Innlent

Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að bjóða sig fram til varaformanns á næsta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður í lok október. Hún segist telja að hún eigi góðan stuðning innan flokksins.

„Ég held að ég hafi mjög góðan stuðning meðal Sjálfstæðismanna,“ segir Hanna Birna. „Mér hefur alltaf gengið mjög vel í þeim kosningum sem ég hef tekið þátt í hjá Sjálfstæðisflokknum. En svo er þetta aftur á móti bara annað mál.“

Sjáum hvað setur

„Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að staða mín innan flokksins hefur breyst dálítið. En fundurinn er eftir tvo mánuði og við skulum bara sjá til hvað gerist þar,“ sagði Hanna Birna að lokum.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að það hefði gengið vel að starfa með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í stjórn og það yrði ekki vandamál fyrir hann að halda því áfram, frekar þvert á móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×