Bronsmaðurinn Björgvin: „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2015 15:49 Björgvin Karl náði besta árangri sem íslenskur karlmaður hefur náð í Crossfit. Myndin er af Instagram síðu Björgvins Karls. Björgvin Karl Guðmundsson, sem hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki á heimsleikunum í Crossfit, ætlar að kaupa sér svartan Mercedes Benz til að verðlauna sjálfan sig. Frábær frammistaða Björgvins í síðustu greinunum skiluðu honum upp í þriðja sætið. Björgvin tók einnig þátt í keppninni í fyrra og hafnaði þar í 26. sæti. Hvergerðingurinn 23 ára bætti sig því svakalega á milli ára. Uppskeran er persónulega mikilvæg enda hefur Björgvin Karl lagt mikið á sig undanfarin ár við æfingar og fórnað miklu. „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri,“ segir Björgvin í viðtali við fulltrúa DV í Los Angeles. Keppni lauk seint í gærkvöldi að íslenskum tíma en leikarnir fara fram í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna.Kaupir sér Benz Björgvin Karl fær um átta milljónir króna í sinn hlut fyrir að hafna í þriðja sæti í karlakeppninni. Hann hafði líst því yfir að hann ætlaði að kaupa sér Benz næði hann góðum árangri í L.A. „Ég átti svartan Benz þegar ég var 17 eða 18 ára. Keyrði á honum til Reykjavíkur fram og til baka hvern einasta dag til að fara á æfingar hjá Crossfit Reykjavík,“ segir Björgvin Karl. Bíllinn var hins vegar of eyðslumikill og seldi Björgvin Karl bílinn til að geta áfram stundað æfingar í Reykjavík. „Vonandi get ég núna endurheimt hann og rúmlega það.“ Tengdar fréttir Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu. 27. júlí 2015 00:18 Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson, sem hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki á heimsleikunum í Crossfit, ætlar að kaupa sér svartan Mercedes Benz til að verðlauna sjálfan sig. Frábær frammistaða Björgvins í síðustu greinunum skiluðu honum upp í þriðja sætið. Björgvin tók einnig þátt í keppninni í fyrra og hafnaði þar í 26. sæti. Hvergerðingurinn 23 ára bætti sig því svakalega á milli ára. Uppskeran er persónulega mikilvæg enda hefur Björgvin Karl lagt mikið á sig undanfarin ár við æfingar og fórnað miklu. „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri,“ segir Björgvin í viðtali við fulltrúa DV í Los Angeles. Keppni lauk seint í gærkvöldi að íslenskum tíma en leikarnir fara fram í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna.Kaupir sér Benz Björgvin Karl fær um átta milljónir króna í sinn hlut fyrir að hafna í þriðja sæti í karlakeppninni. Hann hafði líst því yfir að hann ætlaði að kaupa sér Benz næði hann góðum árangri í L.A. „Ég átti svartan Benz þegar ég var 17 eða 18 ára. Keyrði á honum til Reykjavíkur fram og til baka hvern einasta dag til að fara á æfingar hjá Crossfit Reykjavík,“ segir Björgvin Karl. Bíllinn var hins vegar of eyðslumikill og seldi Björgvin Karl bílinn til að geta áfram stundað æfingar í Reykjavík. „Vonandi get ég núna endurheimt hann og rúmlega það.“
Tengdar fréttir Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu. 27. júlí 2015 00:18 Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Sjá meira
Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu. 27. júlí 2015 00:18
Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13
Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52