Deron Williams orðinn leikmaður Dallas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2015 14:30 Williams verður liðsfélagi Dirk Nowitzki hjá Dallas. vísir/getty Leikstjórnandinn Deron Williams er genginn í raðir Dallas Mavericks frá Brooklyn Nets. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Dallas sem voru súrir eftir að miðherjinn DeAndre Jordan hætti við að semja við liðið eins og fjallað hefur verið um. Næsta tímabil verður það tólfta hjá Williams í NBA-deildinni en hann var valinn númer þrjú í nýliðavalinu 2005 af Utah Jazz. Williams, sem er 31 árs, lék með Utah til 2011 þegar honum var skipt til Brooklyn Nets, eða New Jersey Nets eins og liðið hét þá. Williams, sem var í menntaskóla í Texas, tekur við leikstjórnadastöðunni hjá Dallas af Rajon Rondo sem er farinn til Sacramento Kings. Dallas, sem féll úr leik fyrir Houston Rockets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vetur, teflir fram nokkuð breyttu liði á næsta tímabili en meðal leikmanna sem komnir eru til liðsins eru Wesley Matthews, Zaza Pachulia og Richard Jefferson, auk Williams. Williams hefur þrívegis verið valinn til þátttöku í Stjörnuleiknum auk þess sem hann var valinn í annað úrvalslið NBA 2008 og 2010. Þá vann leikstjórnandinn til gullverðlauna með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Williams er með 17,0 stig, 3,2 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferlinum. Hann er einn fimm leikmanna sem eru að spila í NBA-deildinni í dag sem hafa skorað a.m.k. 12.000 stig og gefið 6000 stoðsendingar á ferlinum. Hinir eru Chris Paul, Kobe Bryant, Andre Miller og LeBron James.OFFICIAL: Join us in welcoming PG .@DeronWilliams to the Dallas Mavericks! http://t.co/wv5yhx5crj pic.twitter.com/nrpZWbDOYK— Dallas Mavericks (@dallasmavs) July 14, 2015 NBA Tengdar fréttir Jordan hættur við að fara til Dallas | Verður áfram hjá Clippers Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers. 9. júlí 2015 12:04 Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Leikstjórnandinn Deron Williams er genginn í raðir Dallas Mavericks frá Brooklyn Nets. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Dallas sem voru súrir eftir að miðherjinn DeAndre Jordan hætti við að semja við liðið eins og fjallað hefur verið um. Næsta tímabil verður það tólfta hjá Williams í NBA-deildinni en hann var valinn númer þrjú í nýliðavalinu 2005 af Utah Jazz. Williams, sem er 31 árs, lék með Utah til 2011 þegar honum var skipt til Brooklyn Nets, eða New Jersey Nets eins og liðið hét þá. Williams, sem var í menntaskóla í Texas, tekur við leikstjórnadastöðunni hjá Dallas af Rajon Rondo sem er farinn til Sacramento Kings. Dallas, sem féll úr leik fyrir Houston Rockets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vetur, teflir fram nokkuð breyttu liði á næsta tímabili en meðal leikmanna sem komnir eru til liðsins eru Wesley Matthews, Zaza Pachulia og Richard Jefferson, auk Williams. Williams hefur þrívegis verið valinn til þátttöku í Stjörnuleiknum auk þess sem hann var valinn í annað úrvalslið NBA 2008 og 2010. Þá vann leikstjórnandinn til gullverðlauna með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Williams er með 17,0 stig, 3,2 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferlinum. Hann er einn fimm leikmanna sem eru að spila í NBA-deildinni í dag sem hafa skorað a.m.k. 12.000 stig og gefið 6000 stoðsendingar á ferlinum. Hinir eru Chris Paul, Kobe Bryant, Andre Miller og LeBron James.OFFICIAL: Join us in welcoming PG .@DeronWilliams to the Dallas Mavericks! http://t.co/wv5yhx5crj pic.twitter.com/nrpZWbDOYK— Dallas Mavericks (@dallasmavs) July 14, 2015
NBA Tengdar fréttir Jordan hættur við að fara til Dallas | Verður áfram hjá Clippers Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers. 9. júlí 2015 12:04 Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Jordan hættur við að fara til Dallas | Verður áfram hjá Clippers Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers. 9. júlí 2015 12:04