Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2015 14:28 Það verður mikið að gera hjá Ásgerði og stöllum hennar í Stjörnunni næsta mánuðinn. vísir/valli Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en sú síðarnefnda er fyrirliði Stjörnunnar sem er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Breiðabliki þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Maður er ekkert mikið að pæla í þessu en auðvitað er þetta viðurkenning og ég er ánægð með hana,“ sagði Ásgerður í samtali við blaðamann Vísis í dag. Þrátt fyrir að Stjarnan þurfi að vinna upp fjögurra stiga forskot Breiðabliks er Ásgerður bjartsýn á að halda Íslandsmeistaratitlinum í Garðabænum. „Það er fullt eftir af mótinu. Við þurfum að hugsa um okkur og klára okkar leiki, ekki bara bíða eftir því að Blikar misstígi sig,“ sagði Ásgerður er Stjarnan og Breiðablik mætast eftir tæpan mánuð. Ásgerður segir Stjörnukonur ekki farnar að hugsa enn um þann leik. „Nei, alls ekki. Það er svo langt í þann leik. Við eigum eftir að fara til Kýpur og spila í Meistaradeildinni í millitíðinni og á Selfoss og fleira,“ sagði Ásgerður en Stjörnukonur eru að sigla inn í þéttskipaðan ágúst-mánuð þar sem liðið leikur átta leiki á 27 dögum, að því gefnu að það vinni Fylki í undanúrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. „Þetta verður ótrúlega erfiður mánuður en maður er í þessu fyrir þessa leiki og vill frekar spila en æfa. Við þurfum bara að hugsa vel um okkur og nýta hópinn eins og við getum,“ sagði Ásgerður. Nýr leikmaður bættist í lið Stjörnunnar á dögunum, hin brasilíska Francielle Manoel Alberto. Og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað með látum en Fran (eins og hún er kölluð) skoraði þrennu í sínum fyrsta leik gegn Fylki. „Hún átti fínan leik gegn Fylki og allt liðið. Hún var réttur maður á réttum stað í leiknum en þessi stelpa býr yfir miklum gæðum og hefur mikla reynslu sem hjálpar okkur vonandi,“ sagði Ásgerður en Fran hefur leikið með brasilíska landsliðinu. „Hún hefur verið í brasilíska landsliðinu þannig að eitthvað hlýtur hún að geta. Hún er með góða ferilskrá en það eru margir góðir leikmenn sem hafa komið til Íslands og ekki höndlað fótboltann hérna. Við eigum eftir að sjá fleiri leiki með henni,“ sagði Ásgerður að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Kýpur og leika þar þrjá leiki á sex dögum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 26. júní 2015 06:00 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en sú síðarnefnda er fyrirliði Stjörnunnar sem er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Breiðabliki þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Maður er ekkert mikið að pæla í þessu en auðvitað er þetta viðurkenning og ég er ánægð með hana,“ sagði Ásgerður í samtali við blaðamann Vísis í dag. Þrátt fyrir að Stjarnan þurfi að vinna upp fjögurra stiga forskot Breiðabliks er Ásgerður bjartsýn á að halda Íslandsmeistaratitlinum í Garðabænum. „Það er fullt eftir af mótinu. Við þurfum að hugsa um okkur og klára okkar leiki, ekki bara bíða eftir því að Blikar misstígi sig,“ sagði Ásgerður er Stjarnan og Breiðablik mætast eftir tæpan mánuð. Ásgerður segir Stjörnukonur ekki farnar að hugsa enn um þann leik. „Nei, alls ekki. Það er svo langt í þann leik. Við eigum eftir að fara til Kýpur og spila í Meistaradeildinni í millitíðinni og á Selfoss og fleira,“ sagði Ásgerður en Stjörnukonur eru að sigla inn í þéttskipaðan ágúst-mánuð þar sem liðið leikur átta leiki á 27 dögum, að því gefnu að það vinni Fylki í undanúrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. „Þetta verður ótrúlega erfiður mánuður en maður er í þessu fyrir þessa leiki og vill frekar spila en æfa. Við þurfum bara að hugsa vel um okkur og nýta hópinn eins og við getum,“ sagði Ásgerður. Nýr leikmaður bættist í lið Stjörnunnar á dögunum, hin brasilíska Francielle Manoel Alberto. Og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað með látum en Fran (eins og hún er kölluð) skoraði þrennu í sínum fyrsta leik gegn Fylki. „Hún átti fínan leik gegn Fylki og allt liðið. Hún var réttur maður á réttum stað í leiknum en þessi stelpa býr yfir miklum gæðum og hefur mikla reynslu sem hjálpar okkur vonandi,“ sagði Ásgerður en Fran hefur leikið með brasilíska landsliðinu. „Hún hefur verið í brasilíska landsliðinu þannig að eitthvað hlýtur hún að geta. Hún er með góða ferilskrá en það eru margir góðir leikmenn sem hafa komið til Íslands og ekki höndlað fótboltann hérna. Við eigum eftir að sjá fleiri leiki með henni,“ sagði Ásgerður að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Kýpur og leika þar þrjá leiki á sex dögum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 26. júní 2015 06:00 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19
Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Kýpur og leika þar þrjá leiki á sex dögum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 26. júní 2015 06:00
Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24