Halldóra Geirharðs: „Ég yrði frábær forseti“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2015 15:45 Halldóra Geirharðsdóttir fór á kostum í ræðu sinni á Grímunni í sumar. Vísir/Andri Marinó Leikkonan og leikstjórinn Halldóra Geirharðsdóttir hefur um nóg annað að hugsa þessa dagana en mögulegt forsetaframboð. Stofnaður var hópur á Facebook í gær þar sem skorað er á Halldóru að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Halldóra segist í samtali við Vísi hafa séð umræddan hóp á Facebook. Hún komi hvergi nálægt honum en gruni þó hver hafi stofnað hann. Á þriðja hundrað manns eru í hópnum þegar þetta er skrifað. „Ég er aðallega að hugsa um tíu kílómetrana á laugardaginn,“ segir Halldóra en mæðgurnar Halldóra og Steiney Skúladóttir eru sem kunnugt er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Á laugardaginn verður hún sömuleiðis í hlutverki Barböru trúðs á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Tobbi Túba er á dagskrá. „Ég hugsa því mest um að skaða ekki á mér hnén í vikunni og hafa eitthvað skemmtilegt að segja við þá sem koma á tónleikana.“Halldóra útilokar ekki framboð.Vísir/GVABergþór og Ólafur mögulega í framboðForsetakosningar fara fram vorið 2016. Þá mun Ólafur Ragnar Grímsson hafa lokið fimmta kjörtímabili sínu. Hann neitar að gefa upp hvort hann ætli að halda áfram en boðar svör í nýársávarpi sínu. Söngvarinn Bergþór Pálsson hefur upplýst að hann velti fyrir sér að bjóða sig fram. Þá hefur verið skorað á Pawel Bartoszek í framboð en Jón Gnarr hefur sagst ekki vilja verða forseti og þurfa að standa andspænis „frekar karlinum.“ Aðspurð um embættið og hvort hún hafi velt því fyrir sér viðurkennir Halldóra það. Hún útskýrir að auðvitað verði maður að velta því fyrir sér, annars muni ekkert breytast í heiminum.Við viljum Halldóru Geirharðsdóttur, leikkonu, sem forseta Íslands.Posted by Við skorum á Halldóru Geirharðs að bjóða sig fram sem forseta on Monday, August 17, 2015„Það er eins og konum detti sjaldnar í hug að taka að sér stór verkefni,“ segir Halldóra og spyr í tilefni af umræðu um hana sem mögulegan forseta: „Af hverju datt mér þetta ekki sjálfri í hug?“ Leikkonan segir þetta hafa verið nokkuð lýsandi fyrir hennar feril. Að einhver annar þurfi að benda henni á verkefnin og skora á hana frekar en að hún taki það upp hjá sjálfri sér. Henni virðist sem karlmenn eigi auðveldara með að stökkva á stór verkefni að eigin frumkvæði. „Þess vegna vil ég ekki segja strax að þetta sé rugl,“ segir Halldóra. „Ef allar konur myndu bregðast við eins og ég þá myndi ekkert hreyfast. Ef engri konu dettur í hug að gera hlutina þá hreyfist ekkert. Þess vegna þurfum við kynjakvóta til að breyta heiminum.“Halldóra hefur komið víða við á löngum leiklistarferli.Vísir/ValliEinkalífinu yrði fórnað Halldóra segist ekki vera í neinum vafa um að hún myndi standa sig vel í embættinu. „Ég yrði frábær forseti. Það er á hreinu,“ segir Halldóra. Þegar hún hugsi um embættið missi hún hins vegar húmorinn mjög hratt. „Ef einhver tekur að sér svona embætti þér þá er hann að vissu leyti að fórna lífi sínu. Það breytir auðvitað lífsstefnu manneskjunnar.“Að neðan má sjá ræðu Halldóru frá afhendingu Grímuverðlaunanna í júní. Ræða hennar vakti mikla athygli Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel hvattur í forsetaframboð „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“ 11. apríl 2015 20:34 Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér „Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari. 15. ágúst 2015 21:49 Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. 14. mars 2015 07:00 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Leikkonan og leikstjórinn Halldóra Geirharðsdóttir hefur um nóg annað að hugsa þessa dagana en mögulegt forsetaframboð. Stofnaður var hópur á Facebook í gær þar sem skorað er á Halldóru að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Halldóra segist í samtali við Vísi hafa séð umræddan hóp á Facebook. Hún komi hvergi nálægt honum en gruni þó hver hafi stofnað hann. Á þriðja hundrað manns eru í hópnum þegar þetta er skrifað. „Ég er aðallega að hugsa um tíu kílómetrana á laugardaginn,“ segir Halldóra en mæðgurnar Halldóra og Steiney Skúladóttir eru sem kunnugt er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Á laugardaginn verður hún sömuleiðis í hlutverki Barböru trúðs á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Tobbi Túba er á dagskrá. „Ég hugsa því mest um að skaða ekki á mér hnén í vikunni og hafa eitthvað skemmtilegt að segja við þá sem koma á tónleikana.“Halldóra útilokar ekki framboð.Vísir/GVABergþór og Ólafur mögulega í framboðForsetakosningar fara fram vorið 2016. Þá mun Ólafur Ragnar Grímsson hafa lokið fimmta kjörtímabili sínu. Hann neitar að gefa upp hvort hann ætli að halda áfram en boðar svör í nýársávarpi sínu. Söngvarinn Bergþór Pálsson hefur upplýst að hann velti fyrir sér að bjóða sig fram. Þá hefur verið skorað á Pawel Bartoszek í framboð en Jón Gnarr hefur sagst ekki vilja verða forseti og þurfa að standa andspænis „frekar karlinum.“ Aðspurð um embættið og hvort hún hafi velt því fyrir sér viðurkennir Halldóra það. Hún útskýrir að auðvitað verði maður að velta því fyrir sér, annars muni ekkert breytast í heiminum.Við viljum Halldóru Geirharðsdóttur, leikkonu, sem forseta Íslands.Posted by Við skorum á Halldóru Geirharðs að bjóða sig fram sem forseta on Monday, August 17, 2015„Það er eins og konum detti sjaldnar í hug að taka að sér stór verkefni,“ segir Halldóra og spyr í tilefni af umræðu um hana sem mögulegan forseta: „Af hverju datt mér þetta ekki sjálfri í hug?“ Leikkonan segir þetta hafa verið nokkuð lýsandi fyrir hennar feril. Að einhver annar þurfi að benda henni á verkefnin og skora á hana frekar en að hún taki það upp hjá sjálfri sér. Henni virðist sem karlmenn eigi auðveldara með að stökkva á stór verkefni að eigin frumkvæði. „Þess vegna vil ég ekki segja strax að þetta sé rugl,“ segir Halldóra. „Ef allar konur myndu bregðast við eins og ég þá myndi ekkert hreyfast. Ef engri konu dettur í hug að gera hlutina þá hreyfist ekkert. Þess vegna þurfum við kynjakvóta til að breyta heiminum.“Halldóra hefur komið víða við á löngum leiklistarferli.Vísir/ValliEinkalífinu yrði fórnað Halldóra segist ekki vera í neinum vafa um að hún myndi standa sig vel í embættinu. „Ég yrði frábær forseti. Það er á hreinu,“ segir Halldóra. Þegar hún hugsi um embættið missi hún hins vegar húmorinn mjög hratt. „Ef einhver tekur að sér svona embætti þér þá er hann að vissu leyti að fórna lífi sínu. Það breytir auðvitað lífsstefnu manneskjunnar.“Að neðan má sjá ræðu Halldóru frá afhendingu Grímuverðlaunanna í júní. Ræða hennar vakti mikla athygli
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel hvattur í forsetaframboð „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“ 11. apríl 2015 20:34 Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér „Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari. 15. ágúst 2015 21:49 Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. 14. mars 2015 07:00 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Pawel hvattur í forsetaframboð „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“ 11. apríl 2015 20:34
Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér „Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari. 15. ágúst 2015 21:49
Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. 14. mars 2015 07:00