Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með nýkrýndum Evrópumeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2015 17:14 Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Stefán Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tekur nú aftur þátt í Evrópukeppni eftir sex ára hlé og á laugardaginn kemur í ljós með hvaða liðum íslenska liðið lendir í riðli í undankeppni Evrópumóts kvenna sem fer fram árið 2017 í Tékklandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KKÍ. Íslenska liðið er í fjórða styrkleikaflokki. Dregið verður í München í Þýskalandi en fulltrúi Íslands á riðladrættinum verður Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ. Ásamt því að draga í undankeppni Evrópumótsins verður einnig dregið í Evrópukeppnir félagsliða kvenna, Eurocup og Euroleague. Hefst dagskráin kl. 13:15 að íslenskum tíma og er áætlað að henni ljúki um 14:30. Er þetta í fyrsta sinn frá undankeppninni 2009 sem Ísland er skráð til leiks. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki ásamt Hollandi, Lúxemborg, Sviss, Bosníu og Albaníu. Dregið verður í níu riðla. Sex þeirra verða fjögurra liða og þrír þeirra þriggja liða. Ísland er í neðsta styrkleikaflokknum og verður því alltaf í fjögurra liða riðli. Efsta sætið í hverjum riðli fer áfram í lokakeppnina ásamt þeim sex liðum sem eru með bestan árangur í öðru sæti. Til að finna út hvaða lið standa best að vígi í öðru sæti verða úrslit leikja þess liðs sem endar í neðsta sæti í fjögurra liða riðlunum tekin út. Tékkland er komið áfram í i lokakeppnina þar sem þeir eru gestgjafar. Því er ljóst að stórþjóðir eru á leið til Íslands og nýkrýndir Evrópumeistarar Serba gætu verið eitt þeirra liða. Svíþjóð er í öðrum styrkleikaflokki og Finnar í þeim þriðja. Undankeppnin fer fram í þremur gluggum og verður fyrsti glugginn núna í nóvember. Annar í febrúar á næsta ári og svo lokaglugginn í nóvember 2016. Leikið er heima og að heiman.Dagsetningar leikja: Gluggi 1 – leikdagar 21. og 25. nóvember 2015 Gluggi 2 – leikdagar 20. og 24. febrúar 2016 Gluggi 3 – leikdagar 19. og 23. nóvember 2016Styrkleikaflokkur 1: 1. Serbía 2. Frakkland 3. Spánn 4. Hvíta-Rússland 5. Tyrkland 6. Rússland 7. Svartfjallaland 8. Litháen 9. SlóvakíaStyrkleikaflokkur 2: 10. Grikkland 11. Króatía 12. Lettland 13. Svíþjóð 14. Ítalía 15. Úkranía 16. Ungverjaland 17. Pólland 18. RúmeníaStyrkleikaflokkur 3: 19. Bretland 20. Belgía 21. Slóvenía 22. Portúgal 23. Búlgaría 24. Ísrael 25. Þýskaland 26. Eistland 27. FinnlandStyrkleikaflokkur 4: 28. Holland 29. Lúxemborg 30. Sviss 31. Bosnía og Hersegóvína 32. Albanía 33. Ísland Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tekur nú aftur þátt í Evrópukeppni eftir sex ára hlé og á laugardaginn kemur í ljós með hvaða liðum íslenska liðið lendir í riðli í undankeppni Evrópumóts kvenna sem fer fram árið 2017 í Tékklandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KKÍ. Íslenska liðið er í fjórða styrkleikaflokki. Dregið verður í München í Þýskalandi en fulltrúi Íslands á riðladrættinum verður Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ. Ásamt því að draga í undankeppni Evrópumótsins verður einnig dregið í Evrópukeppnir félagsliða kvenna, Eurocup og Euroleague. Hefst dagskráin kl. 13:15 að íslenskum tíma og er áætlað að henni ljúki um 14:30. Er þetta í fyrsta sinn frá undankeppninni 2009 sem Ísland er skráð til leiks. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki ásamt Hollandi, Lúxemborg, Sviss, Bosníu og Albaníu. Dregið verður í níu riðla. Sex þeirra verða fjögurra liða og þrír þeirra þriggja liða. Ísland er í neðsta styrkleikaflokknum og verður því alltaf í fjögurra liða riðli. Efsta sætið í hverjum riðli fer áfram í lokakeppnina ásamt þeim sex liðum sem eru með bestan árangur í öðru sæti. Til að finna út hvaða lið standa best að vígi í öðru sæti verða úrslit leikja þess liðs sem endar í neðsta sæti í fjögurra liða riðlunum tekin út. Tékkland er komið áfram í i lokakeppnina þar sem þeir eru gestgjafar. Því er ljóst að stórþjóðir eru á leið til Íslands og nýkrýndir Evrópumeistarar Serba gætu verið eitt þeirra liða. Svíþjóð er í öðrum styrkleikaflokki og Finnar í þeim þriðja. Undankeppnin fer fram í þremur gluggum og verður fyrsti glugginn núna í nóvember. Annar í febrúar á næsta ári og svo lokaglugginn í nóvember 2016. Leikið er heima og að heiman.Dagsetningar leikja: Gluggi 1 – leikdagar 21. og 25. nóvember 2015 Gluggi 2 – leikdagar 20. og 24. febrúar 2016 Gluggi 3 – leikdagar 19. og 23. nóvember 2016Styrkleikaflokkur 1: 1. Serbía 2. Frakkland 3. Spánn 4. Hvíta-Rússland 5. Tyrkland 6. Rússland 7. Svartfjallaland 8. Litháen 9. SlóvakíaStyrkleikaflokkur 2: 10. Grikkland 11. Króatía 12. Lettland 13. Svíþjóð 14. Ítalía 15. Úkranía 16. Ungverjaland 17. Pólland 18. RúmeníaStyrkleikaflokkur 3: 19. Bretland 20. Belgía 21. Slóvenía 22. Portúgal 23. Búlgaría 24. Ísrael 25. Þýskaland 26. Eistland 27. FinnlandStyrkleikaflokkur 4: 28. Holland 29. Lúxemborg 30. Sviss 31. Bosnía og Hersegóvína 32. Albanía 33. Ísland
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira