Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Bjarki Ármannsson skrifar 15. júlí 2015 19:21 „Þessi tíðindi koma ekki á óvart í ljósi umræðu síðustu vikna,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um niðurstöðu atkvæðagreiðslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um nýjan kjarasamning. Samningurinn var felldur með yfirgnæfandi meirihluta. Kristján segir niðurstöðuna mjög afdráttarlausa og metur framhald málsins þannig að nú taki gerðardómur við deilunni. Hann segir það koma til greina að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalann, þar sem 258 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu. „Já, það kemur alveg til greina,“ segir Kristján. „Við erum með erlent fólk við störf í heilbrigðiskerfinu og leitum allra leiða, ef svo færi að þetta færi á versta veg. Það er eitt af þeim atriðum sem við höfum rætt við stjórnendur spítalans og hér innan ráðuneytisins.“Mikil óánægja ríkt með samninginn Samningurinn var undirritaður þann 23. júní síðastliðinn og var í samræmi við aðra samninga sem gerðir voru á almenna markaðnum. Hann var í dag felldur með 88 prósentum atkvæða. Almennt ríkti mikil óánægja meðal hjúkrunarfræðinga eftir að skrifað var undir kjarasamninginn.Sjá einnig: Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnarAlls greiddu 1677 hjúkrunarfræðingar atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur.Vísir/VilhelmAtkvæðagreiðslunni lauk í hádeginu í dag og var niðurstaðan afgerandi. Alls greiddu 1896 manns atkvæði og var kjörsókn því tæp 85 prósent. Alls greiddu 1677 atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur en 219 greiddu atkvæði með því að samningurinn yrði samþykktur, eða 11,6 prósent.„Enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur í svipaðan streng og Kristján og segir niðurstöðuna ekki koma á óvart í ljósi umræðunnar undanfarið. „Það var enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning, ekki einu sinni innan félagsins eða af hálfu þeirra sem undirrituðu hann,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka Hann segir það augljóst að deilan fari fyrir gerðardóm fyrst samningar tókust ekki. Í annarri grein laganna sem stjórnvöld settu á verkfall hjúkrunarfræðinga segir að deilunni verði vísað þangað ef samningur hafi ekki verið „undirritaður“ fyrir 10. júlí. Samningur var þó undirritaður í júní, þó hann hafi ekki verið samþykktur. „Þetta eru bara einhverjir lagalegir loftfimleikar sem menn eru komnir í ef það á að hanga á svona hlutum,“ segir Bjarni. „Það á ekki að dyljast neinum sem kynnti sér frumvarpið sem var lagt fyrir þingið hver þingviljinn var í þessu máli. Annað eru bara útúrsnúningar í mínum huga.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
„Þessi tíðindi koma ekki á óvart í ljósi umræðu síðustu vikna,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um niðurstöðu atkvæðagreiðslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um nýjan kjarasamning. Samningurinn var felldur með yfirgnæfandi meirihluta. Kristján segir niðurstöðuna mjög afdráttarlausa og metur framhald málsins þannig að nú taki gerðardómur við deilunni. Hann segir það koma til greina að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalann, þar sem 258 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu. „Já, það kemur alveg til greina,“ segir Kristján. „Við erum með erlent fólk við störf í heilbrigðiskerfinu og leitum allra leiða, ef svo færi að þetta færi á versta veg. Það er eitt af þeim atriðum sem við höfum rætt við stjórnendur spítalans og hér innan ráðuneytisins.“Mikil óánægja ríkt með samninginn Samningurinn var undirritaður þann 23. júní síðastliðinn og var í samræmi við aðra samninga sem gerðir voru á almenna markaðnum. Hann var í dag felldur með 88 prósentum atkvæða. Almennt ríkti mikil óánægja meðal hjúkrunarfræðinga eftir að skrifað var undir kjarasamninginn.Sjá einnig: Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnarAlls greiddu 1677 hjúkrunarfræðingar atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur.Vísir/VilhelmAtkvæðagreiðslunni lauk í hádeginu í dag og var niðurstaðan afgerandi. Alls greiddu 1896 manns atkvæði og var kjörsókn því tæp 85 prósent. Alls greiddu 1677 atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur en 219 greiddu atkvæði með því að samningurinn yrði samþykktur, eða 11,6 prósent.„Enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur í svipaðan streng og Kristján og segir niðurstöðuna ekki koma á óvart í ljósi umræðunnar undanfarið. „Það var enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning, ekki einu sinni innan félagsins eða af hálfu þeirra sem undirrituðu hann,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka Hann segir það augljóst að deilan fari fyrir gerðardóm fyrst samningar tókust ekki. Í annarri grein laganna sem stjórnvöld settu á verkfall hjúkrunarfræðinga segir að deilunni verði vísað þangað ef samningur hafi ekki verið „undirritaður“ fyrir 10. júlí. Samningur var þó undirritaður í júní, þó hann hafi ekki verið samþykktur. „Þetta eru bara einhverjir lagalegir loftfimleikar sem menn eru komnir í ef það á að hanga á svona hlutum,“ segir Bjarni. „Það á ekki að dyljast neinum sem kynnti sér frumvarpið sem var lagt fyrir þingið hver þingviljinn var í þessu máli. Annað eru bara útúrsnúningar í mínum huga.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11
88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42
Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15
Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00
Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24