Bronsmaðurinn Björgvin: „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2015 15:49 Björgvin Karl náði besta árangri sem íslenskur karlmaður hefur náð í Crossfit. Myndin er af Instagram síðu Björgvins Karls. Björgvin Karl Guðmundsson, sem hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki á heimsleikunum í Crossfit, ætlar að kaupa sér svartan Mercedes Benz til að verðlauna sjálfan sig. Frábær frammistaða Björgvins í síðustu greinunum skiluðu honum upp í þriðja sætið. Björgvin tók einnig þátt í keppninni í fyrra og hafnaði þar í 26. sæti. Hvergerðingurinn 23 ára bætti sig því svakalega á milli ára. Uppskeran er persónulega mikilvæg enda hefur Björgvin Karl lagt mikið á sig undanfarin ár við æfingar og fórnað miklu. „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri,“ segir Björgvin í viðtali við fulltrúa DV í Los Angeles. Keppni lauk seint í gærkvöldi að íslenskum tíma en leikarnir fara fram í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna.Kaupir sér Benz Björgvin Karl fær um átta milljónir króna í sinn hlut fyrir að hafna í þriðja sæti í karlakeppninni. Hann hafði líst því yfir að hann ætlaði að kaupa sér Benz næði hann góðum árangri í L.A. „Ég átti svartan Benz þegar ég var 17 eða 18 ára. Keyrði á honum til Reykjavíkur fram og til baka hvern einasta dag til að fara á æfingar hjá Crossfit Reykjavík,“ segir Björgvin Karl. Bíllinn var hins vegar of eyðslumikill og seldi Björgvin Karl bílinn til að geta áfram stundað æfingar í Reykjavík. „Vonandi get ég núna endurheimt hann og rúmlega það.“ Tengdar fréttir Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu. 27. júlí 2015 00:18 Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson, sem hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki á heimsleikunum í Crossfit, ætlar að kaupa sér svartan Mercedes Benz til að verðlauna sjálfan sig. Frábær frammistaða Björgvins í síðustu greinunum skiluðu honum upp í þriðja sætið. Björgvin tók einnig þátt í keppninni í fyrra og hafnaði þar í 26. sæti. Hvergerðingurinn 23 ára bætti sig því svakalega á milli ára. Uppskeran er persónulega mikilvæg enda hefur Björgvin Karl lagt mikið á sig undanfarin ár við æfingar og fórnað miklu. „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri,“ segir Björgvin í viðtali við fulltrúa DV í Los Angeles. Keppni lauk seint í gærkvöldi að íslenskum tíma en leikarnir fara fram í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna.Kaupir sér Benz Björgvin Karl fær um átta milljónir króna í sinn hlut fyrir að hafna í þriðja sæti í karlakeppninni. Hann hafði líst því yfir að hann ætlaði að kaupa sér Benz næði hann góðum árangri í L.A. „Ég átti svartan Benz þegar ég var 17 eða 18 ára. Keyrði á honum til Reykjavíkur fram og til baka hvern einasta dag til að fara á æfingar hjá Crossfit Reykjavík,“ segir Björgvin Karl. Bíllinn var hins vegar of eyðslumikill og seldi Björgvin Karl bílinn til að geta áfram stundað æfingar í Reykjavík. „Vonandi get ég núna endurheimt hann og rúmlega það.“
Tengdar fréttir Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu. 27. júlí 2015 00:18 Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu. 27. júlí 2015 00:18
Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13
Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52