Íslenski boltinn

Sætabrauðsdrengir í Reykjavík vilja ekki spila með liðum úti á landi | Myndband

Mikil baráttu er um laus sæti í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en svo virðist sem fimm lið ætli að blanda sér í þá baráttu.

Eitt þeirra liða er KA þar sem Bjarni Jóhannsson er þjálfari en Guðjón Guðmundsson hitti hann fyrir norðan og spjallaði við hann um 1. deildina.

Bjarni segir að 1. deildin sé erfið viðureignar fyrir margra hluta sakir. Inni í það spili m.a. ferðalög og auðvitað erfiðir leikir.

Bjarni segir einnig að erfitt sé að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu til að fara út á land til að spila fótbolta en viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni hér í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×