Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti ekki aðeins Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi á HM í Kazan í morgun því hún átti einnig Norðurlandametið sem féll því á sama tíma.
Eygló Ósk Gústafsdóttir kom í mark í sundinu á 2.09.16 mínútum og varð í fjórða sæti í undanrásum. Eygló Ósk mun synda í undanúrslitum seinna í dag.
Þetta er í þriðja sinn sem Eygló Ósk bætir Norðurlandametið á þessu ári. Hún eignaðist það fryst með því að synda á 2.09.86 mínútum á Opna danska meistaramótinu í Esbjerg í mars en bætti það síðan með því að synda á 2.09.36 mínútum á Íslandsmeistaramótinu í Laugardalslaug í apríl.
Eygló Ósk náði fyrst íslenskra íþróttamanna A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016 þegar hún bætti metin í 200 metra baksundinu í vor.
Það verður spennandi að fylgjast með Eygló Ósk í undanúrslitasundinu seinna í dag en þar á hún möguleika á því að verða aðeins önnur íslenskra kvenna til að komast í úrslit á HM í 50 metra laug.
Eygló Ósk syndir í seinni riðlinum þar sem hin ungverska Katinka Hosszu er líka en hún náði bestum tíma í undanrásunum í morgun. Eygló Ósk verður á þriðju braut með Hosszu öðrum megin við sig en hinum megin syndir síðan hin þýska Lisa Graf.
Eygló Ósk bætti einnig Norðurlandametið í morgun
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn