Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fylkir 4-0 | ÍBV í undanúrslit eftir stórsigur Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 4. júlí 2015 19:15 Úr leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildarinnar. vísir/stefán Eyjamenn eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins eftir stórsigur á Fylkismönnum hér í Eyjum. Lokatölur voru 4-0 en Eyjamenn léku á alls oddi í leiknum og áttu sigurinn fyllilega skilinn. Bjarni Gunnarsson og Ian Jeffs áttu frábæran leik framarlega hjá Eyjamönnum. Þá aðallega Bjarni sem átti sinn besta leik í treyju Eyjamanna. Hann skoraði tvö og lagði upp annað en lék þar að auki mjög vel þar sem hann gaf lítið sem ekkert eftir í návígum. Eins og vanalega skiptu Eyjamenn um markmann þegar kom að bikarleik og stóð Abel Dhaira því á milli stanganna í dag, þrátt fyrir að Guðjón Orri Sigurjónsson hafi haldið hreinu gegn Blikum í síðasta leik. Fyrstu mínúturnar í leiknum voru langt frá því að vera fjörlegar en einhverjir stuðningsmenn hafa verið nálægt því að yfirgefa leikinn eftir fyrsta hálftímann. Stuttu seinna dróg þó til tíðinda. Gunnar Þorsteinsson fékk aukaspyrnu við varamannaskýli Fylkismanna, Ian Jeffs tók spyrnuna inn á teig Fylkismanna. Þar kýldi Bjarni Þórður Halldórsson boltann beint fyrir fætur Bjarna Gunnarssonar sem hélt ró sinni og lagði boltann snyrtilega í netið. Fylkismönnum tókst illa að skapa sér færi gegn vindinum í fyrri hálfleik en þeir virtust oftar en ekki tapa fyrsta og öðrum boltanum. Miðjumenn þeirra komust engan veginn í takt við leikinn og því ekkert uppspil hjá þeim. Gestirnir ætluðu sér svo sannarlega að nýta vindinn í seinni hálfleik en þeir hentu Ingimundi Níels Óskarssyni inn á í hálfleiknum. Ekki amalegt að eiga þannig leikmann á bekknum. Í seinni hálfleik lentu Árbæingar á vegg, Eyjamenn spiluðu boltanum betur og voru miklu kraftmeiri. Frábær seinni hálfleikur Eyjamanna sem hafa aldrei leikið jafn vel. Sóknir heimamanna voru vel skipulagðar og nýttu þeir sér veikleika gestanna. Ian Jeffs sneri af sér varnarmann Fylkis og smurði boltann í skeytin þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Jeffs eldist eins og gott vín þar sem hann hefur verið frábær á þessu tímabili. Markið var glæsilegt og stúkan tók við sér, nú var ljóst að Fylkismenn þurftu að færa sig framar á völlinn. Átta mínútum seinna geystist Bjarni upp völlinn og átti eitraða sendingu á Aron Bjarnason. Aron þurfti lítið annað að gera en að leggja boltann í netið, sem hann gerði. Ótrúlegar mínútur hjá Eyjamönnum sem völtuðu yfir Fylkismenn á miðjunni. Öðrum átta mínútum seinna héldu margir að ÍBV væri að grínast. Bjarni Gunnarsson fékk þá boltann inni í teignum, hélt honum uppi með kassanum og kom honum í netið með hliðar- eða bakfallsspyrnu. Annað mark Bjarna í leiknum sem var frábær þegar hann var færður af kantinum eftir um fimmtán mínútna leik. Þarna var leiknum nánast lokið, tveir leikmenn ÍBV fengu verðskuldaðar heiðursskiptingar. Í upphafi leiks var þeim Ian Jeffs og Bjarna Gunnarssyni stillt upp á köntunum. Það breyttist þó korteri seinna þegar Bjarni fór fram og Jeffs í holuna fyrir aftan. Þessi breyting gerði Eyjamönnum mikið sem voru hreint út sagt frábærir í þessum leik, slíka spilamennsku hefur undirritaður varla séð frá Eyjamönnum á síðustu árum. Fylkismenn komust hvorki lönd né strönd í leiknum þar sem allt uppspil þeirra var stöðvað af miðju- og varnarmönnum ÍBV. Þeir sitja í 7. sæti Pepsi-deildarinnar og verða að bæta spilamennsku sína ef þeir ætla ekki að vera í botnbaráttu í sumar. ÍBV fellur ekki með þessari spilamennsku, það er ekki séns. Þeir eru einnig áfram í bikarnum, fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Alvaran er þó í Pepsi-deildinni þar sem liðið vermir annað af fallsætunum.Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis var vonsvikinn í leikslok.vísir/stefánÁsmundur Arnarsson: Eyjamenn voru bara betri „Við erum allir svekktir með þennan dag, frammistaðan í dag var einfaldlega ekki nógu góð,“ sagði Ásmundur Arnarsson, hundsvekktur þjálfari Fylkismanna, eftir dapran leik þeirra gegn ÍBV. Liðið er því úr leik í Borgunarbikarnum. „Við mættum mjög baráttuglöðu og grimmu Eyjaliði, sem við áttum alltaf von á. Ég sá þá spila hörkuleik gegn Blikum um síðustu helgi og við vissum alveg hverju við áttum von á,“ sagði Ásmundur, en hans lið virtist þó lenda á vegg í dag en ekkert af því sem þeir reyndu, gekk upp. Í fyrri hálfleik voru liðin mjög svipuð en Eyjamenn léku þá með sterkum vindi, það virtist vera þannig að Fylkismenn væru að bíða eftir því að fá vindinn í bakið en þeir nýttu sér það ekki þegar það gerðist. „Fyrri hálfleikur var í járnum, það var ekki mikill fótbolti en það var moment, sem datt með þeim. Þeir komast marki yfir en við vorum ákveðnir að koma grimmir inn í seinni hálfleik en við gefum að minnsta kosti tvö ansi ódýr mörk. Það setur þá í góða stöðu.“ „Eyjamenn voru miklu grimmari en við, okkur gekk illa að halda boltanum og við fengum aldrei frið og tíma. Við náðum lítið að skapa okkur, Eyjamenn voru bara betri.“Ingi Sigurðsson: Aðrir komu og stigu upp „Þetta er alveg frábært, það er ekki hægt annað en að vera himinlifandi með þetta,“ sagði Ingi Sigurðsson, sem gegnir þjálfarahlutverki hjá ÍBV í fjarveru Jóhannesar Þórs Harðarsonar. „Við spiluðum seinni hálfleik gríðarlega vel og ég held að 4-0, hafi verið síst of lítið miðað við gang seinni hálfleiksins. Við hefðum getað skorað fleiri mörk.“ „Í fyrri hálfleiknum fannst mér við vera með allt „under control“ en við náðum að endurstilla menn í hálfleik. Menn voru ákveðnir á að klára þennan leik.“ Eyjamenn hafa sjaldan spilað svona vel og virtust allir leikmenn liðsins vita sitt hlutverk á vellinum. „Vikan var nýtt mjög vel til að ná mönnum aftur í rétt stand fyrir þennan leik eftir góðan sigur í deildinni. Við lögðum þennan leik aðeins öðruvísi upp, því að framherjinn okkar var farinn,“ sagði Ingi en Jonathan Glenn er fjarri góðu gamni því hann tekur þátt í Gullbikarnum um þessar mundir. „Það komu aðrir og stigu upp, þeir sýndu að þeir eru vel færir um að leysa þessa framherjastöðu. Þetta voru engin vandamál í dag.“ Bjarni Gunnarsson var ótrúlega öflugur í framlínunni í dag en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. „Bjarni átti gríðarlega góðan leik eins og margir í liðinu og var óheppinn að setja ekki þrennuna, það hefði verið mjög gaman en hann hljóp úr sér lungun, þannig á það að vera.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira
