Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 5. júlí 2015 11:00 Viktoría Hermannsdóttir, Ólöf Skaftadóttir og Bjarni Benediktsson. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Aðspurður um stöðuna á Landspítalanum segir Bjarni. „Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann. Hvað er nóg? Það hefur aldrei verið sett meira í kaup tækja. Við höfum stóraukið framlög til tækjakaupa. Það er rétt að við þurfum að stefna að því að gera betur. Við þurfum líka að gæta að því að ofreisa ekki áform okkar þannig þau hrynji aftur til grunna. Allt sem við erum að gera er afrakstur af verðmætasköpun sem á sér stað,“ segir hann. Bjarni og Sigmundur Davíð voru harðlega gagnrýndir fyrir að fara frá umræðum um verkfall hjúkrunarfræðinga á þingi til þess að fylgjast með leik Íslands og Tékklands í fótbolta. Meðal annars skrifaði hjúkrunarfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 að í sínu starfi gæti hún aldrei yfirgefið vinnustað sinn í svona akút aðstæðum. „Það fannst mér nú ómerkileg umræða. Ég sá alls ekki eftir því að hafa farið að styðja strákana okkar í að sigra Tékka enda var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór á völlinn var að flytja ræðu um þetta mál á þinginu og mætti meira segja of seint á völlinn útaf því. Ég hef engar skyldur til að sitja yfir allri umræðunni og hlusta á hana til enda. Menn geta brugðið sér frá á völlnn ef þannig ber til. Ég er ósammála þeim sem halda því fram að ég hafi haft skyldu til að sitja þar allan tímann enda var eiginlega hálftómur þingsalur þegar ég var að flytja mína ræðu og svo hitti ég stjórnarandstæðinga á vellinum. Þannig þetta er allt óskaplega ómerkilegt finnst mér." Gefið hefur verið út að hjúkrunarfræðingum hafi verið boðin rúmlega 18 prósent hækkun launa en til samanburðar fengu læknar um 30 prósenta hækkun á sínum launakjörum. „Staðreyndin er sú að þegar tekið er tillit til alls þess sem við vildum ná samningum um þá segi ég að við vorum í raun og veru að bjóða rumlega 20 prósenta hækkun sem var alveg sambærileg við það sem samið hefur verið um og er fyllilega hægt að fylgja eftir með þeim orðum að við getum gert þetta en við getum ekki gert meira,“ segir hann. „Ef menn skoða siðustu 10 ár þá hafa læknar ekki fengið meira en hjúkrunarfræðingar.“ Bjarni tekur fram að hann beri mikla virðingu fyrir starfi þeirra sem vinna í heilbrigðiskerfinu. „En það hljóta allir að skilja að það eru ytri mörk sett um hvað hægt er að semja. Og það þýðir ekki að maður vill ekki ganga að kröfum sem sett er fram að maður beri ekki virðingu fyrir kröfum sem settar eru fram af viðkomandi stétt.“ „Hvað gerist? Við fáum verðbólgu og krónurnar í umslaginu verða verðminni. Ég lít á það sem eitt af mínum hlutverkum að gæta að stöðugleikanum, það þarf að hlusta þegar seðlabankinn segir að hann muni hækka vexti. Það kostar ríkið mikið, heimilin mikið." Verkfall 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Aðspurður um stöðuna á Landspítalanum segir Bjarni. „Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann. Hvað er nóg? Það hefur aldrei verið sett meira í kaup tækja. Við höfum stóraukið framlög til tækjakaupa. Það er rétt að við þurfum að stefna að því að gera betur. Við þurfum líka að gæta að því að ofreisa ekki áform okkar þannig þau hrynji aftur til grunna. Allt sem við erum að gera er afrakstur af verðmætasköpun sem á sér stað,“ segir hann. Bjarni og Sigmundur Davíð voru harðlega gagnrýndir fyrir að fara frá umræðum um verkfall hjúkrunarfræðinga á þingi til þess að fylgjast með leik Íslands og Tékklands í fótbolta. Meðal annars skrifaði hjúkrunarfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 að í sínu starfi gæti hún aldrei yfirgefið vinnustað sinn í svona akút aðstæðum. „Það fannst mér nú ómerkileg umræða. Ég sá alls ekki eftir því að hafa farið að styðja strákana okkar í að sigra Tékka enda var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór á völlinn var að flytja ræðu um þetta mál á þinginu og mætti meira segja of seint á völlinn útaf því. Ég hef engar skyldur til að sitja yfir allri umræðunni og hlusta á hana til enda. Menn geta brugðið sér frá á völlnn ef þannig ber til. Ég er ósammála þeim sem halda því fram að ég hafi haft skyldu til að sitja þar allan tímann enda var eiginlega hálftómur þingsalur þegar ég var að flytja mína ræðu og svo hitti ég stjórnarandstæðinga á vellinum. Þannig þetta er allt óskaplega ómerkilegt finnst mér." Gefið hefur verið út að hjúkrunarfræðingum hafi verið boðin rúmlega 18 prósent hækkun launa en til samanburðar fengu læknar um 30 prósenta hækkun á sínum launakjörum. „Staðreyndin er sú að þegar tekið er tillit til alls þess sem við vildum ná samningum um þá segi ég að við vorum í raun og veru að bjóða rumlega 20 prósenta hækkun sem var alveg sambærileg við það sem samið hefur verið um og er fyllilega hægt að fylgja eftir með þeim orðum að við getum gert þetta en við getum ekki gert meira,“ segir hann. „Ef menn skoða siðustu 10 ár þá hafa læknar ekki fengið meira en hjúkrunarfræðingar.“ Bjarni tekur fram að hann beri mikla virðingu fyrir starfi þeirra sem vinna í heilbrigðiskerfinu. „En það hljóta allir að skilja að það eru ytri mörk sett um hvað hægt er að semja. Og það þýðir ekki að maður vill ekki ganga að kröfum sem sett er fram að maður beri ekki virðingu fyrir kröfum sem settar eru fram af viðkomandi stétt.“ „Hvað gerist? Við fáum verðbólgu og krónurnar í umslaginu verða verðminni. Ég lít á það sem eitt af mínum hlutverkum að gæta að stöðugleikanum, það þarf að hlusta þegar seðlabankinn segir að hann muni hækka vexti. Það kostar ríkið mikið, heimilin mikið."
Verkfall 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira