Gaupi: Eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. ágúst 2015 18:08 Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Slóvenum, 31-30, í undanúrslitum á HM í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsta tap íslensku strákanna á mótinu en þeir leika við Spánverja um 3. sætið á morgun. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og handboltasérfræðingur, ræddi við Hjört Hjartarson um íslenska liðið í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Í sjálfu sér voru strákarnir bara klaufar að klára leikinn ekki og það var kannski fyrst og síðast varnarleikur liðsins sem brást í dag. Hann hefur verið frábær í síðustu leikjum og reyndar hefur þetta lið ekki tapað í einhverjum 20 leikjum í röð,“ sagði Gaupi. „Aðalsmerki liðsins hefur verið frábærlega útfærður varnarleikur ásamt góðri markvörslu sem hefur skilað einföldum og auðveldum mörkum. Og það var kannski það sem klikkaði í þessum leik gegn Slóvenum. „En á svona móti getur ýmislegt gerst og kannski var þreytan farin að segja til sín en þeir hafa keyrt mikið á sama liði og þetta er gríðarlega mikið álag. En þeir geta verið stoltir af sinni frammistöðu, þessir drengir.Egill Magnússon er lykilmaður í íslenska liðinu.mynd/facebook-síða mótsinsÞrátt fyrir tapið er Gaupi ekki sannfærður um að slóvenska liðið sé betra en það íslenska sem hefur spilað frábærlega á HM. „Það fannst mér ekki. Fyrirfram voru Slóvenar taldir með sterkasta lið mótsins ásamt Frökkum sem eru komnir í úrslit. Mér finnst íslenska liðið síst lakara heldur en slóvenska liðið. Þeir eru betri en Spánverjar en ekki jafn sterkir og Frakkar,“ sagði Gaupi sem hefur fylgst lengi með handboltanum. Hann segir þetta vera eitt besta unglingalið sem Ísland hefur átt. „Þetta er eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast á undanförnum árum. Þarna eru leikmenn sem geta komist í allra fremstu röð á komandi árum, ég er alveg sannfærður um það. „Unglingaliðin sem hafa náð áþekkum árangri á undanförnum árum hafa skilað þetta 2-4 landsliðsmönnum og ég held að það sé frábær árangur ef við náum 3-4 góðum landsliðsmönnum út úr þessu liði. Það er mín spá að það muni takast en auðvitað tekur það einhvern tíma.“Íslensku strákarnir leika um bronsið á morgun.mynd/facebook-síða mótsinsOft er talað um að íslensk handboltalið skorti hæð og styrk. Þetta lið er hávaxnara en önnur íslensk lið sem gefur góð fyrirheit að mati Gaupa. „Þetta lið er líkamlega sterkt og hávaxið og þarna eru margir sterkir leikmenn. „Ég nefni Egil Magnússon, það er gríðarlega mikið efni. Tveggja metra drjóli sem getur náð langt og er búinn að gera samning við Team Tvis Holstebro. Hann mun væntanlega bæta sig mikið þegar hann kemur þangað. „Arnar Arnarson línumaður og lykilmaður í vörninni er tveggja metra risi og gríðarlega mikið efni. Ýmir Örn Gíslason úr Val er líka tveggja metra drjóli og mikið efni. „Markvörðurinn (Grétar Ari Guðjónsson) er frábær, hornamennirnir sterkir og svo finnst mér liðið heilt yfir gríðarlega öflugt varnarlega og ég man ekki eftir öðru íslensku unglingaliði sem hefur verið svona sterkt varnarlega eins og þetta lið. „Það verður líka að hrósa þjálfarateyminu, það hefur unnið gríðarlega gott starf. Það er karakter í liðinu og sóknarlega var liðið að spila á löngum köflum vel. Það voru ekki margir veikir hlekkir í þessu liði,“ sagði Gaupi en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Slóvenum, 31-30, í undanúrslitum á HM í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsta tap íslensku strákanna á mótinu en þeir leika við Spánverja um 3. sætið á morgun. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og handboltasérfræðingur, ræddi við Hjört Hjartarson um íslenska liðið í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Í sjálfu sér voru strákarnir bara klaufar að klára leikinn ekki og það var kannski fyrst og síðast varnarleikur liðsins sem brást í dag. Hann hefur verið frábær í síðustu leikjum og reyndar hefur þetta lið ekki tapað í einhverjum 20 leikjum í röð,“ sagði Gaupi. „Aðalsmerki liðsins hefur verið frábærlega útfærður varnarleikur ásamt góðri markvörslu sem hefur skilað einföldum og auðveldum mörkum. Og það var kannski það sem klikkaði í þessum leik gegn Slóvenum. „En á svona móti getur ýmislegt gerst og kannski var þreytan farin að segja til sín en þeir hafa keyrt mikið á sama liði og þetta er gríðarlega mikið álag. En þeir geta verið stoltir af sinni frammistöðu, þessir drengir.Egill Magnússon er lykilmaður í íslenska liðinu.mynd/facebook-síða mótsinsÞrátt fyrir tapið er Gaupi ekki sannfærður um að slóvenska liðið sé betra en það íslenska sem hefur spilað frábærlega á HM. „Það fannst mér ekki. Fyrirfram voru Slóvenar taldir með sterkasta lið mótsins ásamt Frökkum sem eru komnir í úrslit. Mér finnst íslenska liðið síst lakara heldur en slóvenska liðið. Þeir eru betri en Spánverjar en ekki jafn sterkir og Frakkar,“ sagði Gaupi sem hefur fylgst lengi með handboltanum. Hann segir þetta vera eitt besta unglingalið sem Ísland hefur átt. „Þetta er eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast á undanförnum árum. Þarna eru leikmenn sem geta komist í allra fremstu röð á komandi árum, ég er alveg sannfærður um það. „Unglingaliðin sem hafa náð áþekkum árangri á undanförnum árum hafa skilað þetta 2-4 landsliðsmönnum og ég held að það sé frábær árangur ef við náum 3-4 góðum landsliðsmönnum út úr þessu liði. Það er mín spá að það muni takast en auðvitað tekur það einhvern tíma.“Íslensku strákarnir leika um bronsið á morgun.mynd/facebook-síða mótsinsOft er talað um að íslensk handboltalið skorti hæð og styrk. Þetta lið er hávaxnara en önnur íslensk lið sem gefur góð fyrirheit að mati Gaupa. „Þetta lið er líkamlega sterkt og hávaxið og þarna eru margir sterkir leikmenn. „Ég nefni Egil Magnússon, það er gríðarlega mikið efni. Tveggja metra drjóli sem getur náð langt og er búinn að gera samning við Team Tvis Holstebro. Hann mun væntanlega bæta sig mikið þegar hann kemur þangað. „Arnar Arnarson línumaður og lykilmaður í vörninni er tveggja metra risi og gríðarlega mikið efni. Ýmir Örn Gíslason úr Val er líka tveggja metra drjóli og mikið efni. „Markvörðurinn (Grétar Ari Guðjónsson) er frábær, hornamennirnir sterkir og svo finnst mér liðið heilt yfir gríðarlega öflugt varnarlega og ég man ekki eftir öðru íslensku unglingaliði sem hefur verið svona sterkt varnarlega eins og þetta lið. „Það verður líka að hrósa þjálfarateyminu, það hefur unnið gríðarlega gott starf. Það er karakter í liðinu og sóknarlega var liðið að spila á löngum köflum vel. Það voru ekki margir veikir hlekkir í þessu liði,“ sagði Gaupi en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira