmti á þriðju æfingunni í morgun en 13. í tímatökunni.

Seinni tilraun þriðju lotu varð ekki eins spennandi og hún hefði geta orðið. Massa náði þó þriðja sæti á ráslínu af liðsfélaga sínum Valtteri Bottas.
Einungis í þremur af síðustu 17 keppnum á Silverstone hefur ökumaðurinn á ráspól unnið keppnina. Það er því ástæða til að hlakka til keppninnar á morgun. Það getur ýmislegt gerst.
Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 11:30 á morgun.
Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum helstu tímum helgarinnar.