Framkvæmdastjóri hjúkrunar: Engin heildarlausn að fá erlent vinnuafl Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. júlí 2015 19:45 Það er engin heildarlausn til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga að fá erlent vinnuafl til starfa hér á landi. Þetta segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Reynslan af slíku vinnuafli sé misgóð. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að til greina kæmi að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalanum, meðal annars til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Sagði hann málið hafa verið rætt við stjórnendur spítalans og innan ráðuneytisins.Sjá einnig: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir spítalann hafa þurft að reiða sig nokkuð á erlent vinnuafl á árunum 2004 til 2007, en þá hafi verið erfitt að manna stöður. Reynslan af erlendu vinnuafli hafi verið misgóð. „Ég myndi nú ekki segja að það væri nein heildarlausn sem felist í því, þó það hafi komið hingað vissulega gott fólk,“ segir Sigríður. „En við stóðum líka frammi fyrir því að fá hérna hjúkrunarfræðinga sem voru bara hreinlega sendir til baka innan viku, af því að þeir gátu ekki sinnt þeim störfum sem þeim var ætlað hér.“Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Vísir/ErnirÞví fylgi aukinn kostnaður að fá erlent vinnuafl. Auk þess að greiða kjarasamningsbundin laun, myndi bætast við þjálfunarkostnaður. „En ef þú ert að tala um einstakling sem talar ekki málið og þekkir ekki samfélagið og heilbrigðiskerfið, þá myndi sú þjálfun taka mun lengri tíma og því fylgir auðvitað bara aukinn kostnaður,” segir Sigríður.Sjá einnig: Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Það væri algjört frumskilyrði að erlendir starfsmenn myndu læra íslensku, enda séu góð samskipti grunnurinn að starfi hjúkrunarfræðinga. „Og í raun algjör forsenda fyrir því að við getum veitt örugga þjónustu, að samskipti gangi snurðulaust fyrir sig.” Þá veltir Sigríður því fyrir sér hversu mikil aðsóknin yrði í þessi störf. „Þeir sem eru á annað borð að færa sig milli landa, þetta er alþjóðlegur vinnumarkaður, þannig að maður veit ekki hvort þeir myndu kjósa að koma hingað,” segir Sigríður. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. 16. júlí 2015 13:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Það er engin heildarlausn til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga að fá erlent vinnuafl til starfa hér á landi. Þetta segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Reynslan af slíku vinnuafli sé misgóð. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að til greina kæmi að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalanum, meðal annars til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Sagði hann málið hafa verið rætt við stjórnendur spítalans og innan ráðuneytisins.Sjá einnig: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir spítalann hafa þurft að reiða sig nokkuð á erlent vinnuafl á árunum 2004 til 2007, en þá hafi verið erfitt að manna stöður. Reynslan af erlendu vinnuafli hafi verið misgóð. „Ég myndi nú ekki segja að það væri nein heildarlausn sem felist í því, þó það hafi komið hingað vissulega gott fólk,“ segir Sigríður. „En við stóðum líka frammi fyrir því að fá hérna hjúkrunarfræðinga sem voru bara hreinlega sendir til baka innan viku, af því að þeir gátu ekki sinnt þeim störfum sem þeim var ætlað hér.“Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Vísir/ErnirÞví fylgi aukinn kostnaður að fá erlent vinnuafl. Auk þess að greiða kjarasamningsbundin laun, myndi bætast við þjálfunarkostnaður. „En ef þú ert að tala um einstakling sem talar ekki málið og þekkir ekki samfélagið og heilbrigðiskerfið, þá myndi sú þjálfun taka mun lengri tíma og því fylgir auðvitað bara aukinn kostnaður,” segir Sigríður.Sjá einnig: Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Það væri algjört frumskilyrði að erlendir starfsmenn myndu læra íslensku, enda séu góð samskipti grunnurinn að starfi hjúkrunarfræðinga. „Og í raun algjör forsenda fyrir því að við getum veitt örugga þjónustu, að samskipti gangi snurðulaust fyrir sig.” Þá veltir Sigríður því fyrir sér hversu mikil aðsóknin yrði í þessi störf. „Þeir sem eru á annað borð að færa sig milli landa, þetta er alþjóðlegur vinnumarkaður, þannig að maður veit ekki hvort þeir myndu kjósa að koma hingað,” segir Sigríður.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. 16. júlí 2015 13:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00
Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21
88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42
Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. 16. júlí 2015 13:01