Hvernig slapp Hafsteinn með gult spjald? | Sjáðu atvikið umtalaða í Vesturbænum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2015 08:00 KR komst auðveldlega í enn einn bikarúrslitaleikinn í gærkvöldi þegar liðið lagði ÍBV, 4-1, undanúrslitum á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. KR-ingar voru miklu betri í leiknum og eitthvað var mótlætið farið að segja til sín hjá Hafsteini Briem, miðverði Eyjamanna. Á 40. mínútu, í stöðunni 1-0, sparkaði Hafsteinn í Jacob Schoop, Danann í liði KR, þar sem hann lá varnarlaus í grasinu eftir að Þóroddur Hjaltalín var búinn að dæma aukaspyrnu á Hafstein fyrir brot á honum. Hörður Magnússon og Hjörvar Hafliðason, sem lýstu leiknum beint á Stöð 2 Sport, áttu ekki orð þegar Þóroddur gaf Hafsteini aðeins gult spjald fyrir brotið og Jóhannes Valgeirsson, fyrrverandi milliríkjadómari, tók undir með þeim á Twitter:Að sparka í andstæðing með þeim hætti sem H. Briem gerir, flokkast undir alvarlega grófan leik og skal refsa með brottvísun. #fotboltinet — Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) July 30, 2015 Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, var heldur ekki skemmt á hliðarlínunni og spurði hann fjórða dómara leiksins hvort um grín væri að ræða áður en hann öskraði svo á Þórodd dómara. Skömmu síðar bætti Hólmbert Aron Friðjónsson við öðru marki sínu í leiknum og þeir Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson juku forskotið í 4-0 áður en Bjarni Gunnarsson minnkaði muninn. Hafsteinn sá þó eftir gjörðum sínum og baðst afsökunar á Twitter-síðu sinni eftir leikinn. Schoop var fljótur að fyrirgefa miðverðinum sterka og sagði það sem gerist inn á vellinum gleymast þar líka. Í spilaranum hér að ofan má sjá atvikið sem um ræðir.@HafsteinnBriem4 All good mate, no worries. What happens on the pitch stays on the pitch — Jacob Toppel Schoop (@JacobTSchoop) July 30, 2015 Íslenski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
KR komst auðveldlega í enn einn bikarúrslitaleikinn í gærkvöldi þegar liðið lagði ÍBV, 4-1, undanúrslitum á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. KR-ingar voru miklu betri í leiknum og eitthvað var mótlætið farið að segja til sín hjá Hafsteini Briem, miðverði Eyjamanna. Á 40. mínútu, í stöðunni 1-0, sparkaði Hafsteinn í Jacob Schoop, Danann í liði KR, þar sem hann lá varnarlaus í grasinu eftir að Þóroddur Hjaltalín var búinn að dæma aukaspyrnu á Hafstein fyrir brot á honum. Hörður Magnússon og Hjörvar Hafliðason, sem lýstu leiknum beint á Stöð 2 Sport, áttu ekki orð þegar Þóroddur gaf Hafsteini aðeins gult spjald fyrir brotið og Jóhannes Valgeirsson, fyrrverandi milliríkjadómari, tók undir með þeim á Twitter:Að sparka í andstæðing með þeim hætti sem H. Briem gerir, flokkast undir alvarlega grófan leik og skal refsa með brottvísun. #fotboltinet — Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) July 30, 2015 Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, var heldur ekki skemmt á hliðarlínunni og spurði hann fjórða dómara leiksins hvort um grín væri að ræða áður en hann öskraði svo á Þórodd dómara. Skömmu síðar bætti Hólmbert Aron Friðjónsson við öðru marki sínu í leiknum og þeir Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson juku forskotið í 4-0 áður en Bjarni Gunnarsson minnkaði muninn. Hafsteinn sá þó eftir gjörðum sínum og baðst afsökunar á Twitter-síðu sinni eftir leikinn. Schoop var fljótur að fyrirgefa miðverðinum sterka og sagði það sem gerist inn á vellinum gleymast þar líka. Í spilaranum hér að ofan má sjá atvikið sem um ræðir.@HafsteinnBriem4 All good mate, no worries. What happens on the pitch stays on the pitch — Jacob Toppel Schoop (@JacobTSchoop) July 30, 2015
Íslenski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira