Íslenski boltinn

Loksins sigur hjá ÍBV eftir fjóra leiki án sigurs í deild og bikar

Shaneka Gordon skoraði eitt mark fyrir ÍBV í dag.
Shaneka Gordon skoraði eitt mark fyrir ÍBV í dag. vísir/daníel
ÍBV átti ekki í nokkrum vandræðum með að leggja norðanstúlkur í Þór/KA að velli í Eyjum í dag. Lokatölur urðu 3-1.

Þrjú fyrstu mörk ÍBV í leiknum komu öll á 15 mínútna kafla. Það fyrsta skoraði Shaneka Gordon úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Cloe Lacasse kom ÍBV í 2-0 með laglegu skoti á 32. mínútu.

Það var svo sjálfsmark frá Karen Nóadóttur á 38. mínútu sem kom ÍBV í 3-0 en þannig var staðan í hálfleik.

Sandra María Jessen minnkaði muninn í 3-1 fyrir Þór/KA með marki á 53. mínútu. Sjö mínútum síðar fékk ÍBV gullið tækifæri til að komast aftur þremur mörkum yfir þegar Shaneka Gordon var felld innan teigs. Cloe Lacasse tók vítið en Roxanne Barker varði frá henni.

Það kom þó ekki að sök því lokatölur urðu 3-1 fyrir ÍBV. ÍBV er þar með komið í 4. sæti deildarinnar með 16 stig, stigi á undan Val sem á tvo leiki til góða. Þór/KA er hins vegar í 7. sæti með 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×