Fjölmenn mótmæli í Helsinki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júlí 2015 11:30 Um 15.000 mættu á mótmælin. Vísir/AFP Þúsundir komu saman í Helsinki í gær til að mótmæla ummælum finnska stjórnarþingmannsins Olli Immonen þar sem hann hvatti Finna til að standa saman til að vernda hina einu sönnu finnsku þjóð. „Mig dreymir um sterka og hugrakka þjóð sem mun sigra þessa martröð sem kallast fjölmenningarstefna. Þessi ófríða loftbóla sem óvinir okkar búa í mun brátt brotna í þúsund mola. Ég hef mikla trú á okkar kröftugu baráttumönnum. Við munum berjast til loka fyrir föðurlandið og hina einu sönnu finnsku þjóð.“ Þetta skrifaði Immonen á Facebook-síðu sína um helgina en hann er þingmaður Sannra Finna sem er einn af þremur flokkum sem mynda ríkisstjórn Finnlands. „Við erum vön kynþáttafordómum en við verðum að berjast gegn þessu. Við höfum verið þögul í of langan tíma en nú er kominn tími til að segja það upphátt: Þetta er ekki í lagi“ sagði Ozan Yanar, þingmaður Græningja, en hann er fæddur í Tyrklandi en talið er að um 15.000 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Sannir Finnar er næststærsti flokkurinn á finnska þinginu og hefur það á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalögin. Flokkurinn vill þó ekki kenna sig við öfgasinnaða hægri flokka í Evrópu. Formaður flokksins, utanríkisráðherrann Timo Soini taldi að ummæli Immonen myndu skaða flokkinn.Ráðherrar ósáttir með ummælin Margir sáu tengsl á milli tímasetningar ummæla Immonen og þess að 22. júlí sl. voru fjögur ár frá fjöldamorðum Anders Behring Breivik í Útey í Noregi. Immonen neitaði að einhver tengsl lægu þarna á milli. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, sagði að ummæli Immonen væri óásættanleg: „Finnland hefur alltaf verið alþjóðlegt land, þeir sem hafa flutt hingað til lands hafa ávallt auðgað menningar- og viðskiptalíf okkar.“ Juhana Aunesluoma, rannsóknastjóri Evrópufræða við Háskólann í Helsinki, telur að ummæli Immonen sýni að klofningur sé að myndast innan flokks Sannra Finna eftir að hann myndaði ríkisstjórn með mið-hægri flokkum og hafi þurft að glíma við málefni á borð við ástandið í Griklandi. „Það er ákveðinn herskár armur innan flokksins og það er krefjandi verkefni fyrir stjórn flokksins að stilla stefnu sína af.“ Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Formaður Sannra Finna nýr utanríkisráðherra Finnlands Juha Sipilä kynnti stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sinnar í morgun. 27. maí 2015 12:07 Uppsveifla norrænna popúlista Svíþjóðardemókratar mælast næststærstir allra flokka á sænska þinginu. 24. júlí 2015 07:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Þúsundir komu saman í Helsinki í gær til að mótmæla ummælum finnska stjórnarþingmannsins Olli Immonen þar sem hann hvatti Finna til að standa saman til að vernda hina einu sönnu finnsku þjóð. „Mig dreymir um sterka og hugrakka þjóð sem mun sigra þessa martröð sem kallast fjölmenningarstefna. Þessi ófríða loftbóla sem óvinir okkar búa í mun brátt brotna í þúsund mola. Ég hef mikla trú á okkar kröftugu baráttumönnum. Við munum berjast til loka fyrir föðurlandið og hina einu sönnu finnsku þjóð.“ Þetta skrifaði Immonen á Facebook-síðu sína um helgina en hann er þingmaður Sannra Finna sem er einn af þremur flokkum sem mynda ríkisstjórn Finnlands. „Við erum vön kynþáttafordómum en við verðum að berjast gegn þessu. Við höfum verið þögul í of langan tíma en nú er kominn tími til að segja það upphátt: Þetta er ekki í lagi“ sagði Ozan Yanar, þingmaður Græningja, en hann er fæddur í Tyrklandi en talið er að um 15.000 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Sannir Finnar er næststærsti flokkurinn á finnska þinginu og hefur það á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalögin. Flokkurinn vill þó ekki kenna sig við öfgasinnaða hægri flokka í Evrópu. Formaður flokksins, utanríkisráðherrann Timo Soini taldi að ummæli Immonen myndu skaða flokkinn.Ráðherrar ósáttir með ummælin Margir sáu tengsl á milli tímasetningar ummæla Immonen og þess að 22. júlí sl. voru fjögur ár frá fjöldamorðum Anders Behring Breivik í Útey í Noregi. Immonen neitaði að einhver tengsl lægu þarna á milli. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, sagði að ummæli Immonen væri óásættanleg: „Finnland hefur alltaf verið alþjóðlegt land, þeir sem hafa flutt hingað til lands hafa ávallt auðgað menningar- og viðskiptalíf okkar.“ Juhana Aunesluoma, rannsóknastjóri Evrópufræða við Háskólann í Helsinki, telur að ummæli Immonen sýni að klofningur sé að myndast innan flokks Sannra Finna eftir að hann myndaði ríkisstjórn með mið-hægri flokkum og hafi þurft að glíma við málefni á borð við ástandið í Griklandi. „Það er ákveðinn herskár armur innan flokksins og það er krefjandi verkefni fyrir stjórn flokksins að stilla stefnu sína af.“
Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Formaður Sannra Finna nýr utanríkisráðherra Finnlands Juha Sipilä kynnti stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sinnar í morgun. 27. maí 2015 12:07 Uppsveifla norrænna popúlista Svíþjóðardemókratar mælast næststærstir allra flokka á sænska þinginu. 24. júlí 2015 07:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Formaður Sannra Finna nýr utanríkisráðherra Finnlands Juha Sipilä kynnti stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sinnar í morgun. 27. maí 2015 12:07
Uppsveifla norrænna popúlista Svíþjóðardemókratar mælast næststærstir allra flokka á sænska þinginu. 24. júlí 2015 07:00