Flóttamenn streyma til smáborgar í Þýskalandi Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2015 20:12 Byltingar og borgarastyrjaldir í nágrannaríkjum Evrópu á undanförnum árum hafa leitt til þess að hundruð þúsunda flóttamanna flýja þangað ár hvert og fer straumurinn vaxandi. Í smáborg í Þýskalandi við hefur flóttamönnum fjölgað úr hundrað á dag í um fimm hundruð á dag. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun vegna hundruð þúsunda flóttamanna sem streyma til ríkja sambandsins á hverju ári, aðallega sjóleiðina frá Afríku til Grikklands og Ítalíu. En flóttafólk kemur einnig fótgangandi landleiðina allt frá Sýrlandi og austur Evrópu. Í Passau í Þýskalandi sem er við landamærin að Austurríki búa 49 þúsund manns. Frank Koller aðalvarðstjóri lögreglunnar segir að það sem af er ári hafi 25 þúsund flóttamenn komið yfir landamærin til borgarinnar. „Í byrjun þessa árs komu á bilinu 100 til 150 flóttamenn ólöglega yfir landamærin á hverjum degi. Í maí og júní var þessi tala komin upp í um 300. En nú í júlí hafa um 500 flóttamenn komið ólöglega yfir landamærin upp á hvern einasta dag,“ segir Koller. Búist er við að tvisvar sinnum fleiri flóttamenn leiti hælis í Þýskalandi á þessu ári en þeir 200 þúsund sem leituðu hælis þar í fyrra. Meðal flóttamanna í Passau er Hesham Alshtewi, 27 ára gamli maður á flótta undan borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Hann segist hafa farið í gegnum sjö lönd á leið sinni til Þýskalands frá því hann flúði heimaland sitt. „Ég vil fá að vera hér og halda áfram með líf mitt. Ég hef upp á margt að bjóða ef mér verður leyft að vera hérna,“ sagði Alshtewi. Mikill fjöldi flóttamanna reynir á hverjum degi að komast frá Calais í Frakklandi um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Í Calais er risinn allstór kofa- og tjaldbyggð sem flóttamenn hafast við í en þeir reyna að kaupa sér ólöglegt far með flutningabílum eða fela sig í þeim en í ferjum sem sigla yfir sundið. Þá reyna þeir jafnvel að komast fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin og varð einn þeirra fyrir flutningabíl í dag og lést. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, boðaði til neyðarfundar um málið í dag. Varnargirðing er í byggingu við gangamunann í Frakklandi og löggæsla hefur verið aukin. „Og við vinnum með frönskum stjórnvöldum á fjölmörgum öðrum sviðum til að vinna gegn þessu vandamáli. En ég ítreka að við munum taka á þessum vanda með því að ráðast að rót hans; með því að koma í veg fyrir að fólk reyni yfirleitt að leggja af stað fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin,“ segir Theresa May. Flóttamenn Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Byltingar og borgarastyrjaldir í nágrannaríkjum Evrópu á undanförnum árum hafa leitt til þess að hundruð þúsunda flóttamanna flýja þangað ár hvert og fer straumurinn vaxandi. Í smáborg í Þýskalandi við hefur flóttamönnum fjölgað úr hundrað á dag í um fimm hundruð á dag. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun vegna hundruð þúsunda flóttamanna sem streyma til ríkja sambandsins á hverju ári, aðallega sjóleiðina frá Afríku til Grikklands og Ítalíu. En flóttafólk kemur einnig fótgangandi landleiðina allt frá Sýrlandi og austur Evrópu. Í Passau í Þýskalandi sem er við landamærin að Austurríki búa 49 þúsund manns. Frank Koller aðalvarðstjóri lögreglunnar segir að það sem af er ári hafi 25 þúsund flóttamenn komið yfir landamærin til borgarinnar. „Í byrjun þessa árs komu á bilinu 100 til 150 flóttamenn ólöglega yfir landamærin á hverjum degi. Í maí og júní var þessi tala komin upp í um 300. En nú í júlí hafa um 500 flóttamenn komið ólöglega yfir landamærin upp á hvern einasta dag,“ segir Koller. Búist er við að tvisvar sinnum fleiri flóttamenn leiti hælis í Þýskalandi á þessu ári en þeir 200 þúsund sem leituðu hælis þar í fyrra. Meðal flóttamanna í Passau er Hesham Alshtewi, 27 ára gamli maður á flótta undan borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Hann segist hafa farið í gegnum sjö lönd á leið sinni til Þýskalands frá því hann flúði heimaland sitt. „Ég vil fá að vera hér og halda áfram með líf mitt. Ég hef upp á margt að bjóða ef mér verður leyft að vera hérna,“ sagði Alshtewi. Mikill fjöldi flóttamanna reynir á hverjum degi að komast frá Calais í Frakklandi um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Í Calais er risinn allstór kofa- og tjaldbyggð sem flóttamenn hafast við í en þeir reyna að kaupa sér ólöglegt far með flutningabílum eða fela sig í þeim en í ferjum sem sigla yfir sundið. Þá reyna þeir jafnvel að komast fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin og varð einn þeirra fyrir flutningabíl í dag og lést. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, boðaði til neyðarfundar um málið í dag. Varnargirðing er í byggingu við gangamunann í Frakklandi og löggæsla hefur verið aukin. „Og við vinnum með frönskum stjórnvöldum á fjölmörgum öðrum sviðum til að vinna gegn þessu vandamáli. En ég ítreka að við munum taka á þessum vanda með því að ráðast að rót hans; með því að koma í veg fyrir að fólk reyni yfirleitt að leggja af stað fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin,“ segir Theresa May.
Flóttamenn Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira