Bein útsending: Stendur Íslendingur uppi sem sigurvegari á heimsleikunum í CrossFit? Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júlí 2015 21:33 Hvað gera Íslendingarnir? Heimsleikunum í CrossFit lýkur í nótt, en nú rétt í þessu hófst síðasta greinin í einstaklingskeppninni. Útsendingin er að sjálfsögðu í beinni á Vísi. Síðasta greinin ber nafnið Pedal to the Metal 1 og Pedal to the Metal 2. Þar þurfa íslensku keppendurnir að ná hagstæðum úrslitum til þess að ná á verðlaunapall. Fyrir síðustu greinina í kvennaflokki er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í efsta sætinu með 653 stig og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti með 636 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er í 31. sæti. Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson í fjórða sæti með 614 stig, en hann er 133 stigum á eftir Ben Smith sem er á toppnum. Ben og Mathew Fraser hafa nokkuð afgerandi forystu. Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér að neðan.00.57: KATRÍN TANJA ENDAR UPPI SEM HEIMSMEISTARI Á LEIKUNUM! Meira um málið hér.00.33: Jæja! Nú fara stelpurnar að byrja. Maðurinn er orðinn vel gíraður fyrir þessu og ég held og veit að stelpurnar eru það einnig. Ragnheiður er efst fyrir lokaumferðirnar og Katrín Tanja er í öðru sæti!00.20: BJÖRGVIN TÓK BRONSIÐ! Þvílíkur maður! Sýndi óborganlegan styrk og hirti brons. Frábærlega gert hjá pilti. Lestu meira um málið hér.00.04: Björgvin Karl lenti í sjöunda sæti í fyrri PTTM-inu, en hann er í fjórða sætinu samtals á stigum. Vonandi nær hann að skjótast upp í þriðja sætið í seinna PTTM-inu!23.57: Björgvin Karl er að gera sig klárann. Það eru nokkrar sekúndur þangað til hann fer í gegnum brautina. Koma svoooo!23.50: Virðist vera einhver smá bið þessa stundina. Útsendingin er í það minnsta ekki í gangi eins og er. Vonandi fer þetta að byrja hvað og hverju - spennan óbærilega en ég sakna samt gaursins á novaisland Snapchattinu!23.35: Það eru nokkrar mínútur, ég endurtek, nokkrar mínútur þangað til Ragnheiður Sara og Katrín Tanja geysast út í brautina og svo Björgvin! Þvílík spenna. Sjónvarpsglugginn með beinni útsendingu er neðst í greininni. Sendum góða strauma!23.27: Nú er enginn Íslendingur í brautinni og tek því ég við hrósum á meðan fyrir frábæra textalýsingu á nafninu Anton Ingi Leifsson á Facebook eða @antonleifs á Twitter. Syngiði með! Það styttist samt í hina keppendurna svo ekki vera skrifa rosa löng bréf.23.20: Þuríður Erla endaði í áttunda sæti í PTTM 2 og fékk 68 stig í síðari umferðinni. Hún er sem stendur í 28. sæti.23.11: Þuríður fékk 72 stig í fyrri PTTM umferðinni og er í 28. sætinu. Seinni umferðin er að fara í gang.23.04: Þuríður Erla er núna að undirbúa sig fyrir að fara í gegnum brautina! Koma svo Þuríður - við stöndum með þér!22.59: Samkvæmt frændanum sem sér um novaisland Snapchatið þá fer Björgvin fyrst í gegnum brautina og svo taka þær Ragnheiður Sara og Katrín Tanja við. Hann er þarna úti að fylgjast með þeim og er duglegur að senda "snöp". Toppmaður!22.43: Nei, heyrðu! Þeir ætla að bíða með efsta riðilinn hjá körlunum og fara víst beint yfir í stelpurnar núna. Athyglisvert fyrirkomulag, en hvað getum við verið að rífa kjaft? Skemmtun alla leið! Mér sýnist engin af okkar stelpum vera í fyrsta hollinu.22.25: Fyrir þá sem hafa ekki verið vel með á nótunum er Annie Mist hætt keppni. Hún fékk hitaslag í fyrstu keppnisgrein mótsins sem fór fram á föstudag.22.16: Fyrstu ráshóparnir eru farnir út í karlaflokki, en Björgvin Karl Guðmundsson er væntanlegur út á allra næstu mínútum. Íþróttir Tengdar fréttir Annie Mist hætti keppni Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein. 26. júlí 2015 19:43 