Rafn Kumar Bonifacius vann föður sinn Raj K. Bonifacius í undanúrslitum á Íslandsmótinu í tennis utanhúss í gær, en sigurstigið var frábært.
Undanúrslitaleikurinn var nokkuð spennandi, minnsta kosti fyrri lotan, en hún fór 7-6 (6), en úrslitastigið var ansi magnað. Síðari lotan fór 6-0.
Sjá meira: Rafn og Anna Soffía Íslandsmeistarar
Í dag tryggði Rafn síðan sér Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á fyrrverandi Íslandsmeistara, Birki Gunnarssyni, en hrinurnar fóru 6-2 og 6-2.
Vísir fékk sent myndband af úrslitastiginu, en það má sjá hér að neðan. Það er ansi magnað, en sjón er sögu ríkari!
Sjáðu ótrúlegt lokastig Rafns
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti

„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn






„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn