Ronda Rousey leikur aðalhlutverkið í bíómynd um sig sjálfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2015 11:30 Ronda Rousey. Vísir/Getty Ronda Rousey lætur sér ekki nægja að klára andstæðinga sína á mettíma því nú er ein stærsta bardagastjarna heimsins á leiðinni á hvíta tjaldið. Ronda Rousey hefur aldrei tapað í hringnum og mótherjar hennar að undanförnu hafa aðeins haldið út í rúma hálfa mínútu á móti henni. Ronda Rousey tók sér aðeins 34 sekúndur í að vinna hina yfirlýsingaglöðu Beth Correia á heimavelli hennar í Ríó í Brasilíu um síðustu helgi. Rousey hefur unnið síðustu þrjá bardaga sína á 14, 16 og 34 sekúndum og margir heimsþekktir íþróttakarlar hafa viðurkennt opinberlaga að þeir ættu ekki möguleika á móti henni í hringnum. Þessi 28 ára gamla súperstjarna mun leika sjálfa sig í nýrri Hollywood-kvikmynd sem er byggð á ævisögu sinni „My Fight/Your Fight." Paramount Pictures hafa tryggt sér réttinn á að gera kvikmynd eftir sögu Rousey og menn þar á bæ eru komnir með allt á fulla ferð. Mark Bomback mun skrifa handrit myndarinnar en hann hefur skrifað handrit að myndum eins og „Die Hard 4.0" og „Dawn of the Planet of the Apes." Mary Parent mun framleið myndina ásamt Rondu Rousey en Parent er þekktust fyrir vinnu sína við stórmyndina „Godzilla" sem kom út árið 2014.Vísir/GettySaga Ronda Rousey er fyrir margar sakir mjög athyglisverð en hún hefur eins og margir afreksíþróttamenn þurft að yfirvinna mikið mótlæti á leið sinni á toppinn. Hún varð fyrir heilaskaða í fæðingu og þurfti að hafa mikið fyrir því að læra að tala. Faðir hennar framdi sjálfmorð þegar hún var átta ára og öll uppvaktstarárin voru henni erfið. Hún fann sinn vettvang í íþróttum og vann Ólympíubrons í júdó 2008 áður en hún skipti yfir í blandaðar bardagaíþróttir. Ronda Rousey mun þó ekki stíga sín fyrstu sport á hvíta tjaldinu í þessari mynd því hún hefur leikið lítil hlutverk í myndum eins og „The Expendables 3", „Furious 7" og „Entourage". Frægð Ronda Rousey verður örugglega ekki minni þegar þessi mynd kemur út líklegast á næsta ári. MMA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ronda Rousey ætlar að leika sér að matnum í kvöld UFC 190 fer fram í kvöld þar sem Ronda Rousey mætir Bethe Correia í Brasilíu. Aldrei hefur meistari verið jafn sigurstranglegur fyrir titilbardaga í UFC líkt og nú en veðbankarnir meta sigurlíkur Correia litlar sem engar. 1. ágúst 2015 00:31 Ronda: Mamma getur ekki verið of fúl Bardagakonan Ronda Rousey varði meistaratitil sinn í bantamvigt kvenna þegar hún bar sigurorð af Bethe Correia á UFC 190 bardagakvöldi í Brasilíu aðfaranótt sunnudags. 3. ágúst 2015 16:30 Ronda fær ekkert nema ást í landi mótherjans | Myndbönd Ronda Rousey átti ekki orð yfir móttökum brasilískra stuðningsmanna þegar hún æfði á ströndinni í Ríó fyrir bardagann gegn Bethe Correia. 31. júlí 2015 14:00 Ronda myndi klára mig þegar henni hentar LeBron James er nýjasti karlmaðurinn sem segist ekki eiga möguleika í Rondu Rousey. 30. júlí 2015 23:15 Ronda rotaði Correia eftir 34 sekúndur | Myndband Ronda Rousey var ekki lengi að afgreiða Bethe Correia á UFC 190 bardagakvöldinu sem var haldið í Ríó í Brasilíu í nótt. 2. ágúst 2015 13:53 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Ronda Rousey lætur sér ekki nægja að klára andstæðinga sína á mettíma því nú er ein stærsta bardagastjarna heimsins á leiðinni á hvíta tjaldið. Ronda Rousey hefur aldrei tapað í hringnum og mótherjar hennar að undanförnu hafa aðeins haldið út í rúma hálfa mínútu á móti henni. Ronda Rousey tók sér aðeins 34 sekúndur í að vinna hina yfirlýsingaglöðu Beth Correia á heimavelli hennar í Ríó í Brasilíu um síðustu helgi. Rousey hefur unnið síðustu þrjá bardaga sína á 14, 16 og 34 sekúndum og margir heimsþekktir íþróttakarlar hafa viðurkennt opinberlaga að þeir ættu ekki möguleika á móti henni í hringnum. Þessi 28 ára gamla súperstjarna mun leika sjálfa sig í nýrri Hollywood-kvikmynd sem er byggð á ævisögu sinni „My Fight/Your Fight." Paramount Pictures hafa tryggt sér réttinn á að gera kvikmynd eftir sögu Rousey og menn þar á bæ eru komnir með allt á fulla ferð. Mark Bomback mun skrifa handrit myndarinnar en hann hefur skrifað handrit að myndum eins og „Die Hard 4.0" og „Dawn of the Planet of the Apes." Mary Parent mun framleið myndina ásamt Rondu Rousey en Parent er þekktust fyrir vinnu sína við stórmyndina „Godzilla" sem kom út árið 2014.Vísir/GettySaga Ronda Rousey er fyrir margar sakir mjög athyglisverð en hún hefur eins og margir afreksíþróttamenn þurft að yfirvinna mikið mótlæti á leið sinni á toppinn. Hún varð fyrir heilaskaða í fæðingu og þurfti að hafa mikið fyrir því að læra að tala. Faðir hennar framdi sjálfmorð þegar hún var átta ára og öll uppvaktstarárin voru henni erfið. Hún fann sinn vettvang í íþróttum og vann Ólympíubrons í júdó 2008 áður en hún skipti yfir í blandaðar bardagaíþróttir. Ronda Rousey mun þó ekki stíga sín fyrstu sport á hvíta tjaldinu í þessari mynd því hún hefur leikið lítil hlutverk í myndum eins og „The Expendables 3", „Furious 7" og „Entourage". Frægð Ronda Rousey verður örugglega ekki minni þegar þessi mynd kemur út líklegast á næsta ári.
MMA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ronda Rousey ætlar að leika sér að matnum í kvöld UFC 190 fer fram í kvöld þar sem Ronda Rousey mætir Bethe Correia í Brasilíu. Aldrei hefur meistari verið jafn sigurstranglegur fyrir titilbardaga í UFC líkt og nú en veðbankarnir meta sigurlíkur Correia litlar sem engar. 1. ágúst 2015 00:31 Ronda: Mamma getur ekki verið of fúl Bardagakonan Ronda Rousey varði meistaratitil sinn í bantamvigt kvenna þegar hún bar sigurorð af Bethe Correia á UFC 190 bardagakvöldi í Brasilíu aðfaranótt sunnudags. 3. ágúst 2015 16:30 Ronda fær ekkert nema ást í landi mótherjans | Myndbönd Ronda Rousey átti ekki orð yfir móttökum brasilískra stuðningsmanna þegar hún æfði á ströndinni í Ríó fyrir bardagann gegn Bethe Correia. 31. júlí 2015 14:00 Ronda myndi klára mig þegar henni hentar LeBron James er nýjasti karlmaðurinn sem segist ekki eiga möguleika í Rondu Rousey. 30. júlí 2015 23:15 Ronda rotaði Correia eftir 34 sekúndur | Myndband Ronda Rousey var ekki lengi að afgreiða Bethe Correia á UFC 190 bardagakvöldinu sem var haldið í Ríó í Brasilíu í nótt. 2. ágúst 2015 13:53 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Ronda Rousey ætlar að leika sér að matnum í kvöld UFC 190 fer fram í kvöld þar sem Ronda Rousey mætir Bethe Correia í Brasilíu. Aldrei hefur meistari verið jafn sigurstranglegur fyrir titilbardaga í UFC líkt og nú en veðbankarnir meta sigurlíkur Correia litlar sem engar. 1. ágúst 2015 00:31
Ronda: Mamma getur ekki verið of fúl Bardagakonan Ronda Rousey varði meistaratitil sinn í bantamvigt kvenna þegar hún bar sigurorð af Bethe Correia á UFC 190 bardagakvöldi í Brasilíu aðfaranótt sunnudags. 3. ágúst 2015 16:30
Ronda fær ekkert nema ást í landi mótherjans | Myndbönd Ronda Rousey átti ekki orð yfir móttökum brasilískra stuðningsmanna þegar hún æfði á ströndinni í Ríó fyrir bardagann gegn Bethe Correia. 31. júlí 2015 14:00
Ronda myndi klára mig þegar henni hentar LeBron James er nýjasti karlmaðurinn sem segist ekki eiga möguleika í Rondu Rousey. 30. júlí 2015 23:15
Ronda rotaði Correia eftir 34 sekúndur | Myndband Ronda Rousey var ekki lengi að afgreiða Bethe Correia á UFC 190 bardagakvöldinu sem var haldið í Ríó í Brasilíu í nótt. 2. ágúst 2015 13:53