Hagnaður Hótel Sögu 64 milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2015 17:44 Heildartekjur hótelsins voru rúmar 1.500 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Hagnaður Hótel Sögu var 64 milljónir króna í fyrra, eftir skatta og afskriftir. Þetta kemur fram í ársuppgjöri fyrirtækisins. Heildartekjur hótelsins voru rúmar 1.500 milljónir króna og jukust þær um 14 prósent á milli ára. Sú aukning er sögð skýrast af auknum fjölda ferðamanna og betri nýtingu. „Reksturinn gengur mjög vel eins og annarsstaðar í ferðaþjónustu þessa dagana. Nýtingin hefur aukist á milli ára, sérstaklega utan háannar,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri, í tilkynningu. „Ánægjulegt er að okkur hefur tekist að bæta framlegðina með því að fá betri meðalverð. Þannig höfum við náð miklum árangri undanfarin misseri við að bæta afkomu rekstrarins. Samhliða því hefur verið tekin ákvörðun um að fara í umtalsverðar endurbætur á hótelinu, m.a. uppgerð herbergja og breytingu á veitingarýmum.“ Fyrr á þessu ári tóku Bændasamtök Íslands, sem eiga Hótel Sögu, ákvörðun um að ganga ekki til viðræðna um sölu hótelsins. Þá lágu fyrir tilboð í söluferli sem MP banki annaðist. Í tilkynningunni segir að stjórn samtakanna hafi metið að hagstæðara væri að halda áfram rekstri og hefur sú aðstaða ekki breyst. Hótelið er í eigu Hótel Sögu ehf. sem er 50 ára gamalt fyrirtæki í eigu Bændasamtaka Íslands. Á hótelinu eru 209 herbergi, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Þar starfa um 100 manns. Fasteign Hótel Sögu ehf. við Hagatorg er um 19.000 fermetrar að stærð og hýsir hótelstarfsemi, veitingastaði, banka, hárgreiðslustofu, líkamsræktarstöð o.fl. Skrifstofur Bændasamtaka Íslands eru á þriðju hæð fasteignarinnar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Hagnaður Hótel Sögu var 64 milljónir króna í fyrra, eftir skatta og afskriftir. Þetta kemur fram í ársuppgjöri fyrirtækisins. Heildartekjur hótelsins voru rúmar 1.500 milljónir króna og jukust þær um 14 prósent á milli ára. Sú aukning er sögð skýrast af auknum fjölda ferðamanna og betri nýtingu. „Reksturinn gengur mjög vel eins og annarsstaðar í ferðaþjónustu þessa dagana. Nýtingin hefur aukist á milli ára, sérstaklega utan háannar,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri, í tilkynningu. „Ánægjulegt er að okkur hefur tekist að bæta framlegðina með því að fá betri meðalverð. Þannig höfum við náð miklum árangri undanfarin misseri við að bæta afkomu rekstrarins. Samhliða því hefur verið tekin ákvörðun um að fara í umtalsverðar endurbætur á hótelinu, m.a. uppgerð herbergja og breytingu á veitingarýmum.“ Fyrr á þessu ári tóku Bændasamtök Íslands, sem eiga Hótel Sögu, ákvörðun um að ganga ekki til viðræðna um sölu hótelsins. Þá lágu fyrir tilboð í söluferli sem MP banki annaðist. Í tilkynningunni segir að stjórn samtakanna hafi metið að hagstæðara væri að halda áfram rekstri og hefur sú aðstaða ekki breyst. Hótelið er í eigu Hótel Sögu ehf. sem er 50 ára gamalt fyrirtæki í eigu Bændasamtaka Íslands. Á hótelinu eru 209 herbergi, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Þar starfa um 100 manns. Fasteign Hótel Sögu ehf. við Hagatorg er um 19.000 fermetrar að stærð og hýsir hótelstarfsemi, veitingastaði, banka, hárgreiðslustofu, líkamsræktarstöð o.fl. Skrifstofur Bændasamtaka Íslands eru á þriðju hæð fasteignarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent