Þakklátur fyrir þetta tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2015 07:00 Hlynur Bæringsson leiðir íslensku strákana til leiks á EM í Berlín í september. vísir/andri marinó Körfubolti „Ég hugsa um EM á hverjum einasta degi,“ segir Hlynur Bæringsson, fyrirliði karlalandsliðsins í körfubolta, í viðtali við Fréttablaðið á fyrstu æfingu liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í Berlín fimmta september. Hlynur segir drauminn ekkert verða raunverulegri þótt æfingar séu hafnar. Hann hefur svo margoft æft með landsliðinu.Þakklátur fyrir tækifærið „Ég hef tekið þátt í þessu oft áður en ekki því sem kemur seinna. Það kemur bara síðar held ég,“ segir Hlynur sem er eðlilega mjög spenntur fyrir að spila á fyrsta stórmóti sem A-landslið kemst á. „Ég hef sjaldan spilað í svona umhverfi og svona höllum. Það hefur einstaka sinnum gerst með landsliðinu en aldrei á svona móti á móti svona sterkum liðum. Ég er bara mjög þakklátur að fá þetta tækifæri,“ segir fyrirliðinn. Ísland er í dauðariðlinum á mótinu með Þýskalandi, Serbíu, Ítalíu, Tyrklandi og Spáni. Margar NBA-stjörnur eru í hinum liðunum, en riðilinn hefði varla getað verið erfiðari. „Þetta eru svona fimm af átta bestu þjóðum Evrópu. Að því leyti er þetta svolítið óheppni því þessi dráttur gerði líkurnar á að vinna sigur ansi litlar,“ segir Hlynur.Óheppnir með riðil Hinir riðlarnir eru ekki jafn sterkir þótt auðvitað séu bara bestu þjóðir álfunnar mættar til leiks. „Maður sá lið í hinum riðlunum sem við höfum unnið einhvern tímann og þá hefðum við getað gengið frá mótinu með einn sigur eða tvo kannski. Síðan kom þessi helvítis riðill eins og hann er,“ segir Hlynur og bætir við: „Þetta var svolítil óheppni en við þurfum bara að nálgast þetta með ákveðinni auðmýkt. Menn verða alltaf sáttir við mótið, sama hvernig það fer. Menn vilja bara ganga stoltir frá þessu.“ Íslenska liðið hefur keppt marga leiki og farið á Smáþjóðaleika en aldrei verið í þessari stöðu. Nú verður liðið meira og minna saman í sex vikur fram að móti og svo tekur við Evrópumótið sjálft. Þetta er staða sem enginn þekkir innan körfuboltans en það er ekkert alltaf dans á rósum að halda öllu gangandi í svona umhverfi.Enginn prófað þetta áður „Ég hef aðeins pælt í þessu. Ég held að við þurfum að kynna okkur þetta, sérstaklega fyrir síðustu ferðina þar sem við erum 14-15 daga saman. Það er mikilvægt bara upp á andlegu hliðina og við verðum að vera tilbúnir fyrir allt,“ segir Hlynur. „Þetta er mjög nýtt fyrir mig og okkur alla. Ég get ekki leitað til neins hérna því þetta er eitthvað sem enginn hefur tekið þátt í.“ Alls var 21 leikmaður boðaður til æfinga sem hófust á mánudaginn en á endanum verða aðeins tólf sem fara til Berlínar. „Það verður mjög leiðinlegt fyrir þá sem detta út og því verður samkeppnin mikil á æfingunum. Það eru bara tólf sem fara þannig það verður sárt fyrir einhverja en því miður er það svoleiðis,“ segir Hlynur Bæringsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Körfubolti „Ég hugsa um EM á hverjum einasta degi,“ segir Hlynur Bæringsson, fyrirliði karlalandsliðsins í körfubolta, í viðtali við Fréttablaðið á fyrstu æfingu liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í Berlín fimmta september. Hlynur segir drauminn ekkert verða raunverulegri þótt æfingar séu hafnar. Hann hefur svo margoft æft með landsliðinu.Þakklátur fyrir tækifærið „Ég hef tekið þátt í þessu oft áður en ekki því sem kemur seinna. Það kemur bara síðar held ég,“ segir Hlynur sem er eðlilega mjög spenntur fyrir að spila á fyrsta stórmóti sem A-landslið kemst á. „Ég hef sjaldan spilað í svona umhverfi og svona höllum. Það hefur einstaka sinnum gerst með landsliðinu en aldrei á svona móti á móti svona sterkum liðum. Ég er bara mjög þakklátur að fá þetta tækifæri,“ segir fyrirliðinn. Ísland er í dauðariðlinum á mótinu með Þýskalandi, Serbíu, Ítalíu, Tyrklandi og Spáni. Margar NBA-stjörnur eru í hinum liðunum, en riðilinn hefði varla getað verið erfiðari. „Þetta eru svona fimm af átta bestu þjóðum Evrópu. Að því leyti er þetta svolítið óheppni því þessi dráttur gerði líkurnar á að vinna sigur ansi litlar,“ segir Hlynur.Óheppnir með riðil Hinir riðlarnir eru ekki jafn sterkir þótt auðvitað séu bara bestu þjóðir álfunnar mættar til leiks. „Maður sá lið í hinum riðlunum sem við höfum unnið einhvern tímann og þá hefðum við getað gengið frá mótinu með einn sigur eða tvo kannski. Síðan kom þessi helvítis riðill eins og hann er,“ segir Hlynur og bætir við: „Þetta var svolítil óheppni en við þurfum bara að nálgast þetta með ákveðinni auðmýkt. Menn verða alltaf sáttir við mótið, sama hvernig það fer. Menn vilja bara ganga stoltir frá þessu.“ Íslenska liðið hefur keppt marga leiki og farið á Smáþjóðaleika en aldrei verið í þessari stöðu. Nú verður liðið meira og minna saman í sex vikur fram að móti og svo tekur við Evrópumótið sjálft. Þetta er staða sem enginn þekkir innan körfuboltans en það er ekkert alltaf dans á rósum að halda öllu gangandi í svona umhverfi.Enginn prófað þetta áður „Ég hef aðeins pælt í þessu. Ég held að við þurfum að kynna okkur þetta, sérstaklega fyrir síðustu ferðina þar sem við erum 14-15 daga saman. Það er mikilvægt bara upp á andlegu hliðina og við verðum að vera tilbúnir fyrir allt,“ segir Hlynur. „Þetta er mjög nýtt fyrir mig og okkur alla. Ég get ekki leitað til neins hérna því þetta er eitthvað sem enginn hefur tekið þátt í.“ Alls var 21 leikmaður boðaður til æfinga sem hófust á mánudaginn en á endanum verða aðeins tólf sem fara til Berlínar. „Það verður mjög leiðinlegt fyrir þá sem detta út og því verður samkeppnin mikil á æfingunum. Það eru bara tólf sem fara þannig það verður sárt fyrir einhverja en því miður er það svoleiðis,“ segir Hlynur Bæringsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira