Dinamo Zagreb komst áfram á ótrúlegan hátt | Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. ágúst 2015 20:57 Úr leik Dinamo Zagreb og Molde. Vísir/Getty Stuðningsmenn Molde hljóta að velta fyrir sér hvernig það megi vera að félagið hafi ekki komist áfram í 4. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-3 jafntefli gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Molde sem lék manni færri í hálftíma lenti 0-3 undir um miðbik fyrri hálfleiksins en náði að jafna metin þrátt fyrir að hafa brennt af tveimur vítaspyrnum af þremur. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Zagreb og fengu heimamenn í Molde sannkallaða draumabyrjun þegar dæmd var vítaspyrna á Dinamo Zagreb eftir átta mínútur. Ola Kamara brenndi hinsvegar af og stuttu síðar skoruðu gestirnir frá Króatíu þrjú mörk á fimm mínútum. Etzaz Hussain minnkaði muninn stuttu fyrir hálfleik en í lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik fékk Molde annað víti. Harmeet Singh tók vítaspyrnuna að þessu sinni en hann brenndi af og var staðan 3-1 fyrir gestina í hálfleik. Dómari leiksins dæmdi þriðju vítaspyrnuna á Dinamo Zagreb í upphafi seinni hálfleiks og loksins tókst leikmönnum Molde að nýta sér það þegar Mohamed Elyounoussi fór á vítapunktinn. Kamara bætti við þriðja marki Molde þegar korter var til leiksloka og jafnaði metin en tíu mínútum áður fékk Vegard Forren, miðvörður Molde, rautt spjald. Tíu leikmenn Molde reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lauk leiknum því með 3-3 jafntefli og fer Dinamo Zagreb áfram á útivallarmarkareglunni. Í Amsterdam vann Rapid Vín 3-2 sigur á Ajax og komst með því í næstu umferð en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli í Austurríki. Gestirnir frá Austurríki komust í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks en Arkadiuzs Milik og Nemanja Gudelj jöfnuðu metin fyrir Ajax. Lasse Schaub bætti við örðu marki sínu fyrir Rapid Vín stuttu fyrir leikslok og gerði út um einvígið á sama tíma og hann tryggði sæti Rapid Vín í næstu umferð Þá vann Mitdjylland óvæntan sigur á kýpverska félaginu APOEL í Kýpur en eina mark leiksins kom á 3. mínútu og var þar að verki Erik Sviatchenko. Miðjumaður APOEL fékk beint rautt spjald á 29. mínútu leiksins en danska félaginu tókst ekki að bæta við öðru marki og féll því út á útivallarmarks reglunni. Að lokum vann Monaco öruggan sigur á Young Boys frá Sviss 4-0 í Mónakó en franska félagið gerði út um einvígið í fyrri leik liðanna.Úrslit kvöldsins: Molde 3-3 Dinamo Zagreb (4-4, Dinamo Zagreb áfram á útivallarmörkum) APOEL 0-1 Mitdjylland (2-2, APOEL áfram á útivallarmörkum) Ajax 2-3 Rapid Vín (4-5, Rapid Vín fer áfram) Monaco 4-0 Young Boys (7-1, Monaco fer áfram) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira
Stuðningsmenn Molde hljóta að velta fyrir sér hvernig það megi vera að félagið hafi ekki komist áfram í 4. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-3 jafntefli gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Molde sem lék manni færri í hálftíma lenti 0-3 undir um miðbik fyrri hálfleiksins en náði að jafna metin þrátt fyrir að hafa brennt af tveimur vítaspyrnum af þremur. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Zagreb og fengu heimamenn í Molde sannkallaða draumabyrjun þegar dæmd var vítaspyrna á Dinamo Zagreb eftir átta mínútur. Ola Kamara brenndi hinsvegar af og stuttu síðar skoruðu gestirnir frá Króatíu þrjú mörk á fimm mínútum. Etzaz Hussain minnkaði muninn stuttu fyrir hálfleik en í lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik fékk Molde annað víti. Harmeet Singh tók vítaspyrnuna að þessu sinni en hann brenndi af og var staðan 3-1 fyrir gestina í hálfleik. Dómari leiksins dæmdi þriðju vítaspyrnuna á Dinamo Zagreb í upphafi seinni hálfleiks og loksins tókst leikmönnum Molde að nýta sér það þegar Mohamed Elyounoussi fór á vítapunktinn. Kamara bætti við þriðja marki Molde þegar korter var til leiksloka og jafnaði metin en tíu mínútum áður fékk Vegard Forren, miðvörður Molde, rautt spjald. Tíu leikmenn Molde reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lauk leiknum því með 3-3 jafntefli og fer Dinamo Zagreb áfram á útivallarmarkareglunni. Í Amsterdam vann Rapid Vín 3-2 sigur á Ajax og komst með því í næstu umferð en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli í Austurríki. Gestirnir frá Austurríki komust í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks en Arkadiuzs Milik og Nemanja Gudelj jöfnuðu metin fyrir Ajax. Lasse Schaub bætti við örðu marki sínu fyrir Rapid Vín stuttu fyrir leikslok og gerði út um einvígið á sama tíma og hann tryggði sæti Rapid Vín í næstu umferð Þá vann Mitdjylland óvæntan sigur á kýpverska félaginu APOEL í Kýpur en eina mark leiksins kom á 3. mínútu og var þar að verki Erik Sviatchenko. Miðjumaður APOEL fékk beint rautt spjald á 29. mínútu leiksins en danska félaginu tókst ekki að bæta við öðru marki og féll því út á útivallarmarks reglunni. Að lokum vann Monaco öruggan sigur á Young Boys frá Sviss 4-0 í Mónakó en franska félagið gerði út um einvígið í fyrri leik liðanna.Úrslit kvöldsins: Molde 3-3 Dinamo Zagreb (4-4, Dinamo Zagreb áfram á útivallarmörkum) APOEL 0-1 Mitdjylland (2-2, APOEL áfram á útivallarmörkum) Ajax 2-3 Rapid Vín (4-5, Rapid Vín fer áfram) Monaco 4-0 Young Boys (7-1, Monaco fer áfram)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira