Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2015 13:24 Þorsteinn Halldórsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Breiðabliks. vísir/valli Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna.Sjá einnig:Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á fimm fulltrúa í úrvalsliði umferða 1-9 og þá var Fanndís Friðriksdóttir útnefnd besti leikmaðurinn en hún er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk. Þjálfari umferða 1-9 kemur einnig úr röðum Breiðabliks en hann heitir Þorsteinn Halldórsson og er á sínu fyrsta ári með Blikaliðið. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu en ég vil helst fá hana eftir tvo mánuði,“ sagði Þorsteinn en sjö leikir standa á milli Breiðabliks og Íslandsmeistaratitilsins sem liðið hefur ekki unnið síðan 2005. „Við erum með gott lið, höfum verið samstillt og spilað þokkalega góða leiki. Þetta er árangurinn af því. Ég tók við góðu búi en við styrktum liðið aðeins og höfum búið til gott lið,“ sagði Þorsteinn. Varnarleikur Breiðabliks hefur verið ógnarsterkur í sumar en liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu 11 leikjunum og haldið hreinu í átta leikjum í röð. „Grundvallaratriði er gæði leikmannanna og svo höfum við unnið aðeins í þessu og smám saman verið að bæta varnarleik liðsins sem heildar. „Það skilar sér í því að við höfum fengið fá mörk, og fá færi, á okkur,“ sagði Þorsteinn sem segir mikilvægi Málfríðar Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttur mikið en þær komu til Breiðabliks í vetur eftir að hafa verið mjög sigursælar hjá Val. „Þetta eru stelpur sem hafa unnið allt og þekkja þetta. Það lyftir hinum upp og hjálpar liðinu. Þær koma með sigurhugsun inn í liðið og það er kannski það sem liðið þurfti á að halda.“ Breiðablik er í góðri stöðu á toppnum, með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar en liðin mætast fimmtudaginn 20. ágúst. Þorsteinn segist ekki vera farinn að hugsa um þann leik. „Ég er ekki farinn að spá nokkurn skapaðan hlut í þann leik, það er bara næsti leikur. Ef við ætlum að fara að horfa svona langt fram á veginn lendum við í vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Við reynum að halda okkur í núinu og einbeita okkur að hverju verkefni fyrir sig. Og næst er það KR,“ bætti Þorsteinn við en KR er eina liðið sem hefur tekið stig af Breiðabliki í sumar, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferðinni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Fleiri fréttir „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna.Sjá einnig:Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á fimm fulltrúa í úrvalsliði umferða 1-9 og þá var Fanndís Friðriksdóttir útnefnd besti leikmaðurinn en hún er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk. Þjálfari umferða 1-9 kemur einnig úr röðum Breiðabliks en hann heitir Þorsteinn Halldórsson og er á sínu fyrsta ári með Blikaliðið. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu en ég vil helst fá hana eftir tvo mánuði,“ sagði Þorsteinn en sjö leikir standa á milli Breiðabliks og Íslandsmeistaratitilsins sem liðið hefur ekki unnið síðan 2005. „Við erum með gott lið, höfum verið samstillt og spilað þokkalega góða leiki. Þetta er árangurinn af því. Ég tók við góðu búi en við styrktum liðið aðeins og höfum búið til gott lið,“ sagði Þorsteinn. Varnarleikur Breiðabliks hefur verið ógnarsterkur í sumar en liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu 11 leikjunum og haldið hreinu í átta leikjum í röð. „Grundvallaratriði er gæði leikmannanna og svo höfum við unnið aðeins í þessu og smám saman verið að bæta varnarleik liðsins sem heildar. „Það skilar sér í því að við höfum fengið fá mörk, og fá færi, á okkur,“ sagði Þorsteinn sem segir mikilvægi Málfríðar Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttur mikið en þær komu til Breiðabliks í vetur eftir að hafa verið mjög sigursælar hjá Val. „Þetta eru stelpur sem hafa unnið allt og þekkja þetta. Það lyftir hinum upp og hjálpar liðinu. Þær koma með sigurhugsun inn í liðið og það er kannski það sem liðið þurfti á að halda.“ Breiðablik er í góðri stöðu á toppnum, með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar en liðin mætast fimmtudaginn 20. ágúst. Þorsteinn segist ekki vera farinn að hugsa um þann leik. „Ég er ekki farinn að spá nokkurn skapaðan hlut í þann leik, það er bara næsti leikur. Ef við ætlum að fara að horfa svona langt fram á veginn lendum við í vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Við reynum að halda okkur í núinu og einbeita okkur að hverju verkefni fyrir sig. Og næst er það KR,“ bætti Þorsteinn við en KR er eina liðið sem hefur tekið stig af Breiðabliki í sumar, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferðinni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Fleiri fréttir „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann