Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2015 09:57 Unnur Brá Konráðsdóttir. Vísir/Vilhelm Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Óhætt er að segja að skilaboðin sem berist úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins í kjölfar aðgerða Rússa séu ólík. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í hópi þeirra þjóða sem beiti þvingunum. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu,” sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Umræða þurfi að fara fram hvað íslenska ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið. Óljóst sé hvert tjónið verði sem byggðir landsins og sjávarútvegurinn verði fyrir. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ólíklegt væri að stuðningur Íslands við þvinganirnar yrði afturkallaður. Að sögn hans ríkir einhuga stuðningur í ríkisstjórninni um viðskiptaþvinganir. Unnur Brá segir mikilvægt að ekki gleymist að það séu Rússar sem beiti Íslendinga þvingunum, ekki öfugt. „Gleymum því ekki að aðgerðir Vesturlanda beinast gegn fámennri elítu en aðgerðir Rússa skaða almenning,“ segir Unnur Brá. „Rússnesk stjórnvöld hafa það í sinni eigin hendi hvort eðlileg viðskipti geti haldið áfram. Þeir geta einfaldlega lyft viðskiptabanninu og látið af hermangi í Úkraínu.“Að sjálfsögðu tekur Ísland þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Ísland...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on Monday, August 17, 2015 Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Óhætt er að segja að skilaboðin sem berist úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins í kjölfar aðgerða Rússa séu ólík. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í hópi þeirra þjóða sem beiti þvingunum. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu,” sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Umræða þurfi að fara fram hvað íslenska ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið. Óljóst sé hvert tjónið verði sem byggðir landsins og sjávarútvegurinn verði fyrir. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ólíklegt væri að stuðningur Íslands við þvinganirnar yrði afturkallaður. Að sögn hans ríkir einhuga stuðningur í ríkisstjórninni um viðskiptaþvinganir. Unnur Brá segir mikilvægt að ekki gleymist að það séu Rússar sem beiti Íslendinga þvingunum, ekki öfugt. „Gleymum því ekki að aðgerðir Vesturlanda beinast gegn fámennri elítu en aðgerðir Rússa skaða almenning,“ segir Unnur Brá. „Rússnesk stjórnvöld hafa það í sinni eigin hendi hvort eðlileg viðskipti geti haldið áfram. Þeir geta einfaldlega lyft viðskiptabanninu og látið af hermangi í Úkraínu.“Að sjálfsögðu tekur Ísland þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Ísland...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on Monday, August 17, 2015
Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53
Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04
Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00
Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22