365 og Filmflex í samstarf Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. ágúst 2015 17:34 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. vísir 365 og Filmflex hafa skrifað undir samkomulag um samstarf vegna viðskiptaréttinda félaganna tveggja, en það felur í sér að bæði félög hafi rétt til að bjóða viðskiptapakka hvors annars til viðskiptavina sinna. Þannig getur 365 nú boðið erlendar stöðvar á borð við Al-Jazeera News, Discovery Channel og fleiri stöðvar til hótela, gistiheimila og gististaða sem bjóða viðskiptavinum sínum erlenda afþreyingu og Filmflex að sama skapi boðið enska boltann, meistaradeildina og Golfstöðina til veitingahúsa og sportbara. Filmflex er rétthafi á um 40 erlendra sjónvarpsstöðva hér á landi og 365 er með sýningarétt á ensku knattspyrnunni, meistaradeildinni, Formúlu 1 og fjölda risastórra golfmóta sem sýnd eru í sjónvarpi hér á landi. „Þetta samstarf eykur framboð Filmflex til muna og styrkir okkur í þeirri sérhæfingu að bjóða eingöngu viðskiptaréttindi sjónvarpsstöðva. Nú bætast enski boltinn, meistaradeildin og Golfstöðin við flóruna og þá er vöruúrval okkar nærri fullkomnað,“ segir Hólmgeir Baldursson, forstöðumaður Filmflex. Hann segir að nú sé hægt að bjóða smærri gististöðum tímabundnar áskriftir með myndlyklum símafélaganna og því þurfi ekki lengur að setja upp móttökubúnað á hverjum stað. Áskriftarpakki Filmflex sem nefnist „Toppur Fjöldaáskrift“ verður til sölu hjá 365 og því öllum hótel og gististöðum aðgengilegir. „Það er ánægjulegt að með samstarfi við Filmflex séum við að gera hótelum og gististöðum möguleika að nálgast efni okkar á aðgengilegan og löglegan máta“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. Enski boltinn fer á fullt í ágúst og verður tíminn fram að því notaður til að fullgera vöruna fyrir næsta keppnistímabil, en stefnt er að því að bjóða upp á sérstaka útsendingar, meðal annars á erlendum tungumálum, enda margir viðskiptavinir gististaða og veitingastaða, erlendir ferðamenn. Ólögmæt dreifing erlendra sjónvarpsstöðva á með þessum samningi að heyra sögunni til en talsverð brögð hafa verið að því að sportbarir og gististaðir hafi boðið upp á sjónvarpsrásir með ólögmætum hætti í gegnum gervihnetti eða erlenda myndlykla. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
365 og Filmflex hafa skrifað undir samkomulag um samstarf vegna viðskiptaréttinda félaganna tveggja, en það felur í sér að bæði félög hafi rétt til að bjóða viðskiptapakka hvors annars til viðskiptavina sinna. Þannig getur 365 nú boðið erlendar stöðvar á borð við Al-Jazeera News, Discovery Channel og fleiri stöðvar til hótela, gistiheimila og gististaða sem bjóða viðskiptavinum sínum erlenda afþreyingu og Filmflex að sama skapi boðið enska boltann, meistaradeildina og Golfstöðina til veitingahúsa og sportbara. Filmflex er rétthafi á um 40 erlendra sjónvarpsstöðva hér á landi og 365 er með sýningarétt á ensku knattspyrnunni, meistaradeildinni, Formúlu 1 og fjölda risastórra golfmóta sem sýnd eru í sjónvarpi hér á landi. „Þetta samstarf eykur framboð Filmflex til muna og styrkir okkur í þeirri sérhæfingu að bjóða eingöngu viðskiptaréttindi sjónvarpsstöðva. Nú bætast enski boltinn, meistaradeildin og Golfstöðin við flóruna og þá er vöruúrval okkar nærri fullkomnað,“ segir Hólmgeir Baldursson, forstöðumaður Filmflex. Hann segir að nú sé hægt að bjóða smærri gististöðum tímabundnar áskriftir með myndlyklum símafélaganna og því þurfi ekki lengur að setja upp móttökubúnað á hverjum stað. Áskriftarpakki Filmflex sem nefnist „Toppur Fjöldaáskrift“ verður til sölu hjá 365 og því öllum hótel og gististöðum aðgengilegir. „Það er ánægjulegt að með samstarfi við Filmflex séum við að gera hótelum og gististöðum möguleika að nálgast efni okkar á aðgengilegan og löglegan máta“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. Enski boltinn fer á fullt í ágúst og verður tíminn fram að því notaður til að fullgera vöruna fyrir næsta keppnistímabil, en stefnt er að því að bjóða upp á sérstaka útsendingar, meðal annars á erlendum tungumálum, enda margir viðskiptavinir gististaða og veitingastaða, erlendir ferðamenn. Ólögmæt dreifing erlendra sjónvarpsstöðva á með þessum samningi að heyra sögunni til en talsverð brögð hafa verið að því að sportbarir og gististaðir hafi boðið upp á sjónvarpsrásir með ólögmætum hætti í gegnum gervihnetti eða erlenda myndlykla.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15