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Heimsleikunum í CrossFit lýkur í nótt, en nú rétt í þessu hófst síðasta greinin í einstaklingskeppninni. Útsendingin er að sjálfsögðu í beinni á Vísi. Síðasta greinin ber nafnið Pedal to the Metal 1 og Pedal to the Metal 2. Þar þurfa íslensku keppendurnir að ná hagstæðum úrslitum til þess að ná á verðlaunapall. Fyrir síðustu greinina í kvennaflokki er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í efsta sætinu með 653 stig og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti með 636 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er í 31. sæti. Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson í fjórða sæti með 614 stig, en hann er 133 stigum á eftir Ben Smith sem er á toppnum. Ben og Mathew Fraser hafa nokkuð afgerandi forystu. Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér að neðan.00.57: KATRÍN TANJA ENDAR UPPI SEM HEIMSMEISTARI Á LEIKUNUM! Meira um málið hér.00.33: Jæja! Nú fara stelpurnar að byrja. Maðurinn er orðinn vel gíraður fyrir þessu og ég held og veit að stelpurnar eru það einnig. Ragnheiður er efst fyrir lokaumferðirnar og Katrín Tanja er í öðru sæti!00.20: BJÖRGVIN TÓK BRONSIÐ! Þvílíkur maður! Sýndi óborganlegan styrk og hirti brons. Frábærlega gert hjá pilti. Lestu meira um málið hér.00.04: Björgvin Karl lenti í sjöunda sæti í fyrri PTTM-inu, en hann er í fjórða sætinu samtals á stigum. Vonandi nær hann að skjótast upp í þriðja sætið í seinna PTTM-inu!23.57: Björgvin Karl er að gera sig klárann. Það eru nokkrar sekúndur þangað til hann fer í gegnum brautina. Koma svoooo!23.50: Virðist vera einhver smá bið þessa stundina. Útsendingin er í það minnsta ekki í gangi eins og er. Vonandi fer þetta að byrja hvað og hverju - spennan óbærilega en ég sakna samt gaursins á novaisland Snapchattinu!23.35: Það eru nokkrar mínútur, ég endurtek, nokkrar mínútur þangað til Ragnheiður Sara og Katrín Tanja geysast út í brautina og svo Björgvin! Þvílík spenna. Sjónvarpsglugginn með beinni útsendingu er neðst í greininni. Sendum góða strauma!23.27: Nú er enginn Íslendingur í brautinni og tek því ég við hrósum á meðan fyrir frábæra textalýsingu á nafninu Anton Ingi Leifsson á Facebook eða @antonleifs á Twitter. Syngiði með! Það styttist samt í hina keppendurna svo ekki vera skrifa rosa löng bréf.23.20: Þuríður Erla endaði í áttunda sæti í PTTM 2 og fékk 68 stig í síðari umferðinni. Hún er sem stendur í 28. sæti.23.11: Þuríður fékk 72 stig í fyrri PTTM umferðinni og er í 28. sætinu. Seinni umferðin er að fara í gang.23.04: Þuríður Erla er núna að undirbúa sig fyrir að fara í gegnum brautina! Koma svo Þuríður - við stöndum með þér!22.59: Samkvæmt frændanum sem sér um novaisland Snapchatið þá fer Björgvin fyrst í gegnum brautina og svo taka þær Ragnheiður Sara og Katrín Tanja við. Hann er þarna úti að fylgjast með þeim og er duglegur að senda "snöp". Toppmaður!22.43: Nei, heyrðu! Þeir ætla að bíða með efsta riðilinn hjá körlunum og fara víst beint yfir í stelpurnar núna. Athyglisvert fyrirkomulag, en hvað getum við verið að rífa kjaft? Skemmtun alla leið! Mér sýnist engin af okkar stelpum vera í fyrsta hollinu.22.25: Fyrir þá sem hafa ekki verið vel með á nótunum er Annie Mist hætt keppni. Hún fékk hitaslag í fyrstu keppnisgrein mótsins sem fór fram á föstudag.22.16: Fyrstu ráshóparnir eru farnir út í karlaflokki, en Björgvin Karl Guðmundsson er væntanlegur út á allra næstu mínútum.
Íþróttir Tengdar fréttir Annie Mist hætti keppni Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein. 26. júlí 2015 19:43 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Annie Mist hætti keppni Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein. 26. júlí 2015 19:43