Íslenski boltinn

Ole Gunnar Solskjær í Laugardalnum | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eins og fram kom á Vísi í gærkvöldi er Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi leikmaður Manchester United, staddur hér á landi vegna Rey Cup, hins alþjóðlega barna- og unglingamóts sem hófst í dag.

Solskjær er að þjálfa U-16 ára lið Kristiansund, sem er frá heimabæ hans í Noregi, en eldri sonur markamaskínunnar, Noah, leikur með liðinu.

Solskjær fluttist aftur til Kristiansund eftir að hann var rekinn sem knattspyrnustjóri Cardiff City og tók þá við þjálfun U-16 ára liðs félagsins.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, leit við í Laugardalnum í dag og náði meðfylgjandi myndum af Solskjær og lærisveinum hans í Kristiansund.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×