Samkomulagið við Grikki felur þetta í sér Atli Ísleifsson skrifar 13. júlí 2015 11:55 Samkomulagið felur í sér hækkun skatta og mikinn niðurskurð. Vísir/AFP Grikkland mun fá nýtt neyðarlán upp á 82 til 86 milljarða evra samkvæmt samkomulaginu sem náðist eftir maraþonfund í Brussel í gær og í nótt. Ný stuðningsáætlun lánadrottna Grikklandsstjórnar mun taka gildi þegar – eða ef – gríska þingið samþykkir tillögurnar. ESB krefst að það verði gert í síðasta lagi 15. júlí. Samkomulagið felur í sér fjölda umbóta og aðhaldsaðgerða af hálfu gríska ríkisins, þar á meðal umbætur á lífeyrissjóðskerfinu og atvinnumarkaði, hækkun virðisaukaskatts, auk þess að hagstofa landsins skuli gerð sjálfstæð. Einnig skuli rýmka opnunartíma verslana. Í stuttu máli má segja að samkomulagið feli í sér hækkun skatta og mikinn niðurskurð. Ekkert er minnst á afskriftir skulda, en evruríkin hafa opnað á þann möguleika að breyta skilyrðum varðandi endurgreiðslur gríska ríkisins. Þannig munu Grikkir sleppa við afborganir á tímabili og þeim frestað. Í frétt SVT segir að sá liður samkomulagsins sem einna helst var deilt um var stofnun sérstaks einkavæðingarsjóðs, þaðan sem ætti að greiða afborganir, minnka skuldir ríkissjóðs og fjármagna fjárfestingar gríska ríkisins. Mest var deilt um hver ætti að stýra sjóðnum. Að sögn heimilda vildi Evruhópurinn að sjóðnum skyldi stýrt frá Lúxemborg, en grísk stjórnvöld mótmæltu því harðlega. Samið var um að Grikkir skyldu stýra sjóðnum, en undir eftirliti „viðeigandi stofnana Evrópusambandsins“.Hér má lesa samkomulagið í heild. Grikkland Tengdar fréttir „Langur vegur framundan fyrir Grikkland“ Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að nýtt samkomulag við Grikki feli ekki í sér skuldaniðurfellingar en skilyrði endurgreiðslna verði rýmkuð. 13. júlí 2015 08:56 Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Samkomulag um neyðaraðstoð til Grikkja í höfn. 13. júlí 2015 07:09 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Grikkland mun fá nýtt neyðarlán upp á 82 til 86 milljarða evra samkvæmt samkomulaginu sem náðist eftir maraþonfund í Brussel í gær og í nótt. Ný stuðningsáætlun lánadrottna Grikklandsstjórnar mun taka gildi þegar – eða ef – gríska þingið samþykkir tillögurnar. ESB krefst að það verði gert í síðasta lagi 15. júlí. Samkomulagið felur í sér fjölda umbóta og aðhaldsaðgerða af hálfu gríska ríkisins, þar á meðal umbætur á lífeyrissjóðskerfinu og atvinnumarkaði, hækkun virðisaukaskatts, auk þess að hagstofa landsins skuli gerð sjálfstæð. Einnig skuli rýmka opnunartíma verslana. Í stuttu máli má segja að samkomulagið feli í sér hækkun skatta og mikinn niðurskurð. Ekkert er minnst á afskriftir skulda, en evruríkin hafa opnað á þann möguleika að breyta skilyrðum varðandi endurgreiðslur gríska ríkisins. Þannig munu Grikkir sleppa við afborganir á tímabili og þeim frestað. Í frétt SVT segir að sá liður samkomulagsins sem einna helst var deilt um var stofnun sérstaks einkavæðingarsjóðs, þaðan sem ætti að greiða afborganir, minnka skuldir ríkissjóðs og fjármagna fjárfestingar gríska ríkisins. Mest var deilt um hver ætti að stýra sjóðnum. Að sögn heimilda vildi Evruhópurinn að sjóðnum skyldi stýrt frá Lúxemborg, en grísk stjórnvöld mótmæltu því harðlega. Samið var um að Grikkir skyldu stýra sjóðnum, en undir eftirliti „viðeigandi stofnana Evrópusambandsins“.Hér má lesa samkomulagið í heild.
Grikkland Tengdar fréttir „Langur vegur framundan fyrir Grikkland“ Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að nýtt samkomulag við Grikki feli ekki í sér skuldaniðurfellingar en skilyrði endurgreiðslna verði rýmkuð. 13. júlí 2015 08:56 Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Samkomulag um neyðaraðstoð til Grikkja í höfn. 13. júlí 2015 07:09 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
„Langur vegur framundan fyrir Grikkland“ Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að nýtt samkomulag við Grikki feli ekki í sér skuldaniðurfellingar en skilyrði endurgreiðslna verði rýmkuð. 13. júlí 2015 08:56
Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Samkomulag um neyðaraðstoð til Grikkja í höfn. 13. júlí 2015 07:09