Sigursælasta fimleikakona Íslandssögunnar hætt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2015 16:22 Thelma lyftir sex fingrum á loft til merkis um þá sex Íslandsmeistaratitla sem hún hefur unnið á ferlinum. vísir/ernir Thelma Rut Hermannsdóttir, sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi, er hætt í fimleikum. Thelma er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir það sex sinnum orðið Íslandsmeistari í áhaldafimleikum. Sjötta og síðasta titilinn vann hún á Íslandsmótinu í mars á þessu ári en með honum fór hún fram úr Berglind Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum hvor. „Þetta er komið gott, þetta er 19 ára ferill og það hefur gengið framar vonum hjá mér og fólkinu í kringum mig,“ sagði Thelma í viðtali við RÚV í dag. „Ég er ánægð með þessa ákvörðun og þetta er komið ágætt,“ sagði Thelma sem útilokar þó ekki með öllu að hún klæðist fimleikabolnum á ný. Hún segist í viðtalinu við RÚV hafa hugleitt þetta lengi og ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Hún segist hafa fengið leið á fimleikum fyrir tveimur árum. „Ég fékk smá leið á tímabili en þá byrjaði allt að ganga ótrúlega vel, og betur en mér hafði gengið, og ég hélt áfram,“ sagði Thelma og bætti við: „En núna held ég að það sé kominn ágætur tími. Ég tel að ég hafi toppað allt sem ég get og er búin að standa mig ótrúlega vel og ná góðum árangri.“ Thelma stefnir á háskólanám í haust. „Ég er búin að þjálfa og vinna í sumar og í haust ætla ég í háskólann. Ég byrjaði í háskólanum í fyrra en þurfti að hætta því ég fór til Kína að keppa. Þannig að núna ætla ég bara að taka skólann föstum tökum og gera eitthvað annað," sagði Thelma sem segir fimleikana taka mikinn tíma. „Ég hef verið á 3-4 klukkutíma æfingum sex daga vikunnar. Ég er búin að fara á ótrúlega mörg mót, fara í yfir 35 landsliðsferðir og á mót sem var verið að halda í fyrsta skipti, eins og Evrópuleikana í Bakú. „Þetta er búið að taka rosalega mikinn tíma og það verður pínu skrítið að hafa allt í einu lausan tíma aflögu.“ Thelma hefur ekki alveg skilið við fimleikana en hún er að fara að þjálfa fimleika hjá hverfisliðinu Fjölni. Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér. Fimleikar Tengdar fréttir Eins og önnur fjölskylda fyrir hana Thelma Rut Hermannsdóttir varð um helgina fyrsta konan til að verða sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í fimleikum. Hinn átján gamli Valgarð Reinhardsson vann aftur á móti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. 23. mars 2015 07:00 Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. 22. mars 2015 16:51 Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. 12. júní 2015 16:34 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Thelma Rut Hermannsdóttir, sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi, er hætt í fimleikum. Thelma er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir það sex sinnum orðið Íslandsmeistari í áhaldafimleikum. Sjötta og síðasta titilinn vann hún á Íslandsmótinu í mars á þessu ári en með honum fór hún fram úr Berglind Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum hvor. „Þetta er komið gott, þetta er 19 ára ferill og það hefur gengið framar vonum hjá mér og fólkinu í kringum mig,“ sagði Thelma í viðtali við RÚV í dag. „Ég er ánægð með þessa ákvörðun og þetta er komið ágætt,“ sagði Thelma sem útilokar þó ekki með öllu að hún klæðist fimleikabolnum á ný. Hún segist í viðtalinu við RÚV hafa hugleitt þetta lengi og ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Hún segist hafa fengið leið á fimleikum fyrir tveimur árum. „Ég fékk smá leið á tímabili en þá byrjaði allt að ganga ótrúlega vel, og betur en mér hafði gengið, og ég hélt áfram,“ sagði Thelma og bætti við: „En núna held ég að það sé kominn ágætur tími. Ég tel að ég hafi toppað allt sem ég get og er búin að standa mig ótrúlega vel og ná góðum árangri.“ Thelma stefnir á háskólanám í haust. „Ég er búin að þjálfa og vinna í sumar og í haust ætla ég í háskólann. Ég byrjaði í háskólanum í fyrra en þurfti að hætta því ég fór til Kína að keppa. Þannig að núna ætla ég bara að taka skólann föstum tökum og gera eitthvað annað," sagði Thelma sem segir fimleikana taka mikinn tíma. „Ég hef verið á 3-4 klukkutíma æfingum sex daga vikunnar. Ég er búin að fara á ótrúlega mörg mót, fara í yfir 35 landsliðsferðir og á mót sem var verið að halda í fyrsta skipti, eins og Evrópuleikana í Bakú. „Þetta er búið að taka rosalega mikinn tíma og það verður pínu skrítið að hafa allt í einu lausan tíma aflögu.“ Thelma hefur ekki alveg skilið við fimleikana en hún er að fara að þjálfa fimleika hjá hverfisliðinu Fjölni. Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Fimleikar Tengdar fréttir Eins og önnur fjölskylda fyrir hana Thelma Rut Hermannsdóttir varð um helgina fyrsta konan til að verða sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í fimleikum. Hinn átján gamli Valgarð Reinhardsson vann aftur á móti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. 23. mars 2015 07:00 Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. 22. mars 2015 16:51 Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. 12. júní 2015 16:34 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Eins og önnur fjölskylda fyrir hana Thelma Rut Hermannsdóttir varð um helgina fyrsta konan til að verða sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í fimleikum. Hinn átján gamli Valgarð Reinhardsson vann aftur á móti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. 23. mars 2015 07:00
Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. 22. mars 2015 16:51
Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. 12. júní 2015 16:34