Tæplega 10 klukkustunda bið Þróttar eftir marki lauk í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2015 15:00 Stelpurnar hennar Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur hafa ekki raðað inn mörkunum í sumar. vísir/ernir Þróttur skoraði sitt fyrsta mark í Pepsi-deild kvenna í gær þegar liðið sótti Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar heim. Fyrir leikinn í gær hafði Þróttur leikið sex leiki án þess að skora og loks þegar stíflan brast á 33. mínútu höfðu Þróttarar beðið í 573 mínútur eftir fyrsta deildarmarkinu, eða næstum því 10 klukkutíma. Tæknilega séð eru Þróttarar ekki enn búnir að skora í deildinni en mark liðsins í gær var skráð sem sjálfsmark. En burtséð frá því dugði markið skammt því Stjarnan vann leikinn 5-1. Þrátt fyrir markaleysið er Þróttur, ótrúlegt en satt, ekki á botni deildarinnar. Liðið hefur fengið tvö stig í sumar, einu meira en Afturelding sem vermir botnsætið. Þróttur á auk þess leik inni á Mosfellinga og getur með sigri í þeim leik komið sér í eins stigs fjarlægð frá öruggu sæti. Lið Aftureldingar hefur verið álíka seinheppið fyrir framan mark andstæðinganna en liðið hefur aðeins gert þrjú mörk í átta leikjum. Mosfellingar þurftu þó „aðeins“ að bíða í 94 mínútur eftir sínu fyrsta deildarmarki en það kom í öðrum leik liðsins gegn Breiðabliki. KR, sem er í 8. sæti, beið næstlengst eftir marki, eða í 250 mínútur. Það var Margrét María Hólmarsdóttir sem skoraði fyrsta mark liðsins í þriðja leik þess í deildinni gegn Breiðabliki.Hér fyrir neðan má sjá hversu lengi liðin þurftu að bíða eftir sínu fyrsta marki í Pepsi-deildinni í sumar: Breiðablik - 18 mínútur Stjarnan - 62 mínútur Selfoss - 131 mínútur ÍBV - 66 mínútur Valur - 16 mínútur Þór/KA - 50 mínútur Fylkir - 12 mínútur KR - 250 mínútur Þróttur - 573 mínútur Afturelding - 94 mínútur Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stjörnukonur aftur upp í annað sætið | Myndir Stjarnan minnkaði forskot Breiðabliks í fjögur stig á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar liðið vann fjögurra marka sigur á Þrótti í kvöld, 5-1, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum í lokaleik áttundu umferðar. 30. júní 2015 21:08 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Þróttur skoraði sitt fyrsta mark í Pepsi-deild kvenna í gær þegar liðið sótti Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar heim. Fyrir leikinn í gær hafði Þróttur leikið sex leiki án þess að skora og loks þegar stíflan brast á 33. mínútu höfðu Þróttarar beðið í 573 mínútur eftir fyrsta deildarmarkinu, eða næstum því 10 klukkutíma. Tæknilega séð eru Þróttarar ekki enn búnir að skora í deildinni en mark liðsins í gær var skráð sem sjálfsmark. En burtséð frá því dugði markið skammt því Stjarnan vann leikinn 5-1. Þrátt fyrir markaleysið er Þróttur, ótrúlegt en satt, ekki á botni deildarinnar. Liðið hefur fengið tvö stig í sumar, einu meira en Afturelding sem vermir botnsætið. Þróttur á auk þess leik inni á Mosfellinga og getur með sigri í þeim leik komið sér í eins stigs fjarlægð frá öruggu sæti. Lið Aftureldingar hefur verið álíka seinheppið fyrir framan mark andstæðinganna en liðið hefur aðeins gert þrjú mörk í átta leikjum. Mosfellingar þurftu þó „aðeins“ að bíða í 94 mínútur eftir sínu fyrsta deildarmarki en það kom í öðrum leik liðsins gegn Breiðabliki. KR, sem er í 8. sæti, beið næstlengst eftir marki, eða í 250 mínútur. Það var Margrét María Hólmarsdóttir sem skoraði fyrsta mark liðsins í þriðja leik þess í deildinni gegn Breiðabliki.Hér fyrir neðan má sjá hversu lengi liðin þurftu að bíða eftir sínu fyrsta marki í Pepsi-deildinni í sumar: Breiðablik - 18 mínútur Stjarnan - 62 mínútur Selfoss - 131 mínútur ÍBV - 66 mínútur Valur - 16 mínútur Þór/KA - 50 mínútur Fylkir - 12 mínútur KR - 250 mínútur Þróttur - 573 mínútur Afturelding - 94 mínútur
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stjörnukonur aftur upp í annað sætið | Myndir Stjarnan minnkaði forskot Breiðabliks í fjögur stig á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar liðið vann fjögurra marka sigur á Þrótti í kvöld, 5-1, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum í lokaleik áttundu umferðar. 30. júní 2015 21:08 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Stjörnukonur aftur upp í annað sætið | Myndir Stjarnan minnkaði forskot Breiðabliks í fjögur stig á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar liðið vann fjögurra marka sigur á Þrótti í kvöld, 5-1, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum í lokaleik áttundu umferðar. 30. júní 2015 21:08