Eyjamenn eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins eftir stórsigur á Fylkismönnum hér í Eyjum. Lokatölur voru 4-0 en Eyjamenn léku á alls oddi í leiknum og áttu sigurinn fyllilega skilinn. Bjarni Gunnarsson og Ian Jeffs áttu frábæran leik framarlega hjá Eyjamönnum. Þá aðallega Bjarni sem átti sinn besta leik í treyju Eyjamanna. Hann skoraði tvö og lagði upp annað en lék þar að auki mjög vel þar sem hann gaf lítið sem ekkert eftir í návígum. Eins og vanalega skiptu Eyjamenn um markmann þegar kom að bikarleik og stóð Abel Dhaira því á milli stanganna í dag, þrátt fyrir að Guðjón Orri Sigurjónsson hafi haldið hreinu gegn Blikum í síðasta leik. Fyrstu mínúturnar í leiknum voru langt frá því að vera fjörlegar en einhverjir stuðningsmenn hafa verið nálægt því að yfirgefa leikinn eftir fyrsta hálftímann. Stuttu seinna dróg þó til tíðinda. Gunnar Þorsteinsson fékk aukaspyrnu við varamannaskýli Fylkismanna, Ian Jeffs tók spyrnuna inn á teig Fylkismanna. Þar kýldi Bjarni Þórður Halldórsson boltann beint fyrir fætur Bjarna Gunnarssonar sem hélt ró sinni og lagði boltann snyrtilega í netið. Fylkismönnum tókst illa að skapa sér færi gegn vindinum í fyrri hálfleik en þeir virtust oftar en ekki tapa fyrsta og öðrum boltanum. Miðjumenn þeirra komust engan veginn í takt við leikinn og því ekkert uppspil hjá þeim. Gestirnir ætluðu sér svo sannarlega að nýta vindinn í seinni hálfleik en þeir hentu Ingimundi Níels Óskarssyni inn á í hálfleiknum. Ekki amalegt að eiga þannig leikmann á bekknum. Í seinni hálfleik lentu Árbæingar á vegg, Eyjamenn spiluðu boltanum betur og voru miklu kraftmeiri. Frábær seinni hálfleikur Eyjamanna sem hafa aldrei leikið jafn vel. Sóknir heimamanna voru vel skipulagðar og nýttu þeir sér veikleika gestanna. Ian Jeffs sneri af sér varnarmann Fylkis og smurði boltann í skeytin þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Jeffs eldist eins og gott vín þar sem hann hefur verið frábær á þessu tímabili. Markið var glæsilegt og stúkan tók við sér, nú var ljóst að Fylkismenn þurftu að færa sig framar á völlinn. Átta mínútum seinna geystist Bjarni upp völlinn og átti eitraða sendingu á Aron Bjarnason. Aron þurfti lítið annað að gera en að leggja boltann í netið, sem hann gerði. Ótrúlegar mínútur hjá Eyjamönnum sem völtuðu yfir Fylkismenn á miðjunni. Öðrum átta mínútum seinna héldu margir að ÍBV væri að grínast. Bjarni Gunnarsson fékk þá boltann inni í teignum, hélt honum uppi með kassanum og kom honum í netið með hliðar- eða bakfallsspyrnu. Annað mark Bjarna í leiknum sem var frábær þegar hann var færður af kantinum eftir um fimmtán mínútna leik. Þarna var leiknum nánast lokið, tveir leikmenn ÍBV fengu verðskuldaðar heiðursskiptingar. Í upphafi leiks var þeim Ian Jeffs og Bjarna Gunnarssyni stillt upp á köntunum. Það breyttist þó korteri seinna þegar Bjarni fór fram og Jeffs í holuna fyrir aftan. Þessi breyting gerði Eyjamönnum mikið sem voru hreint út sagt frábærir í þessum leik, slíka spilamennsku hefur undirritaður varla séð frá Eyjamönnum á síðustu árum. Fylkismenn komust hvorki lönd né strönd í leiknum þar sem allt uppspil þeirra var stöðvað af miðju- og varnarmönnum ÍBV. Þeir sitja í 7. sæti Pepsi-deildarinnar og verða að bæta spilamennsku sína ef þeir ætla ekki að vera í botnbaráttu í sumar. ÍBV fellur ekki með þessari spilamennsku, það er ekki séns. Þeir eru einnig áfram í bikarnum, fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Alvaran er þó í Pepsi-deildinni þar sem liðið vermir annað af fallsætunum.Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis var vonsvikinn í leikslok.vísir/stefánÁsmundur Arnarsson: Eyjamenn voru bara betri „Við erum allir svekktir með þennan dag, frammistaðan í dag var einfaldlega ekki nógu góð,“ sagði Ásmundur Arnarsson, hundsvekktur þjálfari Fylkismanna, eftir dapran leik þeirra gegn ÍBV. Liðið er því úr leik í Borgunarbikarnum. „Við mættum mjög baráttuglöðu og grimmu Eyjaliði, sem við áttum alltaf von á. Ég sá þá spila hörkuleik gegn Blikum um síðustu helgi og við vissum alveg hverju við áttum von á,“ sagði Ásmundur, en hans lið virtist þó lenda á vegg í dag en ekkert af því sem þeir reyndu, gekk upp. Í fyrri hálfleik voru liðin mjög svipuð en Eyjamenn léku þá með sterkum vindi, það virtist vera þannig að Fylkismenn væru að bíða eftir því að fá vindinn í bakið en þeir nýttu sér það ekki þegar það gerðist. „Fyrri hálfleikur var í járnum, það var ekki mikill fótbolti en það var moment, sem datt með þeim. Þeir komast marki yfir en við vorum ákveðnir að koma grimmir inn í seinni hálfleik en við gefum að minnsta kosti tvö ansi ódýr mörk. Það setur þá í góða stöðu.“ „Eyjamenn voru miklu grimmari en við, okkur gekk illa að halda boltanum og við fengum aldrei frið og tíma. Við náðum lítið að skapa okkur, Eyjamenn voru bara betri.“Ingi Sigurðsson: Aðrir komu og stigu upp „Þetta er alveg frábært, það er ekki hægt annað en að vera himinlifandi með þetta,“ sagði Ingi Sigurðsson, sem gegnir þjálfarahlutverki hjá ÍBV í fjarveru Jóhannesar Þórs Harðarsonar. „Við spiluðum seinni hálfleik gríðarlega vel og ég held að 4-0, hafi verið síst of lítið miðað við gang seinni hálfleiksins. Við hefðum getað skorað fleiri mörk.“ „Í fyrri hálfleiknum fannst mér við vera með allt „under control“ en við náðum að endurstilla menn í hálfleik. Menn voru ákveðnir á að klára þennan leik.“ Eyjamenn hafa sjaldan spilað svona vel og virtust allir leikmenn liðsins vita sitt hlutverk á vellinum. „Vikan var nýtt mjög vel til að ná mönnum aftur í rétt stand fyrir þennan leik eftir góðan sigur í deildinni. Við lögðum þennan leik aðeins öðruvísi upp, því að framherjinn okkar var farinn,“ sagði Ingi en Jonathan Glenn er fjarri góðu gamni því hann tekur þátt í Gullbikarnum um þessar mundir. „Það komu aðrir og stigu upp, þeir sýndu að þeir eru vel færir um að leysa þessa framherjastöðu. Þetta voru engin vandamál í dag.“ Bjarni Gunnarsson var ótrúlega öflugur í framlínunni í dag en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. „Bjarni átti gríðarlega góðan leik eins og margir í liðinu og var óheppinn að setja ekki þrennuna, það hefði verið mjög gaman en hann hljóp úr sér lungun, þannig á það að vera.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira