Dinamo Zagreb komst áfram á ótrúlegan hátt | Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. ágúst 2015 20:57 Úr leik Dinamo Zagreb og Molde. Vísir/Getty Stuðningsmenn Molde hljóta að velta fyrir sér hvernig það megi vera að félagið hafi ekki komist áfram í 4. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-3 jafntefli gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Molde sem lék manni færri í hálftíma lenti 0-3 undir um miðbik fyrri hálfleiksins en náði að jafna metin þrátt fyrir að hafa brennt af tveimur vítaspyrnum af þremur. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Zagreb og fengu heimamenn í Molde sannkallaða draumabyrjun þegar dæmd var vítaspyrna á Dinamo Zagreb eftir átta mínútur. Ola Kamara brenndi hinsvegar af og stuttu síðar skoruðu gestirnir frá Króatíu þrjú mörk á fimm mínútum. Etzaz Hussain minnkaði muninn stuttu fyrir hálfleik en í lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik fékk Molde annað víti. Harmeet Singh tók vítaspyrnuna að þessu sinni en hann brenndi af og var staðan 3-1 fyrir gestina í hálfleik. Dómari leiksins dæmdi þriðju vítaspyrnuna á Dinamo Zagreb í upphafi seinni hálfleiks og loksins tókst leikmönnum Molde að nýta sér það þegar Mohamed Elyounoussi fór á vítapunktinn. Kamara bætti við þriðja marki Molde þegar korter var til leiksloka og jafnaði metin en tíu mínútum áður fékk Vegard Forren, miðvörður Molde, rautt spjald. Tíu leikmenn Molde reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lauk leiknum því með 3-3 jafntefli og fer Dinamo Zagreb áfram á útivallarmarkareglunni. Í Amsterdam vann Rapid Vín 3-2 sigur á Ajax og komst með því í næstu umferð en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli í Austurríki. Gestirnir frá Austurríki komust í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks en Arkadiuzs Milik og Nemanja Gudelj jöfnuðu metin fyrir Ajax. Lasse Schaub bætti við örðu marki sínu fyrir Rapid Vín stuttu fyrir leikslok og gerði út um einvígið á sama tíma og hann tryggði sæti Rapid Vín í næstu umferð Þá vann Mitdjylland óvæntan sigur á kýpverska félaginu APOEL í Kýpur en eina mark leiksins kom á 3. mínútu og var þar að verki Erik Sviatchenko. Miðjumaður APOEL fékk beint rautt spjald á 29. mínútu leiksins en danska félaginu tókst ekki að bæta við öðru marki og féll því út á útivallarmarks reglunni. Að lokum vann Monaco öruggan sigur á Young Boys frá Sviss 4-0 í Mónakó en franska félagið gerði út um einvígið í fyrri leik liðanna.Úrslit kvöldsins: Molde 3-3 Dinamo Zagreb (4-4, Dinamo Zagreb áfram á útivallarmörkum) APOEL 0-1 Mitdjylland (2-2, APOEL áfram á útivallarmörkum) Ajax 2-3 Rapid Vín (4-5, Rapid Vín fer áfram) Monaco 4-0 Young Boys (7-1, Monaco fer áfram) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Stuðningsmenn Molde hljóta að velta fyrir sér hvernig það megi vera að félagið hafi ekki komist áfram í 4. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-3 jafntefli gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Molde sem lék manni færri í hálftíma lenti 0-3 undir um miðbik fyrri hálfleiksins en náði að jafna metin þrátt fyrir að hafa brennt af tveimur vítaspyrnum af þremur. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Zagreb og fengu heimamenn í Molde sannkallaða draumabyrjun þegar dæmd var vítaspyrna á Dinamo Zagreb eftir átta mínútur. Ola Kamara brenndi hinsvegar af og stuttu síðar skoruðu gestirnir frá Króatíu þrjú mörk á fimm mínútum. Etzaz Hussain minnkaði muninn stuttu fyrir hálfleik en í lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik fékk Molde annað víti. Harmeet Singh tók vítaspyrnuna að þessu sinni en hann brenndi af og var staðan 3-1 fyrir gestina í hálfleik. Dómari leiksins dæmdi þriðju vítaspyrnuna á Dinamo Zagreb í upphafi seinni hálfleiks og loksins tókst leikmönnum Molde að nýta sér það þegar Mohamed Elyounoussi fór á vítapunktinn. Kamara bætti við þriðja marki Molde þegar korter var til leiksloka og jafnaði metin en tíu mínútum áður fékk Vegard Forren, miðvörður Molde, rautt spjald. Tíu leikmenn Molde reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lauk leiknum því með 3-3 jafntefli og fer Dinamo Zagreb áfram á útivallarmarkareglunni. Í Amsterdam vann Rapid Vín 3-2 sigur á Ajax og komst með því í næstu umferð en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli í Austurríki. Gestirnir frá Austurríki komust í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks en Arkadiuzs Milik og Nemanja Gudelj jöfnuðu metin fyrir Ajax. Lasse Schaub bætti við örðu marki sínu fyrir Rapid Vín stuttu fyrir leikslok og gerði út um einvígið á sama tíma og hann tryggði sæti Rapid Vín í næstu umferð Þá vann Mitdjylland óvæntan sigur á kýpverska félaginu APOEL í Kýpur en eina mark leiksins kom á 3. mínútu og var þar að verki Erik Sviatchenko. Miðjumaður APOEL fékk beint rautt spjald á 29. mínútu leiksins en danska félaginu tókst ekki að bæta við öðru marki og féll því út á útivallarmarks reglunni. Að lokum vann Monaco öruggan sigur á Young Boys frá Sviss 4-0 í Mónakó en franska félagið gerði út um einvígið í fyrri leik liðanna.Úrslit kvöldsins: Molde 3-3 Dinamo Zagreb (4-4, Dinamo Zagreb áfram á útivallarmörkum) APOEL 0-1 Mitdjylland (2-2, APOEL áfram á útivallarmörkum) Ajax 2-3 Rapid Vín (4-5, Rapid Vín fer áfram) Monaco 4-0 Young Boys (7-1, Monaco fer áfram)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira