Cameron gagnrýndur harðlega fyrir ummæli um flóttamenn Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2015 19:15 Framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir forsætisráðherra landsins harðlega fyrir ónærgæti í orðalagi um vanda hundruð þúsunda flóttamanna. Heimurinn eigi nú í mesta flóttamannavanda frá lokum síðari heimsstyrjaldar og mikilvægt sé að forsætisráðherrann sýni leiðtogahæfileika við slíkar aðstæður. David Cameron sagði í gær að ástandið í Calais í Frakklandi þar sem flóttamenn hafa reynt að komast til Bretlands um Ermasund væri tilkomið vegna þess að „mökkur flóttamanna“ streymdi nú yfir Miðjarðarhafið. Anna Musgrave framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir þetta orðalag forsætisráðherrans. „Það veldur gríðarlegum vonbrigðum að heyra forsætisráðherrann nota svo óábyrgt orðalag sem á endanum geri lítið úr mennsku flóttafólks. En ég vil ganga lengra og fullyrða að forsætisráðherrann hafi verið illa upplýstur,“ segir Musgrave. Hann hafi talað eins og allir þeir 200 þúsund flóttamenn sem komið hefðu yfir Miðjaraðrhafið undanfarin misseru væru nú í Calais í Frakklandi og stefndu til Bretlands. „Það er algerlega rangt. Samkvæmt mati erum við að tala um að í kringum 3.000 flóttamenn séu nú í Calais. Aðeins brot af þeim sem lagt hafa á Miðjarðarhafið og algert brotabrot af þeim fjölda flóttamanna sem Ítalir og Grikkir hafa tekið á móti,“ segir Musgrave. Þúsundir flóttamanna dvelja nú við slæman kost í Calais og sofa í kofaskriblum, tjöldum eða undir berum himni. Sumir þeirra hafa reynt að fara fótgangandi í gegnum Ermasundsgöngin og aðrir reyna að komast um borð í ferjur eða ýmist kaupa sér far eða smygla sér með flutningabílum. Musgrave segir að við þessar aðstæður ætti forsætisráðherrann að sýna stillingu og tala með ábyrgum hætti um mjög mikinn vanda hundruð þúsunda manna. „Hafandi í huga að það er skiljanlegt að fólki bregði við þær myndir sem berast frá svæðinu og sýndar eru í sjónvarpi. Þess vegna er svo mikilvægt að forsætisráðherrann bregðist ekki leiðtogahlutverki sínu og kyndi ekki undir ótta fólks,“ segir Musgrave. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun um að létta byrðunum af Ítölum og Grikkjum þangað sem gífurlegur fjöldi flóttamanna hefur flúið á undanförnum misserum. Íslensk stjórnvöld hafa m.a. ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum í tengslum við þá áætlun á næstu tveimur árum. „Það sem við erum að horfa upp á eru einkenni þeirrar staðreyndar að heimurinn er nú í verstu flóttamannakreppu sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Mikill meirihluti þeirra flóttamanna hefur í raun fengið skjól hjá sumum fátækustu ríkjum heims,“ segir Musgrave. Aðeins lítill hluti þeirra hætti lífi sínu með siglingu yfir Miðjarðarhaf í von um öryggi í Evrópu. „Og aðeins pínulítill hluti þeirra er síðan að reyna að komast til Bretlands. Við verðum að hafa í huga að Bretland hýsir aðeins um eitt prósent af flóttamönnum heimsins,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands. Flóttamenn Tengdar fréttir Cameron varar flóttamenn við því að koma Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi 31. júlí 2015 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir forsætisráðherra landsins harðlega fyrir ónærgæti í orðalagi um vanda hundruð þúsunda flóttamanna. Heimurinn eigi nú í mesta flóttamannavanda frá lokum síðari heimsstyrjaldar og mikilvægt sé að forsætisráðherrann sýni leiðtogahæfileika við slíkar aðstæður. David Cameron sagði í gær að ástandið í Calais í Frakklandi þar sem flóttamenn hafa reynt að komast til Bretlands um Ermasund væri tilkomið vegna þess að „mökkur flóttamanna“ streymdi nú yfir Miðjarðarhafið. Anna Musgrave framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir þetta orðalag forsætisráðherrans. „Það veldur gríðarlegum vonbrigðum að heyra forsætisráðherrann nota svo óábyrgt orðalag sem á endanum geri lítið úr mennsku flóttafólks. En ég vil ganga lengra og fullyrða að forsætisráðherrann hafi verið illa upplýstur,“ segir Musgrave. Hann hafi talað eins og allir þeir 200 þúsund flóttamenn sem komið hefðu yfir Miðjaraðrhafið undanfarin misseru væru nú í Calais í Frakklandi og stefndu til Bretlands. „Það er algerlega rangt. Samkvæmt mati erum við að tala um að í kringum 3.000 flóttamenn séu nú í Calais. Aðeins brot af þeim sem lagt hafa á Miðjarðarhafið og algert brotabrot af þeim fjölda flóttamanna sem Ítalir og Grikkir hafa tekið á móti,“ segir Musgrave. Þúsundir flóttamanna dvelja nú við slæman kost í Calais og sofa í kofaskriblum, tjöldum eða undir berum himni. Sumir þeirra hafa reynt að fara fótgangandi í gegnum Ermasundsgöngin og aðrir reyna að komast um borð í ferjur eða ýmist kaupa sér far eða smygla sér með flutningabílum. Musgrave segir að við þessar aðstæður ætti forsætisráðherrann að sýna stillingu og tala með ábyrgum hætti um mjög mikinn vanda hundruð þúsunda manna. „Hafandi í huga að það er skiljanlegt að fólki bregði við þær myndir sem berast frá svæðinu og sýndar eru í sjónvarpi. Þess vegna er svo mikilvægt að forsætisráðherrann bregðist ekki leiðtogahlutverki sínu og kyndi ekki undir ótta fólks,“ segir Musgrave. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun um að létta byrðunum af Ítölum og Grikkjum þangað sem gífurlegur fjöldi flóttamanna hefur flúið á undanförnum misserum. Íslensk stjórnvöld hafa m.a. ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum í tengslum við þá áætlun á næstu tveimur árum. „Það sem við erum að horfa upp á eru einkenni þeirrar staðreyndar að heimurinn er nú í verstu flóttamannakreppu sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Mikill meirihluti þeirra flóttamanna hefur í raun fengið skjól hjá sumum fátækustu ríkjum heims,“ segir Musgrave. Aðeins lítill hluti þeirra hætti lífi sínu með siglingu yfir Miðjarðarhaf í von um öryggi í Evrópu. „Og aðeins pínulítill hluti þeirra er síðan að reyna að komast til Bretlands. Við verðum að hafa í huga að Bretland hýsir aðeins um eitt prósent af flóttamönnum heimsins,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands.
Flóttamenn Tengdar fréttir Cameron varar flóttamenn við því að koma Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi 31. júlí 2015 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira
Cameron varar flóttamenn við því að koma Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi 31. júlí 2015 07:00